Hvernig er hægt að halda umhverfisvænni jól? Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 12:30 Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir Umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig er hægt að halda umhverfisvænni jól? Svar: Nú fara jólin að ganga í garð og öll sú neysla sem þeim fylgir. Magn heimilisúrgangs er nátengt neyslu okkar og því er gott að spyrja sig hvað við getum gert til að minnka eigin úrgang. Öll neysla hefur neikvæð umhverfisáhrif og við getum gert ýmislegt til að minnka óþarfa neyslu í kringum jólin. Við jólagjafakaup er gott að athuga hvort þiggjandinn þurfi á þessari gjöf að halda. Einnig má hafa í huga að vandaðar vörur endast lengur. Athuga má hvort hægt er að kaupa umhverfisvottaðar vörur sem hafa minni skaðleg umhverfisáhrif. Ef vottaðar vörur finnast ekki mætti spyrja starfsfólkið hvort slíkar vörur séu til í versluninni og þannig auka eftirspurnina eftir þeim. Að auki eru margar vinsælar verslanir sem selja notaðar vörur. Þessar verslanir eru til dæmis: Góði hirðirinn, verslanir Rauða krossins, ýmsir nytjamarkaðir og fleira. Mörg börn leika með Playmo og oft má finna safn af Playmo-dóti eða öðru dóti á lágu verði í slíkum búðum. Svo má nefna eina vinsælustu gjöf síðustu ára – gjafabréf fyrir upplifun, t.d. hótelgistingu, máltíð á veitingastað, dekur eða jafnvel heimboð. Einnig er hægt að föndra jólagjöf en hverjum finnst ekki gaman að fá fallega öskju með heimatilbúnu konfekti? En hvernig ætti að pakka gjöfunum inn? Síðustu ár hefur verið vinsælt að pakka jólagjöfunum inn í dagblöð og skreyta með könglum, greinum eða greni úr garðinum. Allan jólagjafapappír sem búið er að nota má setja í endurvinnslu fyrir pappa og enn betra er að geyma notaðan pappír og nota aftur seinna.Niðurstaða: Veltum fyrir okkur hvort þiggjandinn þurfi á gjöfinni að halda og ef svo er, veljum þá frekar vandaða vöru sem endist lengur. Gjafakort að eftirminnilegri upplifun gleður flesta. Heilsa Jól Umhverfismál Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig er hægt að halda umhverfisvænni jól? Svar: Nú fara jólin að ganga í garð og öll sú neysla sem þeim fylgir. Magn heimilisúrgangs er nátengt neyslu okkar og því er gott að spyrja sig hvað við getum gert til að minnka eigin úrgang. Öll neysla hefur neikvæð umhverfisáhrif og við getum gert ýmislegt til að minnka óþarfa neyslu í kringum jólin. Við jólagjafakaup er gott að athuga hvort þiggjandinn þurfi á þessari gjöf að halda. Einnig má hafa í huga að vandaðar vörur endast lengur. Athuga má hvort hægt er að kaupa umhverfisvottaðar vörur sem hafa minni skaðleg umhverfisáhrif. Ef vottaðar vörur finnast ekki mætti spyrja starfsfólkið hvort slíkar vörur séu til í versluninni og þannig auka eftirspurnina eftir þeim. Að auki eru margar vinsælar verslanir sem selja notaðar vörur. Þessar verslanir eru til dæmis: Góði hirðirinn, verslanir Rauða krossins, ýmsir nytjamarkaðir og fleira. Mörg börn leika með Playmo og oft má finna safn af Playmo-dóti eða öðru dóti á lágu verði í slíkum búðum. Svo má nefna eina vinsælustu gjöf síðustu ára – gjafabréf fyrir upplifun, t.d. hótelgistingu, máltíð á veitingastað, dekur eða jafnvel heimboð. Einnig er hægt að föndra jólagjöf en hverjum finnst ekki gaman að fá fallega öskju með heimatilbúnu konfekti? En hvernig ætti að pakka gjöfunum inn? Síðustu ár hefur verið vinsælt að pakka jólagjöfunum inn í dagblöð og skreyta með könglum, greinum eða greni úr garðinum. Allan jólagjafapappír sem búið er að nota má setja í endurvinnslu fyrir pappa og enn betra er að geyma notaðan pappír og nota aftur seinna.Niðurstaða: Veltum fyrir okkur hvort þiggjandinn þurfi á gjöfinni að halda og ef svo er, veljum þá frekar vandaða vöru sem endist lengur. Gjafakort að eftirminnilegri upplifun gleður flesta.
Heilsa Jól Umhverfismál Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira