Davíð Smári ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2017 12:30 Árásin sem Davíð Smári er ákærður fyrir átti sér stað fyrir tveimur árum við Kjarvalsstaði. Vísir/GVA Davíð Smári Lamude, áður Davíð Smári Helenarson, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember 2015. Árásin átti sér stað á Flókagötu nærri Kjarvalstöðum í Reykjavík en Davíð er sakaður um að hafa ráðist að manni á fertugsaldri með því að slá hann með hækju í höfuð og vinstri hönd. Segir í ákærunni að maðurinn hafi hlotið þriggja sentimetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur snemma í desember. Davíð hefur ekki hlotið dóm undanfarin sex ár og neitar sök í málinu. Hann segist hafa fylgt lögum og reglum. Færsla Davíðs frá því í gær. Fann þjóf undir tré við Klambratún Davíð Smári segir frá því á Facebook að hann hafi komið að manninum að brjótast inn í bíl sinn. Hann sjálfur hafi verið nýkominn úr aðgerð vegna krossbandaslita og ekki náð manninum sem hljóp í burtu með dót úr bíl Davíðs. Davíð hafi svo komið að manninum undir tré við Klambratún, klæddur í föt af Davíð sem hafi hringt í lögreglu. Komið hafi til átaka þar sem Davíð hafi varið sig með hækju sinni. Hann hafi fylgt öllum lögum og reglum. Davíð Smári, sem var á sínum tíma þekktur sem Dabbi Grensás, hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina en ekki síðan árið 2011. Hann segist hafa gert upp sína fortíð og unnið í sínum málum. Þá var hann sakaður um fleiri líkamsárásir á sínum tíma sem fóru ekki fyrir dóm. Í fjölmiðlum var fjallað um að Davíð hefði ráðist á knattspyrnumanninn Hannes Þ. Sigurðsson og leikarann Sverri Þór Sverrisson, Sveppa. Málin fóru þó ekki fyrir dómstóla þar sem Davíð bað þá persónulega afsökunar á árásunum. Tengdar fréttir Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33 Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48 Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01 Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Davíð Smári Lamude, áður Davíð Smári Helenarson, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember 2015. Árásin átti sér stað á Flókagötu nærri Kjarvalstöðum í Reykjavík en Davíð er sakaður um að hafa ráðist að manni á fertugsaldri með því að slá hann með hækju í höfuð og vinstri hönd. Segir í ákærunni að maðurinn hafi hlotið þriggja sentimetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur snemma í desember. Davíð hefur ekki hlotið dóm undanfarin sex ár og neitar sök í málinu. Hann segist hafa fylgt lögum og reglum. Færsla Davíðs frá því í gær. Fann þjóf undir tré við Klambratún Davíð Smári segir frá því á Facebook að hann hafi komið að manninum að brjótast inn í bíl sinn. Hann sjálfur hafi verið nýkominn úr aðgerð vegna krossbandaslita og ekki náð manninum sem hljóp í burtu með dót úr bíl Davíðs. Davíð hafi svo komið að manninum undir tré við Klambratún, klæddur í föt af Davíð sem hafi hringt í lögreglu. Komið hafi til átaka þar sem Davíð hafi varið sig með hækju sinni. Hann hafi fylgt öllum lögum og reglum. Davíð Smári, sem var á sínum tíma þekktur sem Dabbi Grensás, hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina en ekki síðan árið 2011. Hann segist hafa gert upp sína fortíð og unnið í sínum málum. Þá var hann sakaður um fleiri líkamsárásir á sínum tíma sem fóru ekki fyrir dóm. Í fjölmiðlum var fjallað um að Davíð hefði ráðist á knattspyrnumanninn Hannes Þ. Sigurðsson og leikarann Sverri Þór Sverrisson, Sveppa. Málin fóru þó ekki fyrir dómstóla þar sem Davíð bað þá persónulega afsökunar á árásunum.
Tengdar fréttir Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33 Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48 Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01 Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08
Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33
Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48
Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01
Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29