Hermaðurinn vaknaður og horfir á suðurkóreskar kvikmyndir Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2017 14:27 Hermaðurinn fluttur á sjúkrahús í Seoul. Vísir/EPA Hermaður sem var skotinn á flótta yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu er kominn aftur til meðvitundar. Hann er ekki lengur í lífshættu og eitt af því fyrsta sem hann bað um var að fá að horfa á sjónvarp. Hermaðurinn ver nú tíma sínum á sjúkrahúsi í Seoul við að horfa á suðurkóreskar kvikmyndir. Ekki er enn búið að nafngreina hermanninn, en samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar gekkst hann undir tvær umfangsmiklar aðgerðir vegna sára sinna. Hann var skotinn fimm eða sex sinnum í olnbogann, öxlina og kviðinn af mönnum sem höfðu verið félagar hans í norðurkóreska hernum nokkrum sekúndum áður.Sjá einnig: Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærinÍ samtali við Yonhap segir ónafngreindur embættismaður að hermaðurinn þjáist af miklum kvíða eftir flóttann og sársauka vegna sára sinna. Til að eiga við kvíðann og sannfæra manninn um að honum hafi tekist að komast til Suður-Kóreu hefur fáni landsins verið hengdur upp í herbergi hans. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Urmull sníkjudýra fannst í hermanni frá Norður-KóreuSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat. Yfirvöld Norður-Kóreu verja miklu af fjármagni sínu í her ríkisins og sömuleiðis í uppbyggingu kjarnorkuvopna og eldflauga. Það er sagt koma niður á matvælakaupum fyrir íbúa landsins.Margir af þeim sem flýja frá Norður-Kóreu eru með sníkjudýr í meltingarvegi sínum. Það má að vissu leyti rekja til þess að Norður-kórea hefur verulega takmarkaðan aðgang að áburði. Samkvæmt frétt Washington Post notast landbúnaður ríkisins þess í stað við mikið af saur úr mönnum, sem auðvelt er að nálgast. Slík notkun saurs getur ýtt verulega undir dreifingu sníkjudýra.Ekki hefur enn verið rætt við hermanninn sem flúði og er búist við að það verði gert í vikunni. Til skoðunar er að birta upptökur af flótta mannsins yfir landamærin. Norður-Kórea Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Hermaður sem var skotinn á flótta yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu er kominn aftur til meðvitundar. Hann er ekki lengur í lífshættu og eitt af því fyrsta sem hann bað um var að fá að horfa á sjónvarp. Hermaðurinn ver nú tíma sínum á sjúkrahúsi í Seoul við að horfa á suðurkóreskar kvikmyndir. Ekki er enn búið að nafngreina hermanninn, en samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar gekkst hann undir tvær umfangsmiklar aðgerðir vegna sára sinna. Hann var skotinn fimm eða sex sinnum í olnbogann, öxlina og kviðinn af mönnum sem höfðu verið félagar hans í norðurkóreska hernum nokkrum sekúndum áður.Sjá einnig: Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærinÍ samtali við Yonhap segir ónafngreindur embættismaður að hermaðurinn þjáist af miklum kvíða eftir flóttann og sársauka vegna sára sinna. Til að eiga við kvíðann og sannfæra manninn um að honum hafi tekist að komast til Suður-Kóreu hefur fáni landsins verið hengdur upp í herbergi hans. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Urmull sníkjudýra fannst í hermanni frá Norður-KóreuSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat. Yfirvöld Norður-Kóreu verja miklu af fjármagni sínu í her ríkisins og sömuleiðis í uppbyggingu kjarnorkuvopna og eldflauga. Það er sagt koma niður á matvælakaupum fyrir íbúa landsins.Margir af þeim sem flýja frá Norður-Kóreu eru með sníkjudýr í meltingarvegi sínum. Það má að vissu leyti rekja til þess að Norður-kórea hefur verulega takmarkaðan aðgang að áburði. Samkvæmt frétt Washington Post notast landbúnaður ríkisins þess í stað við mikið af saur úr mönnum, sem auðvelt er að nálgast. Slík notkun saurs getur ýtt verulega undir dreifingu sníkjudýra.Ekki hefur enn verið rætt við hermanninn sem flúði og er búist við að það verði gert í vikunni. Til skoðunar er að birta upptökur af flótta mannsins yfir landamærin.
Norður-Kórea Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira