Ólafía endaði í 73. sæti peningalistans og verður í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2017 13:03 Ólafía Þórunn bregður á leik. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kórónaði frábært tímabil sitt á LPGA-mótaröðinni í golfi með því að hafna í 35.-37. sæti á Bláfjarðarmótinu sem lauk í Kína í nótt. Fyrir árangurinn fékk hún tæplega þrettán þúsund dollara, jafnvirði rúmra 1,3 milljóna króna. Ástæða mikilvægi þess að vera ofarlega á peningalistanum er að staða kylfinga á honum ræður því hvort að viðkomandi kylfingur fær aftur þátttökurétt á næstu leiktíð og í hvaða forgangsflokki hann verður ef það tekst. Stóra markmiðið hjá Ólafíu fyrir keppnistímabilið var að vera meðal 80 efstu kylfinga á peningalista mótaraðarinnar og er nú ljóst að Ólafía hafnar í 73. sæti listans með alls 213 þúsund dollara, jafnvirði tæpra 22 milljóna króna. Hennar besti árangur í ár var á Indy Women In Tech-mótinu í Bandaríkjunum í byrjun september þar sem hún hafnaði í fjórða sæti og fékk fyrir það 10,8 milljónir króna, eftir að hafa fengið örn á lokaholu mótsins. Þá hoppaði hún upp í 67. sæti peningalistans og hefur náð að halda sér á svipuðum slóðum síðan.Staða Ólafíu á peningalistanum.Vísir/SkjáskotEfstu 80 kylfingar peningalistans fara í efsta forgangsflokk á næstu leiktíð LPGA-mótaraðarinnar. Ólafía hefur því ekki aðeins tryggt sér áframhaldandi þátttökurétt, heldur verður hún nú í þeirri stöðu að geta oftast valið sér mót til að keppa á. Ólafía hafnaði í 80. sæti á stigalista mótaraðarinnar en efstu 72 kylfingarnir á þeim lista fá þátttökurétt á CME Globe-mótinu, lokamóti tímabilsins þar sem háar peningaupphæðir eru í húfi. Mun hún því ekki keppa á því móti nú. Árangurinn sannarlega framúrskarandi hjá Ólafíu sem er nú í kjörstöðu til að gera enn betur á komandi leiktíð, sem hefst snemma á næsta ári.Hér má sjá upplýsingar um forgangslista LPGA-mótaraðarinnar [hlekkur á PDF-skjal] í ár en þar kemur fram að efsti flokkur á listanum eru 80 tekjuhæstu kylfingar síðusta tímabils. Golf Tengdar fréttir Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Glæsilegur árangur Ólafíu Kristinsdóttur sem meira en tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LPGA-mótaröðinni. 9. september 2017 22:29 Tólf söguleg skref hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að komast þangað sem enginn íslenskur kylfingur hefur komist áður á hennar fyrsta tímabili á sterkustu mótaröð í heimi. Hún rýkur upp bæði heims- og peningalistann. 22. september 2017 06:00 Ein besta íþróttakona Íslands er líka hörku dansari | Myndband Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á keppnisferðalagi um Asíu síðustu vikur þar sem hún hefur meðal annars keppt á LPGA mótum í Suður-Kóreu, Tævan og Malasíu. 2. nóvember 2017 14:58 Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vippaði fyrir erni á átjándu holu á LPGA-mótaröðinni í dag. 9. september 2017 22:05 Ólafía Þórunn valin í Evrópuúrvalið í golfi fyrst Íslendinga Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í íslenskri golfsögu en besti kylfingur þjóðarinnar hefur nú verið valin í Evrópuúrvalið í golfi. 25. október 2017 11:53 Slakur lokahringur hjá Ólafíu sem lauk leik í 35. sæti í Kína Ólafía Þórunn lék lokahringinn á Bláfjarðarmótinu í Kína á fjórum höggum undir pari og lauk hún leik í 35. sæti á lokamóti sínu á LPGA-mótaröðinni á þessu ári en hún fékk sex skolla á hringnum í dag. 11. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kórónaði frábært tímabil sitt á LPGA-mótaröðinni í golfi með því að hafna í 35.-37. sæti á Bláfjarðarmótinu sem lauk í Kína í nótt. Fyrir árangurinn fékk hún tæplega þrettán þúsund dollara, jafnvirði rúmra 1,3 milljóna króna. Ástæða mikilvægi þess að vera ofarlega á peningalistanum er að staða kylfinga á honum ræður því hvort að viðkomandi kylfingur fær aftur þátttökurétt á næstu leiktíð og í hvaða forgangsflokki hann verður ef það tekst. Stóra markmiðið hjá Ólafíu fyrir keppnistímabilið var að vera meðal 80 efstu kylfinga á peningalista mótaraðarinnar og er nú ljóst að Ólafía hafnar í 73. sæti listans með alls 213 þúsund dollara, jafnvirði tæpra 22 milljóna króna. Hennar besti árangur í ár var á Indy Women In Tech-mótinu í Bandaríkjunum í byrjun september þar sem hún hafnaði í fjórða sæti og fékk fyrir það 10,8 milljónir króna, eftir að hafa fengið örn á lokaholu mótsins. Þá hoppaði hún upp í 67. sæti peningalistans og hefur náð að halda sér á svipuðum slóðum síðan.Staða Ólafíu á peningalistanum.Vísir/SkjáskotEfstu 80 kylfingar peningalistans fara í efsta forgangsflokk á næstu leiktíð LPGA-mótaraðarinnar. Ólafía hefur því ekki aðeins tryggt sér áframhaldandi þátttökurétt, heldur verður hún nú í þeirri stöðu að geta oftast valið sér mót til að keppa á. Ólafía hafnaði í 80. sæti á stigalista mótaraðarinnar en efstu 72 kylfingarnir á þeim lista fá þátttökurétt á CME Globe-mótinu, lokamóti tímabilsins þar sem háar peningaupphæðir eru í húfi. Mun hún því ekki keppa á því móti nú. Árangurinn sannarlega framúrskarandi hjá Ólafíu sem er nú í kjörstöðu til að gera enn betur á komandi leiktíð, sem hefst snemma á næsta ári.Hér má sjá upplýsingar um forgangslista LPGA-mótaraðarinnar [hlekkur á PDF-skjal] í ár en þar kemur fram að efsti flokkur á listanum eru 80 tekjuhæstu kylfingar síðusta tímabils.
Golf Tengdar fréttir Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Glæsilegur árangur Ólafíu Kristinsdóttur sem meira en tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LPGA-mótaröðinni. 9. september 2017 22:29 Tólf söguleg skref hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að komast þangað sem enginn íslenskur kylfingur hefur komist áður á hennar fyrsta tímabili á sterkustu mótaröð í heimi. Hún rýkur upp bæði heims- og peningalistann. 22. september 2017 06:00 Ein besta íþróttakona Íslands er líka hörku dansari | Myndband Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á keppnisferðalagi um Asíu síðustu vikur þar sem hún hefur meðal annars keppt á LPGA mótum í Suður-Kóreu, Tævan og Malasíu. 2. nóvember 2017 14:58 Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vippaði fyrir erni á átjándu holu á LPGA-mótaröðinni í dag. 9. september 2017 22:05 Ólafía Þórunn valin í Evrópuúrvalið í golfi fyrst Íslendinga Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í íslenskri golfsögu en besti kylfingur þjóðarinnar hefur nú verið valin í Evrópuúrvalið í golfi. 25. október 2017 11:53 Slakur lokahringur hjá Ólafíu sem lauk leik í 35. sæti í Kína Ólafía Þórunn lék lokahringinn á Bláfjarðarmótinu í Kína á fjórum höggum undir pari og lauk hún leik í 35. sæti á lokamóti sínu á LPGA-mótaröðinni á þessu ári en hún fékk sex skolla á hringnum í dag. 11. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Glæsilegur árangur Ólafíu Kristinsdóttur sem meira en tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LPGA-mótaröðinni. 9. september 2017 22:29
Tólf söguleg skref hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að komast þangað sem enginn íslenskur kylfingur hefur komist áður á hennar fyrsta tímabili á sterkustu mótaröð í heimi. Hún rýkur upp bæði heims- og peningalistann. 22. september 2017 06:00
Ein besta íþróttakona Íslands er líka hörku dansari | Myndband Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á keppnisferðalagi um Asíu síðustu vikur þar sem hún hefur meðal annars keppt á LPGA mótum í Suður-Kóreu, Tævan og Malasíu. 2. nóvember 2017 14:58
Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vippaði fyrir erni á átjándu holu á LPGA-mótaröðinni í dag. 9. september 2017 22:05
Ólafía Þórunn valin í Evrópuúrvalið í golfi fyrst Íslendinga Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í íslenskri golfsögu en besti kylfingur þjóðarinnar hefur nú verið valin í Evrópuúrvalið í golfi. 25. október 2017 11:53
Slakur lokahringur hjá Ólafíu sem lauk leik í 35. sæti í Kína Ólafía Þórunn lék lokahringinn á Bláfjarðarmótinu í Kína á fjórum höggum undir pari og lauk hún leik í 35. sæti á lokamóti sínu á LPGA-mótaröðinni á þessu ári en hún fékk sex skolla á hringnum í dag. 11. nóvember 2017 10:15