Fyrirskipar endurskoðun á bakgrunnskerfi byssukaupa 23. nóvember 2017 15:45 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað endurskoðun á kerfinu sem notað er til að gera bakgrunnskannanir vegna byssukaupa Bandaríkjamanna. Það gerði hann vegna þess að Devin Kelley, sem myrti 26 manns í kirkju í Texas í byrjun mánaðarins, gat keypt byssur þrátt fyrir að vera á sakaskrá fyrir heimilisofbeldi. Ekki liggur fyrir að hann hafi notað þær byssur í fjöldamorðinu. Í tilkynningu frá Sessions, sem sagt er frá á vef Reuters, segir ráðherrann að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og Skrifstofa áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna (ATF) myndu gera ítarlega skýrslu um kerfið sem notað er til bakgrunnskannana. Starfsmenn stofnanna myndu svo leggja til hvernig hægt væri að tryggja að þeir sem megi ekki kaupa byssur geti ekki gert það.Vísir/GraphicNewsKelley starfaði áður hjá flugher Bandaríkjanna og var hann dæmdur í herrétti fyrir að ráðast á konu sína og stjúpson. Samkvæmt lögum er þeim sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi meinað að kaupa skotvopn. Flugherinn gerði hins vegar mistök og kom dómi Kelley ekki inn í umræddan gagnagrunn sem FBI heldur utan um. Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston fyrir tveimur árum, gat keypt byssuna sem hann notaði í fjöldamorðinu, vegna mistaka FBI og lögreglu sem leiddu til þess að nafn hans hafði ekki verið skráð í umræddan gagnagrunn.Washington Post sagði einnig frá því í gær að tugir þúsunda manna sem búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart duttu af lista yfirvalda yfir aðila sem mega ekki kaupa byssur. Það var gert eftir að FBI breytti skilgreiningu sinni yfir einstaklinga á „flótta frá yfirvöldum“ fyrr á árinu.Sú skilgreining nær nú eingöngu yfir aðila sem hafa flúið á milli ríkja í Bandaríkjunum. Það þýðir að aðilar sem eru í felum frá lögreglu en hafa ekki ferðast á milli ríkja, geta þrátt fyrir það keypt byssur. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað endurskoðun á kerfinu sem notað er til að gera bakgrunnskannanir vegna byssukaupa Bandaríkjamanna. Það gerði hann vegna þess að Devin Kelley, sem myrti 26 manns í kirkju í Texas í byrjun mánaðarins, gat keypt byssur þrátt fyrir að vera á sakaskrá fyrir heimilisofbeldi. Ekki liggur fyrir að hann hafi notað þær byssur í fjöldamorðinu. Í tilkynningu frá Sessions, sem sagt er frá á vef Reuters, segir ráðherrann að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og Skrifstofa áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna (ATF) myndu gera ítarlega skýrslu um kerfið sem notað er til bakgrunnskannana. Starfsmenn stofnanna myndu svo leggja til hvernig hægt væri að tryggja að þeir sem megi ekki kaupa byssur geti ekki gert það.Vísir/GraphicNewsKelley starfaði áður hjá flugher Bandaríkjanna og var hann dæmdur í herrétti fyrir að ráðast á konu sína og stjúpson. Samkvæmt lögum er þeim sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi meinað að kaupa skotvopn. Flugherinn gerði hins vegar mistök og kom dómi Kelley ekki inn í umræddan gagnagrunn sem FBI heldur utan um. Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston fyrir tveimur árum, gat keypt byssuna sem hann notaði í fjöldamorðinu, vegna mistaka FBI og lögreglu sem leiddu til þess að nafn hans hafði ekki verið skráð í umræddan gagnagrunn.Washington Post sagði einnig frá því í gær að tugir þúsunda manna sem búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart duttu af lista yfirvalda yfir aðila sem mega ekki kaupa byssur. Það var gert eftir að FBI breytti skilgreiningu sinni yfir einstaklinga á „flótta frá yfirvöldum“ fyrr á árinu.Sú skilgreining nær nú eingöngu yfir aðila sem hafa flúið á milli ríkja í Bandaríkjunum. Það þýðir að aðilar sem eru í felum frá lögreglu en hafa ekki ferðast á milli ríkja, geta þrátt fyrir það keypt byssur.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira