Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 13:00 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Ernir Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag þar sem meirihlutaviðræðum þeirra verður framhaldið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að ríkisstjórn þessara þriggja flokka gæti tekið til starfa í lok næstu viku, ef allt gengur upp, og staðfestir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, það í samtali við Vísi. „Við erum ekki að sjá fram á að þetta klárist um helgina af því það er enn þá vinna eftir varðandi málefnasamninginn og einnig varðandi fjárlagagerð, þannig að það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín. Formennirnir hafa fundað stíft síðustu daga og sagði Sigurður Ingi við RÚV að næstu dagar færu í að leggja lokahönd á fjárlagafrumvarp, sem verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman í byrjun desember, samhliða því að ljúka meirihlutaviðræðunum. Hann sagði að flokksstofnanir flokkanna þriggja verði boðaðar til fundar í næstu viku þar sem þær ákveða hvort að fara eigi í þetta ríkisstjórnarsamstarf. Katrín segir í samtali við Vísi að þau atriði sem standa eftir í málefnavinnu flokkanna þriggja séu stór mál sem flokkarnir hafi í grundvallaratriðum ólíka sýn á. „Við erum að horfa á þetta sem eina heild. Ef að einn hnútur leysist, þá leysast hinir líka,“ segir Katrín. Spurð hvort að búið sé að raða niður ráðuneytum á flokka segir Katrín það mæta afgangi. „Við höfum tekið einn fund þar sem þessi mál voru rædd og ekkert hefur gerst í þeim síðan, enda munum við ekki gera það fyrr en við erum búin að loka málefnasamningnum.“ Hún segist vona að það muni ganga vel að raða niður ráðuneytum þegar að því kemur. „Það er bara ekkert sem maður er að hugsa um þessa stundina. Við tökum bara eitt skerf í einu.“ Málefnavinnan með Sigurði Inga og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið ágætlega að hennar sögn. „Ég held að stjórnarmyndun sé alltaf flókin, ekki síst þegar flokkarnir eru ólíkir, en þetta hefur verið gengið ágætlega.“ Tengdar fréttir Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag þar sem meirihlutaviðræðum þeirra verður framhaldið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að ríkisstjórn þessara þriggja flokka gæti tekið til starfa í lok næstu viku, ef allt gengur upp, og staðfestir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, það í samtali við Vísi. „Við erum ekki að sjá fram á að þetta klárist um helgina af því það er enn þá vinna eftir varðandi málefnasamninginn og einnig varðandi fjárlagagerð, þannig að það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín. Formennirnir hafa fundað stíft síðustu daga og sagði Sigurður Ingi við RÚV að næstu dagar færu í að leggja lokahönd á fjárlagafrumvarp, sem verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman í byrjun desember, samhliða því að ljúka meirihlutaviðræðunum. Hann sagði að flokksstofnanir flokkanna þriggja verði boðaðar til fundar í næstu viku þar sem þær ákveða hvort að fara eigi í þetta ríkisstjórnarsamstarf. Katrín segir í samtali við Vísi að þau atriði sem standa eftir í málefnavinnu flokkanna þriggja séu stór mál sem flokkarnir hafi í grundvallaratriðum ólíka sýn á. „Við erum að horfa á þetta sem eina heild. Ef að einn hnútur leysist, þá leysast hinir líka,“ segir Katrín. Spurð hvort að búið sé að raða niður ráðuneytum á flokka segir Katrín það mæta afgangi. „Við höfum tekið einn fund þar sem þessi mál voru rædd og ekkert hefur gerst í þeim síðan, enda munum við ekki gera það fyrr en við erum búin að loka málefnasamningnum.“ Hún segist vona að það muni ganga vel að raða niður ráðuneytum þegar að því kemur. „Það er bara ekkert sem maður er að hugsa um þessa stundina. Við tökum bara eitt skerf í einu.“ Málefnavinnan með Sigurði Inga og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið ágætlega að hennar sögn. „Ég held að stjórnarmyndun sé alltaf flókin, ekki síst þegar flokkarnir eru ólíkir, en þetta hefur verið gengið ágætlega.“
Tengdar fréttir Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15