Sólrún Diego er svarti hestur jólabókavertíðarinnar Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2017 10:57 Sólrún er alfræðiorðabók um allt sem viðkemur rekstri heimilisins, ofboðslega vinsæl á netinu og bók hennar rýkur út. Stöð 2 Samfélagsmiðlastórstjarnan Sólrún Diego hefur skotið metsöluhöfundum fyrri ára, þeim Arnaldi og Yrsu, aftur fyrir sig og trónir nú á toppi bóksölulistans þessa vikuna. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut), Bryndís Loftsdóttir, segir að svo virðist sem Sólrún sé svarti hestur þessarar bókavertíðar, en það hugtak er notað yfir þá sem koma á óvart. „Já. Heima virðist ætla að verða forystugæðingur svartra hesta þessara bókavertíðar. Bókaþjóðin sem gefur allra þjóða mest út af bókum miðað við höfðatölu og fagnar degi bókarinnar alltaf í rúmlega viku getur varla látið einn svartan hest duga, eða verður það raunin? Þetta er dúndur vel gert hjá henni og spennandi að sjá hvaða áhrif útbreiðsla bókarinnar mun hafa á íslensk heimili á nýju ári,“ segir Bryndís.Vinsælasta bókin fjallar um þrif Sólrún Diego er með 25 þúsund fylgjendur á Snapchat og á Instagram eru tæplega 22 þúsund manns sem fylgjast með henni. Sólrún hefur gert sér mat úr þrifum og heimilishaldi. Sá maður sem hefði haldið því fram fyrir fimm árum að bók sem fjallaði um þrif yrði efst á bóksölulistum í fyrirsjáanlegri framtíð hefði líkast til verið talinn geggjaður. Það er ef sá hefur velkts um í menningar- og bókmenntalífinu eingöngu. En, þetta kemur hins vegar fáum á óvart sem fylgjast með á netinu og eru undir fertugu. Vinsældir Sólrúnar sem bókahöfundar eru tímanna tákn, hún er ofboðslega vinsæl á nýjum miðlum og er alfræðiorðabók um allskyns húsráð og rekstur heimilisins. Sjónvarpsstöðvarnar hljóta að fara að bítast um hana. Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður með meiru, gefur bókina út en hann hefur verið duglegur við að kynna bókina allstaðar þar sem því verður við komið. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Sólrúnu Diegó sem Stöð 2 tók.Bóksölulistarnir, sem Vísir birtir nú vikulega til jóla í samstarfi við Fibut, sýna ekki uppsafnaða sölu. Þessir listar eru sala tímabilsins 20. til 26. nóvember og byggir á upplýsingum frá bóksölum landsins, dagvöruverslunum og öðrum verslunum sem selja bækur. Þá er vert að hafa hugfast að þetta er skrykkjóttur tími í bóksölu, enn eru nýjar bækur að koma til landsins vegna vandræða við prentun. Og salan er aðeins brot af því sem hún verður síðustu dagana fyrir jól, þegar hún margfaldast.Arnaldur í þriðja sæti En, aftur að listunum. Það er glæpasagnadrottningin, Yrsa Sigurðardóttir sem situr í öðru sæti aðallistans og hljóta það að teljast nokkur tíðindi að Arnaldur Indriðason sitji í þriðja sæti þegar innan við mánuður er til jóla. Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson eiga mest seldu barnabækurnar líkt og í síðustu viku en Kristín Helga Gunnarsdóttir skýst á topp ungmennabókalistans með bókina Vertu ósýnilegur.Páll Valsson er kominn í efsta sæti ævisagnalistans með Minn tíma, sögu Jóhönnu Sigurðardóttur og þar svo Syndafall Mikaels Torfasonar og Þúsund kossar Jógu eftir Jón Gnarr í öðru og þriðja sæti.Skrykkjótt bóksala á þessum tíma „Nú er erfitt að segja hvort lesendur séu að kaupa bækur til gjafa eða eigin lesturs í nóvember,“ segir Bryndís. Það eru ekki margir svo forsjálir að kaupa jólagjafir mörgum vikum fyrir jól en þó virðist það færast í aukana enda margsannað að bestu tilboðin koma yfirleitt í byrjun jólabókavertíðarinnar. „Það er líka öruggara að vera snemma á ferðinni með bókainnkaupin í ár þar sem erfiðara verður fyrir útgefendur að láta endurprenta vinsælustu titlana rétt fyrir jól þar sem prentun hefur að miklu leiti færst úr landi,“ ráðleggur Bryndís, einn helsti sérfræðingur landsins um bóksölu. Þá segir hún að mikið sé verið að kaupa bækur í pakka til Íslendinga sem búa erlendis á þessum síðustu dögum nóvembermánaðar.TopplistinnHeima - Sólrún Diego Gatið - Yrsa Sigurðardóttir Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason Amma best - Gunnar Helgason Mistur - Ragnar Jónasson Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson Útkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson Minn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur - Páll Valsson Sönglögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson Vertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir Flóttinn hans afa - David Walliams Gagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak Jónsson 13 þrautir jólasveinanna: jólaskemmtanir - Huginn Þór Grétarsson Áfram líður tíminn - Marry Higgins Clark Jól með Láru - Birgitta Haukdal Smartís - Gerður Kristný Syndafallið - Mikael Torfason Þúsund kossar - Jóga - Jón Gnarr Íslensk skáldverkGatið - Yrsa Sigurðardóttir Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason Mistur - Ragnar Jónasson Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson Smartís - Gerður Kristný Aðventa - Gunnar Gunnarsson Skuggarnir - Stefán Máni Örninn og fálkinn - Valur Gunnarsson Blóðug jörð - Vilborg Davíðsdóttir Þýdd skáldverkÁfram líður tíminn (kilja) - Marry Higgins Clark Litla bókabúðin í hálöndunum - Jenny Colgan Sonurinn - Jo Nesbø Saga þernunnar - Margaret Atwood Afætur - Jussi Adler-Olsen Sögur frá Rússlandi - Ýmsir Áfram líður tíminn (innbundin) - Marry Higgins Clark Kanínufangarinn - Lars Kepler Nornin - Camilla Läckberg Þrjár mínútur - Roslund & Hellstöm Ljóð & leikritHeilaskurðaðgerðin - Dagur Hjartarson Gamanvísnabókin - Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman Hreistur - Bubbi Morthens Ljóðasafn - Gerður Kristný Kóngulær í sýningargluggum - Kristín Ómarsdóttir Bónus ljóð - Andri Snær Magnason Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar - Tómas Guðmundsson Fiskur af himni - Hallgrímur Helgason Íslensk öndvegisljóð - Páll Valsson tók saman Íslenskar úrvalsstökur - Guðmundur Andri Thorsson valdi Barnabækur - skáldverkAmma best - Gunnar Helgason Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson Sönglögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson Flóttinn hans afa - David Walliams Jól með Láru - Birgitta Haukdal Lára fer í sund - Birgitta Haukdal Jólakötturinn tekinn í gegn - Brian Pilkington Fólkið í blokkinni : Dýragarðurinn - Ólafur Haukur Símonarson Vögguvísurnar okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson Hvernig passa á ömmu - Jean Reagan Barnafræði- og handbækurGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak Jónsson 13 þrautir jólasveinanna: jólaskemmtanir - Huginn Þór Grétarsson Skafmyndalist - Kvöldsögur fyrir uppreisnagjarnar stelpur - Elena Favilli / Francesca Cavallo Góðar gátur - Guðjón Ingi Eiríksson Skrifum stafina - Dundað á jólunum - Settu saman mannslíkamann - Richard Walker Þegar ég verð stór - landsliðið - Gemma Cary Finndu hvolpinn í borginni - UngmennabækurVertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir Sölvasaga unglings - Arnar Már Arngrímsson Nei, nú ert'að spauga, Kolfinna - Hrönn Reynisdóttir Galdra Dísa - Gunnar Theodór Eggertsson Er ekki allt í lagi með þig? - Elísa Jóhannsdóttir Vetrarfrí - Hildur Knútsdóttir Vetrarhörkur - Hildur Knútsdóttir Vargöld - Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson Kopbarborgin - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Endalokin : Útverðirnir - Marta Hlín Magnadóttir / Birgitta Elín Hassell Fræði og almennt efni, að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókumHeima - Sólrún Diego Útkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson Gönguleiðir að Fjallabaki - Íris Marelsdóttir Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum - Guðjón Ingi Eiríksson Með lognið í fangið - Jón Steinar Gunnlaugsson Tíminn minn 2018 - Björg Þórhallsdóttir Hérasprettir - Baldur Grétarsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson Til orrustu frá Íslandi - Illugi Jökulsson 100 Vestfirskar gamansögur 1. bók - Hallgrímur Sveinsson tók saman Auðnustjarnan - Örn Sigurðsson ÆvisögurMinn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur - Páll Valsson Syndafallið - Mikael Torfason Þúsund kossar - Jóga - Jón Gnarr Rúna - Örlagasaga - Sigmundur Ernir Rúnarsson Claessen : saga fjármálamanns - Guðmundur Magnússon Með lífið að veði - Yeomne Park Allt kann sá er bíða kann - Silja Aðalsteinsdóttir Elly – ævisaga - Margrét Blöndal Alli Rúts - Helgi Sigurðsson Anna - eins og ég er - Guðríður Haraldsdóttir Matreiðslu- og handverksbækurPottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir Gulur, rauður grænn & salt - Berglind Guðmundsdóttir Jólaprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir Heklaðar tuskur - C. S. Rasmussen / S. Grangaard Prjónaðar tuskur - Helle Benedikte Neigaard Veisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir Grillréttir Hagkaups - Hrefna Rósa Sætran Matarást - Nanna Rögnvaldardóttir Stóra smákökubókin - Fanney Rut Elínardóttir Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta - Jón Yngvi Jóhannesson Bókmenntir Tengdar fréttir Helstu áhrifavaldar landsins í útgáfuteiti Sólrúnar Diego Sólrún Diego og Björn Bragi Arnarson stóðu fyrir útgáfuteiti á Hverfisbarnum í gærkvöldi og mættu helstu áhrifavaldar landsins á svæðið en tilefnið var nýútkomin bók Sólrúnar Heima. 22. nóvember 2017 10:30 Fyrsti bóksölulisti ársins: Arnaldur, Ragnar og Jón Kalman á toppnum Mikill meirihluti bóksölu á Íslandi fer fram í desember. Spennugstigið er hátt. 22. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Samfélagsmiðlastórstjarnan Sólrún Diego hefur skotið metsöluhöfundum fyrri ára, þeim Arnaldi og Yrsu, aftur fyrir sig og trónir nú á toppi bóksölulistans þessa vikuna. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut), Bryndís Loftsdóttir, segir að svo virðist sem Sólrún sé svarti hestur þessarar bókavertíðar, en það hugtak er notað yfir þá sem koma á óvart. „Já. Heima virðist ætla að verða forystugæðingur svartra hesta þessara bókavertíðar. Bókaþjóðin sem gefur allra þjóða mest út af bókum miðað við höfðatölu og fagnar degi bókarinnar alltaf í rúmlega viku getur varla látið einn svartan hest duga, eða verður það raunin? Þetta er dúndur vel gert hjá henni og spennandi að sjá hvaða áhrif útbreiðsla bókarinnar mun hafa á íslensk heimili á nýju ári,“ segir Bryndís.Vinsælasta bókin fjallar um þrif Sólrún Diego er með 25 þúsund fylgjendur á Snapchat og á Instagram eru tæplega 22 þúsund manns sem fylgjast með henni. Sólrún hefur gert sér mat úr þrifum og heimilishaldi. Sá maður sem hefði haldið því fram fyrir fimm árum að bók sem fjallaði um þrif yrði efst á bóksölulistum í fyrirsjáanlegri framtíð hefði líkast til verið talinn geggjaður. Það er ef sá hefur velkts um í menningar- og bókmenntalífinu eingöngu. En, þetta kemur hins vegar fáum á óvart sem fylgjast með á netinu og eru undir fertugu. Vinsældir Sólrúnar sem bókahöfundar eru tímanna tákn, hún er ofboðslega vinsæl á nýjum miðlum og er alfræðiorðabók um allskyns húsráð og rekstur heimilisins. Sjónvarpsstöðvarnar hljóta að fara að bítast um hana. Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður með meiru, gefur bókina út en hann hefur verið duglegur við að kynna bókina allstaðar þar sem því verður við komið. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Sólrúnu Diegó sem Stöð 2 tók.Bóksölulistarnir, sem Vísir birtir nú vikulega til jóla í samstarfi við Fibut, sýna ekki uppsafnaða sölu. Þessir listar eru sala tímabilsins 20. til 26. nóvember og byggir á upplýsingum frá bóksölum landsins, dagvöruverslunum og öðrum verslunum sem selja bækur. Þá er vert að hafa hugfast að þetta er skrykkjóttur tími í bóksölu, enn eru nýjar bækur að koma til landsins vegna vandræða við prentun. Og salan er aðeins brot af því sem hún verður síðustu dagana fyrir jól, þegar hún margfaldast.Arnaldur í þriðja sæti En, aftur að listunum. Það er glæpasagnadrottningin, Yrsa Sigurðardóttir sem situr í öðru sæti aðallistans og hljóta það að teljast nokkur tíðindi að Arnaldur Indriðason sitji í þriðja sæti þegar innan við mánuður er til jóla. Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson eiga mest seldu barnabækurnar líkt og í síðustu viku en Kristín Helga Gunnarsdóttir skýst á topp ungmennabókalistans með bókina Vertu ósýnilegur.Páll Valsson er kominn í efsta sæti ævisagnalistans með Minn tíma, sögu Jóhönnu Sigurðardóttur og þar svo Syndafall Mikaels Torfasonar og Þúsund kossar Jógu eftir Jón Gnarr í öðru og þriðja sæti.Skrykkjótt bóksala á þessum tíma „Nú er erfitt að segja hvort lesendur séu að kaupa bækur til gjafa eða eigin lesturs í nóvember,“ segir Bryndís. Það eru ekki margir svo forsjálir að kaupa jólagjafir mörgum vikum fyrir jól en þó virðist það færast í aukana enda margsannað að bestu tilboðin koma yfirleitt í byrjun jólabókavertíðarinnar. „Það er líka öruggara að vera snemma á ferðinni með bókainnkaupin í ár þar sem erfiðara verður fyrir útgefendur að láta endurprenta vinsælustu titlana rétt fyrir jól þar sem prentun hefur að miklu leiti færst úr landi,“ ráðleggur Bryndís, einn helsti sérfræðingur landsins um bóksölu. Þá segir hún að mikið sé verið að kaupa bækur í pakka til Íslendinga sem búa erlendis á þessum síðustu dögum nóvembermánaðar.TopplistinnHeima - Sólrún Diego Gatið - Yrsa Sigurðardóttir Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason Amma best - Gunnar Helgason Mistur - Ragnar Jónasson Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson Útkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson Minn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur - Páll Valsson Sönglögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson Vertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir Flóttinn hans afa - David Walliams Gagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak Jónsson 13 þrautir jólasveinanna: jólaskemmtanir - Huginn Þór Grétarsson Áfram líður tíminn - Marry Higgins Clark Jól með Láru - Birgitta Haukdal Smartís - Gerður Kristný Syndafallið - Mikael Torfason Þúsund kossar - Jóga - Jón Gnarr Íslensk skáldverkGatið - Yrsa Sigurðardóttir Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason Mistur - Ragnar Jónasson Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson Smartís - Gerður Kristný Aðventa - Gunnar Gunnarsson Skuggarnir - Stefán Máni Örninn og fálkinn - Valur Gunnarsson Blóðug jörð - Vilborg Davíðsdóttir Þýdd skáldverkÁfram líður tíminn (kilja) - Marry Higgins Clark Litla bókabúðin í hálöndunum - Jenny Colgan Sonurinn - Jo Nesbø Saga þernunnar - Margaret Atwood Afætur - Jussi Adler-Olsen Sögur frá Rússlandi - Ýmsir Áfram líður tíminn (innbundin) - Marry Higgins Clark Kanínufangarinn - Lars Kepler Nornin - Camilla Läckberg Þrjár mínútur - Roslund & Hellstöm Ljóð & leikritHeilaskurðaðgerðin - Dagur Hjartarson Gamanvísnabókin - Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman Hreistur - Bubbi Morthens Ljóðasafn - Gerður Kristný Kóngulær í sýningargluggum - Kristín Ómarsdóttir Bónus ljóð - Andri Snær Magnason Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar - Tómas Guðmundsson Fiskur af himni - Hallgrímur Helgason Íslensk öndvegisljóð - Páll Valsson tók saman Íslenskar úrvalsstökur - Guðmundur Andri Thorsson valdi Barnabækur - skáldverkAmma best - Gunnar Helgason Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson Sönglögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson Flóttinn hans afa - David Walliams Jól með Láru - Birgitta Haukdal Lára fer í sund - Birgitta Haukdal Jólakötturinn tekinn í gegn - Brian Pilkington Fólkið í blokkinni : Dýragarðurinn - Ólafur Haukur Símonarson Vögguvísurnar okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson Hvernig passa á ömmu - Jean Reagan Barnafræði- og handbækurGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak Jónsson 13 þrautir jólasveinanna: jólaskemmtanir - Huginn Þór Grétarsson Skafmyndalist - Kvöldsögur fyrir uppreisnagjarnar stelpur - Elena Favilli / Francesca Cavallo Góðar gátur - Guðjón Ingi Eiríksson Skrifum stafina - Dundað á jólunum - Settu saman mannslíkamann - Richard Walker Þegar ég verð stór - landsliðið - Gemma Cary Finndu hvolpinn í borginni - UngmennabækurVertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir Sölvasaga unglings - Arnar Már Arngrímsson Nei, nú ert'að spauga, Kolfinna - Hrönn Reynisdóttir Galdra Dísa - Gunnar Theodór Eggertsson Er ekki allt í lagi með þig? - Elísa Jóhannsdóttir Vetrarfrí - Hildur Knútsdóttir Vetrarhörkur - Hildur Knútsdóttir Vargöld - Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson Kopbarborgin - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Endalokin : Útverðirnir - Marta Hlín Magnadóttir / Birgitta Elín Hassell Fræði og almennt efni, að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókumHeima - Sólrún Diego Útkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson Gönguleiðir að Fjallabaki - Íris Marelsdóttir Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum - Guðjón Ingi Eiríksson Með lognið í fangið - Jón Steinar Gunnlaugsson Tíminn minn 2018 - Björg Þórhallsdóttir Hérasprettir - Baldur Grétarsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson Til orrustu frá Íslandi - Illugi Jökulsson 100 Vestfirskar gamansögur 1. bók - Hallgrímur Sveinsson tók saman Auðnustjarnan - Örn Sigurðsson ÆvisögurMinn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur - Páll Valsson Syndafallið - Mikael Torfason Þúsund kossar - Jóga - Jón Gnarr Rúna - Örlagasaga - Sigmundur Ernir Rúnarsson Claessen : saga fjármálamanns - Guðmundur Magnússon Með lífið að veði - Yeomne Park Allt kann sá er bíða kann - Silja Aðalsteinsdóttir Elly – ævisaga - Margrét Blöndal Alli Rúts - Helgi Sigurðsson Anna - eins og ég er - Guðríður Haraldsdóttir Matreiðslu- og handverksbækurPottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir Gulur, rauður grænn & salt - Berglind Guðmundsdóttir Jólaprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir Heklaðar tuskur - C. S. Rasmussen / S. Grangaard Prjónaðar tuskur - Helle Benedikte Neigaard Veisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir Grillréttir Hagkaups - Hrefna Rósa Sætran Matarást - Nanna Rögnvaldardóttir Stóra smákökubókin - Fanney Rut Elínardóttir Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta - Jón Yngvi Jóhannesson
Bókmenntir Tengdar fréttir Helstu áhrifavaldar landsins í útgáfuteiti Sólrúnar Diego Sólrún Diego og Björn Bragi Arnarson stóðu fyrir útgáfuteiti á Hverfisbarnum í gærkvöldi og mættu helstu áhrifavaldar landsins á svæðið en tilefnið var nýútkomin bók Sólrúnar Heima. 22. nóvember 2017 10:30 Fyrsti bóksölulisti ársins: Arnaldur, Ragnar og Jón Kalman á toppnum Mikill meirihluti bóksölu á Íslandi fer fram í desember. Spennugstigið er hátt. 22. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Helstu áhrifavaldar landsins í útgáfuteiti Sólrúnar Diego Sólrún Diego og Björn Bragi Arnarson stóðu fyrir útgáfuteiti á Hverfisbarnum í gærkvöldi og mættu helstu áhrifavaldar landsins á svæðið en tilefnið var nýútkomin bók Sólrúnar Heima. 22. nóvember 2017 10:30
Fyrsti bóksölulisti ársins: Arnaldur, Ragnar og Jón Kalman á toppnum Mikill meirihluti bóksölu á Íslandi fer fram í desember. Spennugstigið er hátt. 22. nóvember 2017 11:30