Hin 25 ára Tessa Brennaman, sem var fyrsta eiginkona Kelley, segir í samtali við CBS News að Kelley hafi haft „illa anda eða hatur sem bjó innra með honum“.
Kelley játaði árið 2013 fyrir í herrétt að hafa slegið, sparkað og tekið þáverandi eiginkonu sína hálstaki, auk þess að hafa verið valdur að áverkum á höfði stjúpsonar síns, sonar Brennaman. Var Kelley hann dæmdur í árs fangelsi, en hann starfaði innan flughersins á herstöð í Nýju-Mexíkó.
Brennaman lýsir í viðtalinu hvernig Kelley á einum tímapunkti hafi hótað að drepa hana eftir að hún fékk hraðasekt. „Hann var með byssu í hulstrinu og hann tók hana út og beindi henni að enninu mínu og sagði mér „Viltu deyja? Viltu deyja?“ lýsir Brennaman.
Vegna dómsins sem hann var með á bakinu hefði hann í raun ekki átt að getað keypt skotvopn, en vegna mistaka hjá starfsmönnum hersins gleymdist að tilkynna málið til alríkislögreglunnar.