Þórdís Elva vonar að karlmenn taki næsta skref Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 15:48 Þórdís Elva og Tom Stranger er þau héldu TED-fyrirlestur saman. Mynd/TED „Ég held að við munum tala um „fyrir“ og „eftir“ #meetoo herferðina,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í viðtali við USA Today. Þar segir hún að Weinstein málið hafi verið mikill snúningspunktur og að áhrifin vegna #metoo hafi verið gríðarleg. Í viðtalinu er einnig rætt við Tom Stranger, manninn sem nauðgaði Þórdísi Elvu þegar hún var 16 ára. Þau stigu fram saman fyrr á þessu ári og gáfu út bókina Handan fyrirgefningar. Tom segir að hann sé spenntur að sjá hvernig þessi umræða hafi á hegðun fólks í valdastöðu. „Ég vil sjá hvernig þetta verður úti á götu. Ég velti fyrir mér hvernig þetta verður fyrir konur og karla á vinnustöðum og gangandi á almannafæri.“ Líka skaðlegt körlum Aðspurð hvernig hægt sé að fá menn til að taka ábyrgð á ofbeldinu sem þeir fremja svaraði Þórdís: „Það er almennt þekkingarleysi á meðal manna um það hvernig karlamenningin sem stuðli að ofbeldi gegn konum, sé einnig skaðlegt fyrir karlana.“ Þórdís segir að mörgum karlmönnum séu kenndar þær lygar að það sé í lagi að vera ágengur við konur, grípa í þær og koma með kynferðislegar athugasemdir „Ef fleiri menn áttuðu sig á því að svona hegðun er skaðleg fyrir alla, karla eins og konur, tel ég að fleiri menn myndu sjá mikilvægi þess að taka ábyrgð til að uppræta hana.“ Þau virðast bæði sammála um að kannski sé Facebook ekki rétti staðurinn til þess að stíga fram og játa kynferðisofbeldi. „Ég myndi frekar vilja að menn einfaldlega breyttu hegðun sinni og reyndu að fá mennina í kringum sig til þess að gera það líka, að opna augun og átta sig á því hvernig þeir gætu verið hluti af vandamálinu.“ Tom segir að slíkar játningar snúist margar of mikið um gerandann og hans skömm. „Ég get tengt við þetta - þetta er hluti af minni sögu. Þegar ég talaði fyrst við Þórdísi einblíndi ég á mína skömm og hvað ég skammaðist mín fyrir mig í stað þess að skammast mín fyrir sársaukann sem ég olli Þordísi. Kannski er ekki besta leiðin að játa opinberlega.“ Karlarnir taki næsta skref Að mati Þórdísar Elvu hefur #metoo herferðin verið svona árangursmikil vegna þess að hún er frá sjónarhorni þolenda og styrki þá sem hafa þagað og borið skömmina. Hún segir að það gæti verið að fegurð og frægð þeirra sem sökuðu Weinstein um kynferðisofbeldi hafi átt þátt í því að málið vakti svo mikla athygli. Þórdís Elva á þó ekki von á því að breytingin sem hefur orðið í umræðunni gangi til baka, þrátt fyrir að margir upplifi að þeim standi ógn af þessari umræðu. „Það er auðvitað einn hluti af viðbrögðunum við stórum breytingum í sögunni. Það er alltaf mótstaða.“ Vonar hún að næsta skref komi frá karlmönnum. „Ég myndi vilja að næsta skrefið væri að karlmenn kæmu saman og segðu „Þetta er hræðilegt, við getum gert betur en þetta, við viljum ekki að þessi menning viðgangist og við ætlum að taka ábyrgð á þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað.“ Þórdís og Tom hafa haldið TED-fyrirlestur saman en hann má horfa á í spilaranum hér að neðan. MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fyrirlestri Þórdísar og Tom mótmælt: „Mér finnst nauðgari vera að hagnast á nauðgun“ Mótmælendur mótmæltu fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem haldinn var í Royal Festival Hall í London í gær. 15. mars 2017 13:04 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
„Ég held að við munum tala um „fyrir“ og „eftir“ #meetoo herferðina,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í viðtali við USA Today. Þar segir hún að Weinstein málið hafi verið mikill snúningspunktur og að áhrifin vegna #metoo hafi verið gríðarleg. Í viðtalinu er einnig rætt við Tom Stranger, manninn sem nauðgaði Þórdísi Elvu þegar hún var 16 ára. Þau stigu fram saman fyrr á þessu ári og gáfu út bókina Handan fyrirgefningar. Tom segir að hann sé spenntur að sjá hvernig þessi umræða hafi á hegðun fólks í valdastöðu. „Ég vil sjá hvernig þetta verður úti á götu. Ég velti fyrir mér hvernig þetta verður fyrir konur og karla á vinnustöðum og gangandi á almannafæri.“ Líka skaðlegt körlum Aðspurð hvernig hægt sé að fá menn til að taka ábyrgð á ofbeldinu sem þeir fremja svaraði Þórdís: „Það er almennt þekkingarleysi á meðal manna um það hvernig karlamenningin sem stuðli að ofbeldi gegn konum, sé einnig skaðlegt fyrir karlana.“ Þórdís segir að mörgum karlmönnum séu kenndar þær lygar að það sé í lagi að vera ágengur við konur, grípa í þær og koma með kynferðislegar athugasemdir „Ef fleiri menn áttuðu sig á því að svona hegðun er skaðleg fyrir alla, karla eins og konur, tel ég að fleiri menn myndu sjá mikilvægi þess að taka ábyrgð til að uppræta hana.“ Þau virðast bæði sammála um að kannski sé Facebook ekki rétti staðurinn til þess að stíga fram og játa kynferðisofbeldi. „Ég myndi frekar vilja að menn einfaldlega breyttu hegðun sinni og reyndu að fá mennina í kringum sig til þess að gera það líka, að opna augun og átta sig á því hvernig þeir gætu verið hluti af vandamálinu.“ Tom segir að slíkar játningar snúist margar of mikið um gerandann og hans skömm. „Ég get tengt við þetta - þetta er hluti af minni sögu. Þegar ég talaði fyrst við Þórdísi einblíndi ég á mína skömm og hvað ég skammaðist mín fyrir mig í stað þess að skammast mín fyrir sársaukann sem ég olli Þordísi. Kannski er ekki besta leiðin að játa opinberlega.“ Karlarnir taki næsta skref Að mati Þórdísar Elvu hefur #metoo herferðin verið svona árangursmikil vegna þess að hún er frá sjónarhorni þolenda og styrki þá sem hafa þagað og borið skömmina. Hún segir að það gæti verið að fegurð og frægð þeirra sem sökuðu Weinstein um kynferðisofbeldi hafi átt þátt í því að málið vakti svo mikla athygli. Þórdís Elva á þó ekki von á því að breytingin sem hefur orðið í umræðunni gangi til baka, þrátt fyrir að margir upplifi að þeim standi ógn af þessari umræðu. „Það er auðvitað einn hluti af viðbrögðunum við stórum breytingum í sögunni. Það er alltaf mótstaða.“ Vonar hún að næsta skref komi frá karlmönnum. „Ég myndi vilja að næsta skrefið væri að karlmenn kæmu saman og segðu „Þetta er hræðilegt, við getum gert betur en þetta, við viljum ekki að þessi menning viðgangist og við ætlum að taka ábyrgð á þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað.“ Þórdís og Tom hafa haldið TED-fyrirlestur saman en hann má horfa á í spilaranum hér að neðan.
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fyrirlestri Þórdísar og Tom mótmælt: „Mér finnst nauðgari vera að hagnast á nauðgun“ Mótmælendur mótmæltu fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem haldinn var í Royal Festival Hall í London í gær. 15. mars 2017 13:04 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Fyrirlestri Þórdísar og Tom mótmælt: „Mér finnst nauðgari vera að hagnast á nauðgun“ Mótmælendur mótmæltu fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem haldinn var í Royal Festival Hall í London í gær. 15. mars 2017 13:04
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09