Williams þvertekur fyrir að búið sé að ráða Kubica Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. nóvember 2017 23:00 Robert Kubica. Vísir/Getty Williams Formúlu 1 liðið þvertekur fyrir að búið sé að ráða pólska ökumanninn Robert Kubica til að aka fyrir liðið á næsta ári. Kubica hefur prófað 2014 árgerðina af bíl liðsins tvisvar á síðastliðnum mánuði. Hann er einn þeirra ökumanna sem til greina koma sem staðgengill fyrir Felipe Massa. Massa mun aka sína síðustu keppni í Formúlu 1 þegar tímabilið klárast í Abú Dabí um helgina. Kubica mun aka 2017 bílnum í dekkjaprófunum fyrir Pirelli eftir Abú Dabí kappaksturinn. Slíkt þykir enn frekar ýta undir að búið sé að semja við Kubica en liðið þverneitar að staðfesta nokkuð um það og segir í yfirlýsingu liðsins að enn sé óákveðið hver muni taka sæti Massa. „Þrátt fyrir að við séum áfram að tala við Kubica, þá hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin um hver muni taka sæti Massa,“ sagði orðrétt í yfirlýsingunni.Paul di Resta í Williams gallanum eftir tímatökuna í Ungverjalandi í ár.Vísir/Getty„Tilkynning mun koma frá liðinu um leið og við höfum eitthvað að tilkynna. Enginn tilkynning er á dagsskrá í Abú Dabí um helgina,“ sagði enn frekar í yfirlýsingu frá liðinu. Paul di Resta, núvernadi varaökumaður Williams liðsins og Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins eru þeir tveir sem helst koma til greina auk Kubica. Di Resta ók í ungverska kappakstrinum í fjarveru Massa og þótti standa sig vel. Hins vegar er Wehrlein talinn mjög efnilegur og eini þeirra sem raunverulega er að aka í Formúlu 1 um þessar mundir. Auk þess er hann á mála hjá Mercedes liðinu og það er því líklegt að samningar verði liprir þar á milli um einhvern afslátt af vélaverðinu í skiptum fyrir ökumannssætið. Enn annar vinkill á þessar vangaveltur er þó sá að Lance Stroll sem er í hinum Williams bílnum og verður á næsta ári er, líkt og Wehrlein frekar ungur og reynslulítill. Það spilar upp í hendurnar á hinum tveimur sem eru báðir komnir yfir þrítugt, sem í þessum leik gerir menn allt að því gamla. Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Kubica klárar próf hjá Williams Robert Kubica hefur lokið annarri prófraun sinni hjá Williams liðinu þar sem hæfni hans til að aka Formúlu 1 bíl er metin. 17. október 2017 19:30 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Williams Formúlu 1 liðið þvertekur fyrir að búið sé að ráða pólska ökumanninn Robert Kubica til að aka fyrir liðið á næsta ári. Kubica hefur prófað 2014 árgerðina af bíl liðsins tvisvar á síðastliðnum mánuði. Hann er einn þeirra ökumanna sem til greina koma sem staðgengill fyrir Felipe Massa. Massa mun aka sína síðustu keppni í Formúlu 1 þegar tímabilið klárast í Abú Dabí um helgina. Kubica mun aka 2017 bílnum í dekkjaprófunum fyrir Pirelli eftir Abú Dabí kappaksturinn. Slíkt þykir enn frekar ýta undir að búið sé að semja við Kubica en liðið þverneitar að staðfesta nokkuð um það og segir í yfirlýsingu liðsins að enn sé óákveðið hver muni taka sæti Massa. „Þrátt fyrir að við séum áfram að tala við Kubica, þá hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin um hver muni taka sæti Massa,“ sagði orðrétt í yfirlýsingunni.Paul di Resta í Williams gallanum eftir tímatökuna í Ungverjalandi í ár.Vísir/Getty„Tilkynning mun koma frá liðinu um leið og við höfum eitthvað að tilkynna. Enginn tilkynning er á dagsskrá í Abú Dabí um helgina,“ sagði enn frekar í yfirlýsingu frá liðinu. Paul di Resta, núvernadi varaökumaður Williams liðsins og Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins eru þeir tveir sem helst koma til greina auk Kubica. Di Resta ók í ungverska kappakstrinum í fjarveru Massa og þótti standa sig vel. Hins vegar er Wehrlein talinn mjög efnilegur og eini þeirra sem raunverulega er að aka í Formúlu 1 um þessar mundir. Auk þess er hann á mála hjá Mercedes liðinu og það er því líklegt að samningar verði liprir þar á milli um einhvern afslátt af vélaverðinu í skiptum fyrir ökumannssætið. Enn annar vinkill á þessar vangaveltur er þó sá að Lance Stroll sem er í hinum Williams bílnum og verður á næsta ári er, líkt og Wehrlein frekar ungur og reynslulítill. Það spilar upp í hendurnar á hinum tveimur sem eru báðir komnir yfir þrítugt, sem í þessum leik gerir menn allt að því gamla.
Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Kubica klárar próf hjá Williams Robert Kubica hefur lokið annarri prófraun sinni hjá Williams liðinu þar sem hæfni hans til að aka Formúlu 1 bíl er metin. 17. október 2017 19:30 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45
Kubica klárar próf hjá Williams Robert Kubica hefur lokið annarri prófraun sinni hjá Williams liðinu þar sem hæfni hans til að aka Formúlu 1 bíl er metin. 17. október 2017 19:30
Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57