Einkunnir jafnari á samræmdu prófunum en áður var reyndin Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Margt er ánægjulegt í samræmdu prófunum að mati sviðsstjóra matssviðs hjá Menntamálastofnun. vísir/pjetur „Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig niðurstöður sýna jafnari mun milli kjördæma. Það höfum við ekki séð í eldri bekkjum,“ segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun. Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla sem fram fóru í september hafa verið birtar.Sverrir ÓskarssonSverrir bendir á að nemendur í Norðausturkjördæmi standi sig best í íslensku í 4. bekk en nemendur í Suðurkjördæmi standa sig best í stærðfræði. Í 7. bekk standa nemendur í Suðvesturkjördæmi sig best í íslensku en nemendur í Reykjavík standa sig best í stærðfræði. „Það er svolítið merkilegt hvað þetta dreifist jafnar en áður. Það virðist vera góður framgangur hjá mörgum, þannig séð. Enn fremur er ánægjulegt að sjá hversu mikið Norðausturkjördæmi er að bæta sig, sýna flottar framfarir bæði í 4. og 7. bekk,“ segir Sverrir. Sé rýnt í niðurstöðurnar sést að nemendur í Fellaskóla voru með lökustu frammistöðuna í íslensku, bæði í 4. og 7. bekk. Hins vegar er frammistaða nemenda í Varmahlíðarskóla lökust af öllum nemendum í 4. bekk á landinu. En í 7. bekk voru nemendur Klébergsskóla lakastir í stærðfræði. Menntamálastofnun undirstrikar að mikilvægt sé að fara varlega í að túlka niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga þar sem stærð skóla, þátttökuhlutfall nemenda, fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál og annar breytileiki geti haft áhrif á niðurstöður. Sverrir fagnar því að skólar, sem eru með hátt hlutfall nemenda með íslensku sem annað tungumál, standi sig vel og séu duglegir að taka þátt. Hann bendir á skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum sem dæmi. „Þeir eru með toppþátttöku og eru að standa sig þannig vel. Ég er svo glaður þegar ég sé að á Vestfjörðum er 92-93 prósent þátttaka. Það segir mér að þetta sé metnaðarfullt skólastarf,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris leggur Menntamálastofnun mikla áherslu á það við skólastjórnendur að prófin séu notuð með nemendum, foreldrum og kennurum til að veita endurgjöf og breyta kennsluáherslum ef þess er þörf. „Noti þetta sem tól í stefnumótun til hliðar við annað námsmat og aðrar áherslur í kennslu.“ Þá segir Sverrir að fyrirlagning prófanna hafi gengið vel að þessu sinni og yfir 90 prósent skólastjóra segja að vel hafi tekist til í könnun sem var gerð. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig niðurstöður sýna jafnari mun milli kjördæma. Það höfum við ekki séð í eldri bekkjum,“ segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun. Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla sem fram fóru í september hafa verið birtar.Sverrir ÓskarssonSverrir bendir á að nemendur í Norðausturkjördæmi standi sig best í íslensku í 4. bekk en nemendur í Suðurkjördæmi standa sig best í stærðfræði. Í 7. bekk standa nemendur í Suðvesturkjördæmi sig best í íslensku en nemendur í Reykjavík standa sig best í stærðfræði. „Það er svolítið merkilegt hvað þetta dreifist jafnar en áður. Það virðist vera góður framgangur hjá mörgum, þannig séð. Enn fremur er ánægjulegt að sjá hversu mikið Norðausturkjördæmi er að bæta sig, sýna flottar framfarir bæði í 4. og 7. bekk,“ segir Sverrir. Sé rýnt í niðurstöðurnar sést að nemendur í Fellaskóla voru með lökustu frammistöðuna í íslensku, bæði í 4. og 7. bekk. Hins vegar er frammistaða nemenda í Varmahlíðarskóla lökust af öllum nemendum í 4. bekk á landinu. En í 7. bekk voru nemendur Klébergsskóla lakastir í stærðfræði. Menntamálastofnun undirstrikar að mikilvægt sé að fara varlega í að túlka niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga þar sem stærð skóla, þátttökuhlutfall nemenda, fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál og annar breytileiki geti haft áhrif á niðurstöður. Sverrir fagnar því að skólar, sem eru með hátt hlutfall nemenda með íslensku sem annað tungumál, standi sig vel og séu duglegir að taka þátt. Hann bendir á skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum sem dæmi. „Þeir eru með toppþátttöku og eru að standa sig þannig vel. Ég er svo glaður þegar ég sé að á Vestfjörðum er 92-93 prósent þátttaka. Það segir mér að þetta sé metnaðarfullt skólastarf,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris leggur Menntamálastofnun mikla áherslu á það við skólastjórnendur að prófin séu notuð með nemendum, foreldrum og kennurum til að veita endurgjöf og breyta kennsluáherslum ef þess er þörf. „Noti þetta sem tól í stefnumótun til hliðar við annað námsmat og aðrar áherslur í kennslu.“ Þá segir Sverrir að fyrirlagning prófanna hafi gengið vel að þessu sinni og yfir 90 prósent skólastjóra segja að vel hafi tekist til í könnun sem var gerð.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira