Vettel og Hamilton fljótastir á föstudegi í Abú Dabí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. nóvember 2017 19:00 Sebastian Vettel í ferð undir ljósunum í Abú Dabí. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Abú Dabí kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes, sem er orðinn heimsmeistari í ár var fljótastur á seinni æfingu dagsins.Fyrri æfingin Hamilton varð annar á æfingunni, einungis 0,120 sekúndum á eftir Vettel. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji og Kimi Raikkonen á Ferrari var fjórði. Romain Grosjean á Haas sneri bíl sínum í beygju 19. Hann straukst utan í varnarvegg en slapp með skrekkinn. Nico Hulkenberg og Antonio Giovinazzi náðu báðir að snúa bíl sínum á æfingunni.Lewis Hamilton á brautinni í Abú Dabí.Vísir/GettySeinni æfingin Hamilton var 0,149 sekúndum fljótari en Vettel á seinni æfingunni. Daniel Ricciardo á Red Bull var þriðji með um það bil sama mun í Vettel og varð á milli Hamilton og Vettel. Rafmagnsvandamál gerði vart við sig í Haas bíl Grosjean. Hann náði einungis að aka 12 hringi á æfingunni. Hann ók skemmst allra á æfingunni en sá sem lengst fór náði 43 hringjum. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá keppnninni, sem er sú síðasta á tímabilinu hefst klukkan 12:30 á sunnudag, á Stöð 2 Sport 2. Formúla Tengdar fréttir Toro Rosso heldur Pierre Gasly og Brendon Hartley á næsta ári Toro Rosso liðið í Formúlu 1 tilkynnti fyrir skemmstu að Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. 17. nóvember 2017 18:30 Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1. 22. nóvember 2017 20:00 Williams þvertekur fyrir að búið sé að ráða Kubica Williams Formúlu 1 liðið þvertekur fyrir að búið sé að ráða pólska ökumanninn Robert Kubica til að aka fyrir liðið á næsta ári. 21. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Abú Dabí kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes, sem er orðinn heimsmeistari í ár var fljótastur á seinni æfingu dagsins.Fyrri æfingin Hamilton varð annar á æfingunni, einungis 0,120 sekúndum á eftir Vettel. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji og Kimi Raikkonen á Ferrari var fjórði. Romain Grosjean á Haas sneri bíl sínum í beygju 19. Hann straukst utan í varnarvegg en slapp með skrekkinn. Nico Hulkenberg og Antonio Giovinazzi náðu báðir að snúa bíl sínum á æfingunni.Lewis Hamilton á brautinni í Abú Dabí.Vísir/GettySeinni æfingin Hamilton var 0,149 sekúndum fljótari en Vettel á seinni æfingunni. Daniel Ricciardo á Red Bull var þriðji með um það bil sama mun í Vettel og varð á milli Hamilton og Vettel. Rafmagnsvandamál gerði vart við sig í Haas bíl Grosjean. Hann náði einungis að aka 12 hringi á æfingunni. Hann ók skemmst allra á æfingunni en sá sem lengst fór náði 43 hringjum. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá keppnninni, sem er sú síðasta á tímabilinu hefst klukkan 12:30 á sunnudag, á Stöð 2 Sport 2.
Formúla Tengdar fréttir Toro Rosso heldur Pierre Gasly og Brendon Hartley á næsta ári Toro Rosso liðið í Formúlu 1 tilkynnti fyrir skemmstu að Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. 17. nóvember 2017 18:30 Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1. 22. nóvember 2017 20:00 Williams þvertekur fyrir að búið sé að ráða Kubica Williams Formúlu 1 liðið þvertekur fyrir að búið sé að ráða pólska ökumanninn Robert Kubica til að aka fyrir liðið á næsta ári. 21. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Toro Rosso heldur Pierre Gasly og Brendon Hartley á næsta ári Toro Rosso liðið í Formúlu 1 tilkynnti fyrir skemmstu að Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. 17. nóvember 2017 18:30
Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1. 22. nóvember 2017 20:00
Williams þvertekur fyrir að búið sé að ráða Kubica Williams Formúlu 1 liðið þvertekur fyrir að búið sé að ráða pólska ökumanninn Robert Kubica til að aka fyrir liðið á næsta ári. 21. nóvember 2017 23:00