Star Wars Battlefront 2: Peningaplokk byggt á góðum grunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2017 11:00 Eins og flestir ef til vill vita er Battlefront 2 að mestu fjölspilunarleikur þar sem spilarar etja kappi við aðra á netinu. Vísir/EA Það er margt mjög pirrandi við hinn, mjög svo, umdeilda Star Wars Battefront 2. Í grunninn er þó um að ræða grunn að góðum og skemmtilegum leik. Sá leikur sem EA byggir á þessum grunni er hins vegar í senn flókinn og grunnur. Það er búið að vera svo mikið fíaskó í kringum þennan leik. Mér finnst eins og ég sé að sparka í liggjandi mann. Að stela sleikjó af barni og slá það svo utanundir. Það er þó þannig að bæði maðurinn og barnið í þessu tilfelli eiga það skilið. Þó Battlefront 2 byggi vel á forvera sínum og bjóði upp á margt gott er erfitt að draga hugann frá því að leikurinn virðist ekki hafa verið hannaðar með annað í huga en að sjúga peninga úr veskjum fólks, hægt og rólega. Eins og flestir ef til vill vita er Battlefront 2 að mestu fjölspilunarleikur þar sem spilarar etja kappi við aðra á netinu. Það er þó langt frá því að vera þannig að spilarar keppi á sanngjörnum forsendum. Leikurinn bíður einnig upp á einspilun sem undirbýr spilara fyrir fjölspilunina.Þó einspilunin sé ekki nema fimm til sex tíma löng býr hún þó að því að vera frekar skemmtileg. Hún er frekar auðveld en fyrir temmilega, vonandi, mikið Star Wars nörd er einfaldlega frábært að hitta allar gömlu góðu hetjurnar og sjá alla helstu staðina. Sagan er samt svolítið lauslega uppbyggð og persónur leiksins eru meira en tilbúnar til að taka mikið af ótrúverðugum ákvörðunum. Sagan gerist á milli mynda sex og sjö (Return of the Jedi og Force Awakens) og varpar ljósi á nokkur atriði. Hún fjallar þó að mestu um framhaldið af orrustunni við Keisaraveldið. Áður en Fyrsta reglan stingur upp kollinum. Svei mér þá ef SWB2 varpar ekki einnig rosalegri kenningarbombu. Ódauðlegir Ewokar Þar að auki lítur leikurinn einkar vel út. Grafíkin er mögnuð og allar plánetur og borð leiksins lifandi og mjög flott. Í mörgum borðum eru borgarar og dýr hlaupandi um. Það er þó eitt sem stuðar mig við þessa borgara og dýr og það gæti verið smá furðulegt. Ég vil fá að geta drepið þessa borgara og dýr. Sem stormsveitarmaður hlaupandi um skóga Endor vil ég fá tækifæri til þess að geta skotið nokkra Ewoka. Ég hef reynt að skjóta fjölmarga en þeir vilja bara ekki deyja. Það hefði verið skemmtilegur möguleiki, þó það sé frekar ógeðfellt. Stundum vill maður bara skjóta Ewoka. Þeir eiga það svo sannarlega skilið, frá sjónarhóli Keisaraveldisins. Hljóð og talsetning er vel gerð og persónur leiksins eru leiknar af leikurum sem ljá þeim einnig andlit sín. Sumar persónur eru þó gerðar mun betur en aðrar.Aðalmálið Þá komum við að aðalmálinu. Fjölspiluninni. Varðandi fjölspilun leiksins eru góðir hlutir, slæmir hlutir og svo furðulegir hlutir.Geimorrustur eru mjög vel gerðar í SWB2.Vísir/EAFjölspilunin snýr að öllum tímabilum Star Wars. Borðum hefur fjölgað á milli leikja og er barist um Helstirnið, Naboo, Tatooine og marga fleiri staði. Þá eru nokkrir spilunarmöguleikar í boði. Í Galactic Assault berjast 40 menn um yfirráð á stóru korti. Þetta er aðal spilunarmöguleiki leiksins en hvert borð mætti vera lengra. Í Strike berjast tvö átta manna lið á minna korti. Í Heroes Vs Villains berjast fjórir gegn fjórum sem helstu hetjur og andhetjur Star Wars heimsins. Einnig er hægt að spila Blast, sem er í raun Team Deathmatch á smáu korti. Starship Assault er þó líklega skemmtilegasti spilunarmöguleikinn að mínu mati. Það að fljúga orrustu- og sprengjuflaugum um geiminn er mun betur gert að þessu sinni en í síðasta leik. Borðin eru skemmtileg, hröð og geta verið æsispennandi.Svo er Arcade Mode, þar sem spilarar geta stillt upp ákveðnum borðum og barist við bota. Það er fín leið til að æfa sig og prófa blöndu stjörnukorta (meira um það hér að neðan). Það er þó stór galli að spilarar hafa ekkert að segja um hvaða borð þeir munu spila. Maður velur spilunarmöguleika og leikurinn finnur server fyrir mann. Það veit enginn hvaða borð kemur upp úr þeim hatti og það getur verið þreytandi.Samvinna út um gluggan Spilarar fá svokölluð Battle Points fyrir að standa sig vel og fyrir þau stig geta þeir keypt hetjur. Þegar maður deyr velur maður hvurslags hermaður maður vill koma til baka sem og þegar maður er með nógu mörg stig getur maður komið sem Boba Fet, Darth Maul, Darth Vader, Luke Skywalker, Leia, Han Solo og allt þetta fólk. Þegar spilarar deyja mynda þeir sveit með öðrum sem dóu og vinni þeir saman fá þeir fleiri Battle Points en annars. Það er ekki hægt að mynda sveitir með öðrum hætti sem er stórfurðulegt og kemur verulega niður á vinahópum sem vilja spila saman. Battle Points leiða þar að auki til þess að allir sem eru að spila eru í rauninni ekki að reyna að vinna hitt liðið. Þeir eru að reyna að safna stigum til þess að geta spilað hetjurnar. Samvinna er nánast ekki til staðar í þessum leik. Sem er miður.Samvinna er nánast ekki til staðar í þessum leik. Sem er miður.Vísir/EAHannað fyrir iðjuleysingja Þá komum við að blýkúlunni sem dregur SWB2 niður. Það snýr að því hvernig spilarar þróast og hagnast á því að spila leikinn, eða eyða peningum seinna meir. Hin svokölluðu stjörnukort (Star Cards) Þetta kerfi er algjört...Hvernig þýðir maður orðið clusterfuck?...rugl, nei, Klasaskita. Notum það. Hver flokkur hermanna, hvert vopn, hvert farartæki og hver hetja getur notast við þrjú kort til þess að fá ákveðna bónusa. Í fyrstu er einungis mögulegt að nota eitt kort og seinna meir geta spilarar notað þrjú og þeir hafa jafnvel aðgang að mun betri kortum en þeir sem eru nýir til leiks. Hvert kort er svo þar að auki hægt að betrumbæta. Þetta þýðir að nýir spilarar þurfa að verja heilmiklum tíma til þess eins að eiga séns í aðra, sem mögulega hafa meiri tíma en aðrir. Háskóla- og menntaskólanemendur (og aðrir iðjuleysingjar) eru hér í lykilstöðu.Reyna að brjóta þig niður Allt þetta kerfi er brjálaðslega flókið og felur í sér gífurlega mikið af svokölluðu „grind“. Það er það mun taka mikinn tíma að ná tökum á þessu. Það er þó hægt að eyða alvöru peningum til að kaupa annan gjaldmiðil leiksins og nota hann svo til að kaupa stjörnukort. Að horfa á öll þessi kort og allan þann tíma sem það mun taka að safna fyrir þeim með hefðbundnum hætti virðist manni að kerfið hafi verið hannað til að brjóta spilara niður og fá þá til að taka upp kreditkortið. Það geta keypt stjörnukort, eða nánar tiltekið gjaldmiðilinn til þess að geta fengið stjörnkort af handahófi, var fellt niður tímabundið vegna pressu frá væntanlegum spilurum og jafnvel frá Disney. EA hefur gefið út að þessu kerfi verður breytt en líklega er bara verið að bíða eftir því að fólk gleymi þessu. Ég er persónulega mjög ánægður með að það hafi verið fellt niður. Er ekki viss um að ég hefði staðist freistinguna annars.Samantek-ish Það er eiginlega pirrandi að enginn hjá EA hafi áttað sig á því að þetta kerfi SWB2 myndi valda usla. Því það er gefur manni þá tilfinningu að leikurinn sjálfur sé aukaatriði. Aðalmálið sé að græða peninga og það dregur verulega úr upplifuninni. Það allra versta við þetta kerfi eru bónusar á heilsu og skaða sem þessi kort veita. Það er óþolandi að mæta öðrum spilara í leikjum sem þessum og vita til þess að hann gæti verið með meira líf og gert meiri skaða en þú. Vopn verða betri. Þau verða ekki öðruvísi, eins og gengur og gerist í leikjum sem þessum, heldur einfaldlega betri og það hefur reynst mér erfitt að komast yfir þetta kerfi. Í þau skipti sem ég hef gleymt því hef ég skemmt mér mjög vel. Því í grunninn, þá er Star Wars Battlefront 2 góður leikur. Maður þarf bara að komast yfir peningaplokkið. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Það er margt mjög pirrandi við hinn, mjög svo, umdeilda Star Wars Battefront 2. Í grunninn er þó um að ræða grunn að góðum og skemmtilegum leik. Sá leikur sem EA byggir á þessum grunni er hins vegar í senn flókinn og grunnur. Það er búið að vera svo mikið fíaskó í kringum þennan leik. Mér finnst eins og ég sé að sparka í liggjandi mann. Að stela sleikjó af barni og slá það svo utanundir. Það er þó þannig að bæði maðurinn og barnið í þessu tilfelli eiga það skilið. Þó Battlefront 2 byggi vel á forvera sínum og bjóði upp á margt gott er erfitt að draga hugann frá því að leikurinn virðist ekki hafa verið hannaðar með annað í huga en að sjúga peninga úr veskjum fólks, hægt og rólega. Eins og flestir ef til vill vita er Battlefront 2 að mestu fjölspilunarleikur þar sem spilarar etja kappi við aðra á netinu. Það er þó langt frá því að vera þannig að spilarar keppi á sanngjörnum forsendum. Leikurinn bíður einnig upp á einspilun sem undirbýr spilara fyrir fjölspilunina.Þó einspilunin sé ekki nema fimm til sex tíma löng býr hún þó að því að vera frekar skemmtileg. Hún er frekar auðveld en fyrir temmilega, vonandi, mikið Star Wars nörd er einfaldlega frábært að hitta allar gömlu góðu hetjurnar og sjá alla helstu staðina. Sagan er samt svolítið lauslega uppbyggð og persónur leiksins eru meira en tilbúnar til að taka mikið af ótrúverðugum ákvörðunum. Sagan gerist á milli mynda sex og sjö (Return of the Jedi og Force Awakens) og varpar ljósi á nokkur atriði. Hún fjallar þó að mestu um framhaldið af orrustunni við Keisaraveldið. Áður en Fyrsta reglan stingur upp kollinum. Svei mér þá ef SWB2 varpar ekki einnig rosalegri kenningarbombu. Ódauðlegir Ewokar Þar að auki lítur leikurinn einkar vel út. Grafíkin er mögnuð og allar plánetur og borð leiksins lifandi og mjög flott. Í mörgum borðum eru borgarar og dýr hlaupandi um. Það er þó eitt sem stuðar mig við þessa borgara og dýr og það gæti verið smá furðulegt. Ég vil fá að geta drepið þessa borgara og dýr. Sem stormsveitarmaður hlaupandi um skóga Endor vil ég fá tækifæri til þess að geta skotið nokkra Ewoka. Ég hef reynt að skjóta fjölmarga en þeir vilja bara ekki deyja. Það hefði verið skemmtilegur möguleiki, þó það sé frekar ógeðfellt. Stundum vill maður bara skjóta Ewoka. Þeir eiga það svo sannarlega skilið, frá sjónarhóli Keisaraveldisins. Hljóð og talsetning er vel gerð og persónur leiksins eru leiknar af leikurum sem ljá þeim einnig andlit sín. Sumar persónur eru þó gerðar mun betur en aðrar.Aðalmálið Þá komum við að aðalmálinu. Fjölspiluninni. Varðandi fjölspilun leiksins eru góðir hlutir, slæmir hlutir og svo furðulegir hlutir.Geimorrustur eru mjög vel gerðar í SWB2.Vísir/EAFjölspilunin snýr að öllum tímabilum Star Wars. Borðum hefur fjölgað á milli leikja og er barist um Helstirnið, Naboo, Tatooine og marga fleiri staði. Þá eru nokkrir spilunarmöguleikar í boði. Í Galactic Assault berjast 40 menn um yfirráð á stóru korti. Þetta er aðal spilunarmöguleiki leiksins en hvert borð mætti vera lengra. Í Strike berjast tvö átta manna lið á minna korti. Í Heroes Vs Villains berjast fjórir gegn fjórum sem helstu hetjur og andhetjur Star Wars heimsins. Einnig er hægt að spila Blast, sem er í raun Team Deathmatch á smáu korti. Starship Assault er þó líklega skemmtilegasti spilunarmöguleikinn að mínu mati. Það að fljúga orrustu- og sprengjuflaugum um geiminn er mun betur gert að þessu sinni en í síðasta leik. Borðin eru skemmtileg, hröð og geta verið æsispennandi.Svo er Arcade Mode, þar sem spilarar geta stillt upp ákveðnum borðum og barist við bota. Það er fín leið til að æfa sig og prófa blöndu stjörnukorta (meira um það hér að neðan). Það er þó stór galli að spilarar hafa ekkert að segja um hvaða borð þeir munu spila. Maður velur spilunarmöguleika og leikurinn finnur server fyrir mann. Það veit enginn hvaða borð kemur upp úr þeim hatti og það getur verið þreytandi.Samvinna út um gluggan Spilarar fá svokölluð Battle Points fyrir að standa sig vel og fyrir þau stig geta þeir keypt hetjur. Þegar maður deyr velur maður hvurslags hermaður maður vill koma til baka sem og þegar maður er með nógu mörg stig getur maður komið sem Boba Fet, Darth Maul, Darth Vader, Luke Skywalker, Leia, Han Solo og allt þetta fólk. Þegar spilarar deyja mynda þeir sveit með öðrum sem dóu og vinni þeir saman fá þeir fleiri Battle Points en annars. Það er ekki hægt að mynda sveitir með öðrum hætti sem er stórfurðulegt og kemur verulega niður á vinahópum sem vilja spila saman. Battle Points leiða þar að auki til þess að allir sem eru að spila eru í rauninni ekki að reyna að vinna hitt liðið. Þeir eru að reyna að safna stigum til þess að geta spilað hetjurnar. Samvinna er nánast ekki til staðar í þessum leik. Sem er miður.Samvinna er nánast ekki til staðar í þessum leik. Sem er miður.Vísir/EAHannað fyrir iðjuleysingja Þá komum við að blýkúlunni sem dregur SWB2 niður. Það snýr að því hvernig spilarar þróast og hagnast á því að spila leikinn, eða eyða peningum seinna meir. Hin svokölluðu stjörnukort (Star Cards) Þetta kerfi er algjört...Hvernig þýðir maður orðið clusterfuck?...rugl, nei, Klasaskita. Notum það. Hver flokkur hermanna, hvert vopn, hvert farartæki og hver hetja getur notast við þrjú kort til þess að fá ákveðna bónusa. Í fyrstu er einungis mögulegt að nota eitt kort og seinna meir geta spilarar notað þrjú og þeir hafa jafnvel aðgang að mun betri kortum en þeir sem eru nýir til leiks. Hvert kort er svo þar að auki hægt að betrumbæta. Þetta þýðir að nýir spilarar þurfa að verja heilmiklum tíma til þess eins að eiga séns í aðra, sem mögulega hafa meiri tíma en aðrir. Háskóla- og menntaskólanemendur (og aðrir iðjuleysingjar) eru hér í lykilstöðu.Reyna að brjóta þig niður Allt þetta kerfi er brjálaðslega flókið og felur í sér gífurlega mikið af svokölluðu „grind“. Það er það mun taka mikinn tíma að ná tökum á þessu. Það er þó hægt að eyða alvöru peningum til að kaupa annan gjaldmiðil leiksins og nota hann svo til að kaupa stjörnukort. Að horfa á öll þessi kort og allan þann tíma sem það mun taka að safna fyrir þeim með hefðbundnum hætti virðist manni að kerfið hafi verið hannað til að brjóta spilara niður og fá þá til að taka upp kreditkortið. Það geta keypt stjörnukort, eða nánar tiltekið gjaldmiðilinn til þess að geta fengið stjörnkort af handahófi, var fellt niður tímabundið vegna pressu frá væntanlegum spilurum og jafnvel frá Disney. EA hefur gefið út að þessu kerfi verður breytt en líklega er bara verið að bíða eftir því að fólk gleymi þessu. Ég er persónulega mjög ánægður með að það hafi verið fellt niður. Er ekki viss um að ég hefði staðist freistinguna annars.Samantek-ish Það er eiginlega pirrandi að enginn hjá EA hafi áttað sig á því að þetta kerfi SWB2 myndi valda usla. Því það er gefur manni þá tilfinningu að leikurinn sjálfur sé aukaatriði. Aðalmálið sé að græða peninga og það dregur verulega úr upplifuninni. Það allra versta við þetta kerfi eru bónusar á heilsu og skaða sem þessi kort veita. Það er óþolandi að mæta öðrum spilara í leikjum sem þessum og vita til þess að hann gæti verið með meira líf og gert meiri skaða en þú. Vopn verða betri. Þau verða ekki öðruvísi, eins og gengur og gerist í leikjum sem þessum, heldur einfaldlega betri og það hefur reynst mér erfitt að komast yfir þetta kerfi. Í þau skipti sem ég hef gleymt því hef ég skemmt mér mjög vel. Því í grunninn, þá er Star Wars Battlefront 2 góður leikur. Maður þarf bara að komast yfir peningaplokkið.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira