Holloway og Aldo mætast á ný Magnús Ellert Bjarnason skrifar 12. nóvember 2017 11:26 Holloway sigraði Aldo í sumar með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu. Líkt og greint var frá á Vísi í gær verður ekkert af UFC titilbardaga Max Holloway og Frankie Edgar 2. desember næstkomandi í Detroit. Til stóð að Holloway myndi verja belti sitt í fjaðurvigt gegn Edgar en Edgar þurfti að draga sig úr bardaganum í seinustu viku vegna meiðsla. Ekki er vitað nákvæmlega hvað sé að Edgar en hann þarf ekki að fara í aðgerð og á að vera tilbúinn eftir 12 vikur. UFC tilkynnti í gær á Twitter reikningi sínum að Jose Aldo muni koma í stað Edgar.BUT WAIT - THERE'S MORE!@BlessedMMA will defend his belt for the first time ... against the guy he took it from! @JoseAldoJunior steps into the main event at #UFC218! pic.twitter.com/eVo8yjw0vA — UFC (@ufc) November 12, 2017 Gefst Aldo þar með tækifæri til að hefna fyrir tap gegn Holloway frá því í sumar en þeir mættust á UFC 212 í heimalandi Aldo, Brasilíu. Sigraði Holloway þann bardaga með tæknilegu rothöggi í 3. lotu og sameinaði með því fjaðurvigtarbelti UFC. Var það aðeins annað tap Aldo í UFC en Conor Mcgregor rotaði hann eftirminnilega eftir aðeins 13 sekúndur fyrir tæplega tveim árum síðan. Aldo hefur ekki barist síðan hann laut í lægra haldi gegn Holloway en til stóð að hann myndi mæta Ricardo Lamas 16. desember næstkomandi. Holloway er á magnaðri 11 bardaga sigurgöngu en hann hefur ekki tapað bardaga frá árinu 2013 þegar Conor Mcgregor hafði betur gegn honum eftir dómaraákvörðun. UFC 218 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Aðrir bardagar það kvöld eru m.a.: Alistair Overeem - Francis Ngannou Henry Cejudo - Sergio Pettis Eddie Alvarez - Justin Gaethje Tecia Torres - Michelle Waterson MMA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær verður ekkert af UFC titilbardaga Max Holloway og Frankie Edgar 2. desember næstkomandi í Detroit. Til stóð að Holloway myndi verja belti sitt í fjaðurvigt gegn Edgar en Edgar þurfti að draga sig úr bardaganum í seinustu viku vegna meiðsla. Ekki er vitað nákvæmlega hvað sé að Edgar en hann þarf ekki að fara í aðgerð og á að vera tilbúinn eftir 12 vikur. UFC tilkynnti í gær á Twitter reikningi sínum að Jose Aldo muni koma í stað Edgar.BUT WAIT - THERE'S MORE!@BlessedMMA will defend his belt for the first time ... against the guy he took it from! @JoseAldoJunior steps into the main event at #UFC218! pic.twitter.com/eVo8yjw0vA — UFC (@ufc) November 12, 2017 Gefst Aldo þar með tækifæri til að hefna fyrir tap gegn Holloway frá því í sumar en þeir mættust á UFC 212 í heimalandi Aldo, Brasilíu. Sigraði Holloway þann bardaga með tæknilegu rothöggi í 3. lotu og sameinaði með því fjaðurvigtarbelti UFC. Var það aðeins annað tap Aldo í UFC en Conor Mcgregor rotaði hann eftirminnilega eftir aðeins 13 sekúndur fyrir tæplega tveim árum síðan. Aldo hefur ekki barist síðan hann laut í lægra haldi gegn Holloway en til stóð að hann myndi mæta Ricardo Lamas 16. desember næstkomandi. Holloway er á magnaðri 11 bardaga sigurgöngu en hann hefur ekki tapað bardaga frá árinu 2013 þegar Conor Mcgregor hafði betur gegn honum eftir dómaraákvörðun. UFC 218 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Aðrir bardagar það kvöld eru m.a.: Alistair Overeem - Francis Ngannou Henry Cejudo - Sergio Pettis Eddie Alvarez - Justin Gaethje Tecia Torres - Michelle Waterson
MMA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira