Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Róhingjabarn að leik í Kutupalong-flóttamannabúðunum í Bangladess. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Bangladess og Mjanmar komust í gær að samkomulagi um að fyrrnefnda ríkið muni senda hundruð þúsunda flóttamanna af þjóðflokki Róhingja aftur heim til þess síðarnefnda. „Samkvæmt samkomulaginu munu þeir verða sendir heim innan tveggja mánaða,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórn Bangladess en enn er verið að ræða ýmis smáatriði samkomulagsins. Alls hafa rúmlega 600.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá Rakhine-héraði Mjanmar frá því í ágúst. Þá hófust harðar aðgerðir hers Mjanmar gegn þjóðflokknum eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á herstöð. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa sakað herinn um að standa að þjóðernishreinsunum og lýsti mannréttindastjóri SÞ því yfir að herinn tæki Róhingja af lífi án dóms og laga og brenndi heimili þeirra. Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladess, sagði við undirritun samkomulagsins í gær að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt að því að leysa vandamálið. Mjanmarski erindrekinn Myint Kyaing sagði yfirvöld þar í landi tilbúin til þess að taka á móti flóttamönnunum þegar í stað. Óljóst er hins vegar hvernig móttökunni verður háttað og eru margir Róhingjar sagðir dauðhræddir við að snúa aftur heim. Í samtali við Reuters sögðu allmargir flóttamenn í Kutupalong-búðunum í Bangladess að tryggja yrði ríkisborgararétt flóttamannanna sem og að þeir fengju aftur þau lönd sem herinn hefur tekið. Krafan um ríkisborgararétt er ekki ný af nálinni. Ýmis mannréttindabaráttusamtök hafa greint frá því að yfirvöld í Mjanmar líti svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur, jafnvel þótt þeir og forfeður þeirra hafi fæðst innan landamæranna. Því hafa Róhingjar almennt ekki fengið ríkisborgararétt. „Við getum snúið aftur ef þeir hætta að áreita okkur og ef við fáum að lifa óáreitt eins og búddistarnir og hinir minnihlutahóparnir,“ sagði flóttamaðurinn Sayed Hussein við Reuters. Vert er að taka fram að Róhingjar eru allflestir múslimar en búddistar eru í meirihluta í Mjanmar. „Ég treysti ekki ríkisstjórn Mjanmar. Eiginmaður minn hefur nú þegar flúið þrisvar og þetta er í annað skipti sem ég þarf að flýja land. Ríkisstjórnin hagar sér alltaf svona,“ sagði annar flóttamaður, Narusha. Bæði ríki finna fyrir þrýstingi á að samkomulagið sé gert og Róhingjarnir komi aftur til Mjanmar. BBC greinir frá því að ríkisstjórn Bangladess vilji sýna íbúum landsins að Róhingjar séu ekki varanlega sestir að í landinu á meðan yfirvöld í Mjanmar, einkum þjóðarleiðtoginn og friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, vilja bregðast við ákalli alþjóðasamfélagsins um að leysa úr þessari krísu. Flóttamannastofnun SÞ brást við tíðindunum með því að segjast vona að samkomulagið „virði réttindi flóttamannanna til þess að snúa örugg og sjálfviljug aftur til Mjanmar“. Talsmaður stofnunarinnar sagði jafnframt að stofnunin væri tilbúin til þess að aðstoða ríkin tvö í þessu ferli. Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International gagnrýndu yfirvöld í Mjanmar harðlega í gær. Sagðist talsmaður Amnesty efast um að til stæði að tryggja öryggi Róhingja í Mjanmar þar sem „aðskilnaðarstefna væri enn við lýði“. „Það er algjörlega ótímabært að tala um þessa heimkomu á meðan hundruð Róhingja flýja enn ofsóknir yfirvalda í Mjanmar á næstum því hverjum degi. Við höfum jafnframt áhyggjur af því að samráð hafi ekki verið haft við SÞ í þessu ferli,“ sagði talsmaðurinn. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Stjórnvöld í Bangladess og Mjanmar komust í gær að samkomulagi um að fyrrnefnda ríkið muni senda hundruð þúsunda flóttamanna af þjóðflokki Róhingja aftur heim til þess síðarnefnda. „Samkvæmt samkomulaginu munu þeir verða sendir heim innan tveggja mánaða,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórn Bangladess en enn er verið að ræða ýmis smáatriði samkomulagsins. Alls hafa rúmlega 600.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá Rakhine-héraði Mjanmar frá því í ágúst. Þá hófust harðar aðgerðir hers Mjanmar gegn þjóðflokknum eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á herstöð. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa sakað herinn um að standa að þjóðernishreinsunum og lýsti mannréttindastjóri SÞ því yfir að herinn tæki Róhingja af lífi án dóms og laga og brenndi heimili þeirra. Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladess, sagði við undirritun samkomulagsins í gær að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt að því að leysa vandamálið. Mjanmarski erindrekinn Myint Kyaing sagði yfirvöld þar í landi tilbúin til þess að taka á móti flóttamönnunum þegar í stað. Óljóst er hins vegar hvernig móttökunni verður háttað og eru margir Róhingjar sagðir dauðhræddir við að snúa aftur heim. Í samtali við Reuters sögðu allmargir flóttamenn í Kutupalong-búðunum í Bangladess að tryggja yrði ríkisborgararétt flóttamannanna sem og að þeir fengju aftur þau lönd sem herinn hefur tekið. Krafan um ríkisborgararétt er ekki ný af nálinni. Ýmis mannréttindabaráttusamtök hafa greint frá því að yfirvöld í Mjanmar líti svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur, jafnvel þótt þeir og forfeður þeirra hafi fæðst innan landamæranna. Því hafa Róhingjar almennt ekki fengið ríkisborgararétt. „Við getum snúið aftur ef þeir hætta að áreita okkur og ef við fáum að lifa óáreitt eins og búddistarnir og hinir minnihlutahóparnir,“ sagði flóttamaðurinn Sayed Hussein við Reuters. Vert er að taka fram að Róhingjar eru allflestir múslimar en búddistar eru í meirihluta í Mjanmar. „Ég treysti ekki ríkisstjórn Mjanmar. Eiginmaður minn hefur nú þegar flúið þrisvar og þetta er í annað skipti sem ég þarf að flýja land. Ríkisstjórnin hagar sér alltaf svona,“ sagði annar flóttamaður, Narusha. Bæði ríki finna fyrir þrýstingi á að samkomulagið sé gert og Róhingjarnir komi aftur til Mjanmar. BBC greinir frá því að ríkisstjórn Bangladess vilji sýna íbúum landsins að Róhingjar séu ekki varanlega sestir að í landinu á meðan yfirvöld í Mjanmar, einkum þjóðarleiðtoginn og friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, vilja bregðast við ákalli alþjóðasamfélagsins um að leysa úr þessari krísu. Flóttamannastofnun SÞ brást við tíðindunum með því að segjast vona að samkomulagið „virði réttindi flóttamannanna til þess að snúa örugg og sjálfviljug aftur til Mjanmar“. Talsmaður stofnunarinnar sagði jafnframt að stofnunin væri tilbúin til þess að aðstoða ríkin tvö í þessu ferli. Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International gagnrýndu yfirvöld í Mjanmar harðlega í gær. Sagðist talsmaður Amnesty efast um að til stæði að tryggja öryggi Róhingja í Mjanmar þar sem „aðskilnaðarstefna væri enn við lýði“. „Það er algjörlega ótímabært að tala um þessa heimkomu á meðan hundruð Róhingja flýja enn ofsóknir yfirvalda í Mjanmar á næstum því hverjum degi. Við höfum jafnframt áhyggjur af því að samráð hafi ekki verið haft við SÞ í þessu ferli,“ sagði talsmaðurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira