Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 16:02 Í póstinum segir að Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar Pressunnar, séu enn skráðir í stjórn samkvæmt RSK. Vísir/Valli Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, sendi bréf til Ómars R. Valdimarssonar sem undanfarna daga hefur farið fram fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar. Þar segir að á meðan breytt stjórn hefur ekki tilkynnt umboð sitt séu skuldbindingar hennar gagnvart félaginu takmarkaðar. Segja þeir að í bókum ríkisskattstjóra séu þeir Björn Ingi og Arnar enn skráðir stjórnarmenn. Vísir greindi frá því í gær þegar nýkjörin stjórn Pressunnar sagði allar eignir félagsins vera til sölu „fyrir skynsamlegt verð“. Búið væri að setja öll landshlutablöð útgáfunnar á sölu en í tilkynningunni kom þar einnig fram að öllum tveimur launamönnum fyrirtækisins hefði verið sagt uppSjá einnig:Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“Reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum Í póstinum, sem Sveinn Andri sendir á Ómar, kemur fram að Björn Ingi og Arnar telji að með yfirlýsingum í fjölmiðlum hafi Ómar ekki gefið réttar upplýsingar um hagi Pressunnar. Þar kemur einnig fram að stjórnarmennirnir fráfarandi séu reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum um rekstur og stöðu félagsins og er ný stjórn minnt á að samkvæmt ákvæðum einkahlutafélaga geti það varðað stjórnarmann refsiábyrgð að greina rangt frá um hagi félags. Björn Ingi og Arnar fara aukinheldur, sem hluthafar félagsins, fram á útskýringar þess efnis að útgáfa landshlutablaðanna hafi verið stöðvuð. Með þeirri ákvörðun sé verið að „kasta á glæ fjárhagslegum verðmætum, enda um rótgróna útgáfu að ræða sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna kr.“ Í lokin segir Sveinn Andri umbjóðendur sína reiðubúna að setjast niður með núverandi stjórn og fara yfir með henni þær yfirlýsingar um að Björn Ingi og Arnar kunni að hafa brotið á sér í störfum. Kemur fram í póstinum að „orð beri ábyrgð“ og að kalli nýkjörin stjórn ekki eftir skýringum þeirra verði ekki litið öðruvísi en svo á að „rangar upplýsingar um hagi félagsins séu gefnar af ásettu ráði.“Gruna fráfarandi stjórn um misferliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson svaraði nýkjörinni stjórn síðastliðinn föstudag í yfirlýsingu. Þar sakar hann Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félagi Pressunnar, um að reyna að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Fjölmiðlar Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, sendi bréf til Ómars R. Valdimarssonar sem undanfarna daga hefur farið fram fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar. Þar segir að á meðan breytt stjórn hefur ekki tilkynnt umboð sitt séu skuldbindingar hennar gagnvart félaginu takmarkaðar. Segja þeir að í bókum ríkisskattstjóra séu þeir Björn Ingi og Arnar enn skráðir stjórnarmenn. Vísir greindi frá því í gær þegar nýkjörin stjórn Pressunnar sagði allar eignir félagsins vera til sölu „fyrir skynsamlegt verð“. Búið væri að setja öll landshlutablöð útgáfunnar á sölu en í tilkynningunni kom þar einnig fram að öllum tveimur launamönnum fyrirtækisins hefði verið sagt uppSjá einnig:Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“Reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum Í póstinum, sem Sveinn Andri sendir á Ómar, kemur fram að Björn Ingi og Arnar telji að með yfirlýsingum í fjölmiðlum hafi Ómar ekki gefið réttar upplýsingar um hagi Pressunnar. Þar kemur einnig fram að stjórnarmennirnir fráfarandi séu reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum um rekstur og stöðu félagsins og er ný stjórn minnt á að samkvæmt ákvæðum einkahlutafélaga geti það varðað stjórnarmann refsiábyrgð að greina rangt frá um hagi félags. Björn Ingi og Arnar fara aukinheldur, sem hluthafar félagsins, fram á útskýringar þess efnis að útgáfa landshlutablaðanna hafi verið stöðvuð. Með þeirri ákvörðun sé verið að „kasta á glæ fjárhagslegum verðmætum, enda um rótgróna útgáfu að ræða sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna kr.“ Í lokin segir Sveinn Andri umbjóðendur sína reiðubúna að setjast niður með núverandi stjórn og fara yfir með henni þær yfirlýsingar um að Björn Ingi og Arnar kunni að hafa brotið á sér í störfum. Kemur fram í póstinum að „orð beri ábyrgð“ og að kalli nýkjörin stjórn ekki eftir skýringum þeirra verði ekki litið öðruvísi en svo á að „rangar upplýsingar um hagi félagsins séu gefnar af ásettu ráði.“Gruna fráfarandi stjórn um misferliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson svaraði nýkjörinni stjórn síðastliðinn föstudag í yfirlýsingu. Þar sakar hann Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félagi Pressunnar, um að reyna að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot
Fjölmiðlar Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira