Guðni vitnaði í Stephan G í Hörpu: „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2017 18:45 Mörg erfið verkefni bíða úrlausnar stjórnvalda þegar málefni aldraðra eru annars vegar og ráðamenn verða að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins svo velferðarkerfið rísi undir nafni. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Áttatíu ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs, undir yfirskriftinni Lífsgæði aldraðra, var haldin í Silfurbergi í Hörpu í dag en Sjómannadagsráð er eigandi Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp og sagði að það væru mörg óleyst úrlausnarefni í samfélaginu sem sneru að hagsmunum aldraðra. „Þarf aðeins að rifja upp ýmsar nýlegar fréttir því til sannindamerkis. Deilt er um frítekjumark og lífeyri eldri borgara. Svo er bið eftir rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum og bið eftir aðgerð á sjúkrahúsum. Það er í verkahring ráðamanna að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins í þessum efnum. Velferðarkerfið verður að rísa undir nafni. Þess væntum við öll sem búum í okkar góða landi og eigum að njóta saman gæða þess,“ sagði forsetinn. Guðni vitnaði í þekktan kveðskap sem sæmdi tilefninu en mörgum er tamt að tengja elli við hnignun og hrumleik. „Mínir vinir fara fjöld, kvað Bólu-Hjálmar á sinni tíð. Mér er orðið stirt um stef, sagði hann einnig ellimóður.“ Guðni sagðist þó heldur kjósa fagra lýsingu Stephans G. Stephanssonar á þeirri víðsýni og reynslu sem safna megi á langri lífsleið. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Hér á skáldið við að fólk skuli virða það sem því var kennt í æsku, vera sonur morgunroðans en kunna um leið að meta í elli nýja tíma og siði, vera vinur aftansólar,“ sagði forsetinn í Hörpu og vitnaði þar í ljóð Stephans G. Stephanssonar. Forseti Íslands Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Mörg erfið verkefni bíða úrlausnar stjórnvalda þegar málefni aldraðra eru annars vegar og ráðamenn verða að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins svo velferðarkerfið rísi undir nafni. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Áttatíu ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs, undir yfirskriftinni Lífsgæði aldraðra, var haldin í Silfurbergi í Hörpu í dag en Sjómannadagsráð er eigandi Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp og sagði að það væru mörg óleyst úrlausnarefni í samfélaginu sem sneru að hagsmunum aldraðra. „Þarf aðeins að rifja upp ýmsar nýlegar fréttir því til sannindamerkis. Deilt er um frítekjumark og lífeyri eldri borgara. Svo er bið eftir rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum og bið eftir aðgerð á sjúkrahúsum. Það er í verkahring ráðamanna að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins í þessum efnum. Velferðarkerfið verður að rísa undir nafni. Þess væntum við öll sem búum í okkar góða landi og eigum að njóta saman gæða þess,“ sagði forsetinn. Guðni vitnaði í þekktan kveðskap sem sæmdi tilefninu en mörgum er tamt að tengja elli við hnignun og hrumleik. „Mínir vinir fara fjöld, kvað Bólu-Hjálmar á sinni tíð. Mér er orðið stirt um stef, sagði hann einnig ellimóður.“ Guðni sagðist þó heldur kjósa fagra lýsingu Stephans G. Stephanssonar á þeirri víðsýni og reynslu sem safna megi á langri lífsleið. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Hér á skáldið við að fólk skuli virða það sem því var kennt í æsku, vera sonur morgunroðans en kunna um leið að meta í elli nýja tíma og siði, vera vinur aftansólar,“ sagði forsetinn í Hörpu og vitnaði þar í ljóð Stephans G. Stephanssonar.
Forseti Íslands Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira