Aston Martin hagnast fyrsta sinni frá 2010 Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2017 11:03 Aston Martin DB11 er bíllinn sem mestan þátt hefur átt í hagnaði Aston Martin nú. Það hafa verið magrir tímar hjá breska bílasmiðnum Aston Martin síðustu 7 árin og viðvarandi taprekstur af bílasmíði þeirra allar götur frá árinu 2010. Nú eru hinsvegar bjartari tímar hjá Aston Martin því fyrirtækið skilaði hagnaði á fyrstu 9 mánuðum ársins uppá 22 milljónir punda, eða ríflega 3 milljarða króna og búist er við því að sú tala muni hækka er árið er á enda. Það er helst mikil eftirspurn eftir hinum nýja DB11 sportbíl sem skapað hefur hagnað Aston Martin á árinu. Aston Martin er að mestu í eigu fjárfesta frá Ítalíu og Kuwait. Vöxtur í sölu Aston Martin var 65% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins og seldi fyrirtækið á þeim tíma 3.330 bíla. Í fyrra nam tapið af rekstri Aston Martin rúmlega 17 milljörðum króna. Aston Martin stefnir á 7.000 bíla sölu árið 2019 sem myndi þá nema um 58% vexti í sölu frá árinu í ár. Einn liður í því er framleiðsla fyrsta jeppa Aston Martin sem fá mun nafnið DBX. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent
Það hafa verið magrir tímar hjá breska bílasmiðnum Aston Martin síðustu 7 árin og viðvarandi taprekstur af bílasmíði þeirra allar götur frá árinu 2010. Nú eru hinsvegar bjartari tímar hjá Aston Martin því fyrirtækið skilaði hagnaði á fyrstu 9 mánuðum ársins uppá 22 milljónir punda, eða ríflega 3 milljarða króna og búist er við því að sú tala muni hækka er árið er á enda. Það er helst mikil eftirspurn eftir hinum nýja DB11 sportbíl sem skapað hefur hagnað Aston Martin á árinu. Aston Martin er að mestu í eigu fjárfesta frá Ítalíu og Kuwait. Vöxtur í sölu Aston Martin var 65% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins og seldi fyrirtækið á þeim tíma 3.330 bíla. Í fyrra nam tapið af rekstri Aston Martin rúmlega 17 milljörðum króna. Aston Martin stefnir á 7.000 bíla sölu árið 2019 sem myndi þá nema um 58% vexti í sölu frá árinu í ár. Einn liður í því er framleiðsla fyrsta jeppa Aston Martin sem fá mun nafnið DBX.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent