Þessi er sneggri en Tesla Roadster Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2017 09:29 XING Mobility rafmagnsbíllinn er hlaðinn orku, raforku. Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent
Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent