Barnaskírn Bjarni Karlsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Ef þú vilt vita hver þú raunverulega ert skaltu horfa á sjálfa(n) þig í gegnum augu barnanna sem eiga öryggi sitt undir þér komið. Ég held að þetta sé kjarninn í siðaboðskap Jesú frá Nasaret. Þegar fólk velur að skíra barn að kristnum sið þá er það í raun að segja við óvitann: „Við vitum ekki ennþá hver þú ert en við lofum að elska þig eins og þú ert á hverjum tíma og ætlum að reyna að lifa þannig að það sé gott að vera þú.“ Barn tilheyrir ekki bara fjölskyldu sinni heldur er það partur af þjóðfélagi. Þess vegna er skírn opinber athöfn og opinber þjónn er fenginn til að annast hana og ávarpa persónuna með fullu nafni til að segja henni góðu fréttina: „Þú ert og verður alltaf nóg!“ Eini aðilinn sem engu lofar er barnið en fjölskyldan, samfélagið og æðri máttur heita barninu ást og frelsi. Hvort barnið er skráð í eitthvert trúfélag eða ekki er fullkomið aukaatriði í þessu samhengi. Meistarinn frá Nasaret fullyrti að hvert einasta barn ætti sér engil. Í mínum huga merkir það að þegar ég horfi í augun á barni þá sé guð að horfa í augun á mér. Þannig að þegar ég mæti augnaráði barns horfist ég í augu við dómara minn. Einu sérfræðingarnir í mér og þér eru börnin í lífi okkar. Þau vita hvaða mann við höfum að geyma. Með því að skíra óvita erum við að viðurkenna að nýr dómari sé kominn til starfa. „Ef okkur tekst að lifa þannig að það sé gott að vera þú, þá höfum við kannski gert eitthvað rétt,“ erum við að segja við skírnarbarnið. Barnið þarfnast ekki skírnar og er ekki betra eða verra hvort heldur það fær skírn, nafnaveislu, veraldlega nafngjöf, eða hvað annað. Barnaskírn er hins vegar grjótharður siður sem aldrei má týnast sem lifandi valkostur. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Ef þú vilt vita hver þú raunverulega ert skaltu horfa á sjálfa(n) þig í gegnum augu barnanna sem eiga öryggi sitt undir þér komið. Ég held að þetta sé kjarninn í siðaboðskap Jesú frá Nasaret. Þegar fólk velur að skíra barn að kristnum sið þá er það í raun að segja við óvitann: „Við vitum ekki ennþá hver þú ert en við lofum að elska þig eins og þú ert á hverjum tíma og ætlum að reyna að lifa þannig að það sé gott að vera þú.“ Barn tilheyrir ekki bara fjölskyldu sinni heldur er það partur af þjóðfélagi. Þess vegna er skírn opinber athöfn og opinber þjónn er fenginn til að annast hana og ávarpa persónuna með fullu nafni til að segja henni góðu fréttina: „Þú ert og verður alltaf nóg!“ Eini aðilinn sem engu lofar er barnið en fjölskyldan, samfélagið og æðri máttur heita barninu ást og frelsi. Hvort barnið er skráð í eitthvert trúfélag eða ekki er fullkomið aukaatriði í þessu samhengi. Meistarinn frá Nasaret fullyrti að hvert einasta barn ætti sér engil. Í mínum huga merkir það að þegar ég horfi í augun á barni þá sé guð að horfa í augun á mér. Þannig að þegar ég mæti augnaráði barns horfist ég í augu við dómara minn. Einu sérfræðingarnir í mér og þér eru börnin í lífi okkar. Þau vita hvaða mann við höfum að geyma. Með því að skíra óvita erum við að viðurkenna að nýr dómari sé kominn til starfa. „Ef okkur tekst að lifa þannig að það sé gott að vera þú, þá höfum við kannski gert eitthvað rétt,“ erum við að segja við skírnarbarnið. Barnið þarfnast ekki skírnar og er ekki betra eða verra hvort heldur það fær skírn, nafnaveislu, veraldlega nafngjöf, eða hvað annað. Barnaskírn er hins vegar grjótharður siður sem aldrei má týnast sem lifandi valkostur. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun