Ég á heima meðal þeirra bestu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Sigurreifur. Björn Lúkas fagnar hér einum af sigrum sínum á HM áhugamanna í MMA sem fram fór í Barein. mynd/Jorden Curran/ IMMAF Björn Lúkas Haraldsson fór á kostum á HM áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, sem kláraðist um nýliðna helgi í Barein. Þar fór Mjölnismaðurinn alla leið í úrslit í millivigtinni. Þar mætti hann Svíanum Khaled Laallam í úrslitum og varð að sætta sig við tap á dómaraúrskurði. Björn Lúkas flaug alla leið inn í úrslit en hann kláraði alla andstæðinga sína í fyrstu lotu áður en hann lenti í klóm Svíans. „Ég er alveg í skýjunum með þetta. Hef ekki verið í þessu sporti lengi, fékk stórt tækifæri og gæti ekki verið sáttari,“ segir hinn 22 ára gamli Björn Lúkas er íþróttadeild heyrði í honum eftir mótið. „Ég var ekki að búast við neinu sérstöku fyrir þetta mót. Renndi blint í sjóinn þannig séð og ætlaði bara að gera mitt besta. Þetta gekk svo bara ótrúlega vel hjá mér. Ég fór bara eftir flæðinu hverju sinni og er sterkur alls staðar þó svo ég hafi klárað flesta bardagana á armlás.“Svíinn var betri Eftir að hafa klárað fjóra bardaga á samtals sjö og hálfri mínútu kom að því að Björn Lúkas fór allar þrjár loturnar í úrslitabardaganum. „Mér fannst ég hafa unnið fyrstu lotuna þar sem ég reyndi stíft að klára bardagann. Svo tók hann seinni tvær loturnar. Helvíti sterkur og flottur gaur. Hann var bara betri þennan dag og átti skilið að vinna,“ segir Björn Lúkas auðmjúkur.Björn Lúkas í einum af sínum bardögum.mynd/Jorden Curran/ IMMAF„Nú veit ég hvar ég stend í þessum bransa. Ég á alveg heima meðal þeirra bestu. Ég mætti hingað með tvo bardaga á bakinu og sá fyrsti var fyrir hálfu ári. Nú veit ég að ég á fullt erindi í þetta.“ Þó svo Björn Lúkas sé ekki búinn að vera lengi í MMA þá kom hann inn í íþróttina með flottan bakgrunn. „Ég hef æft MMA í tvö ár en á undan því var ég í júdó, tækvondó, brasilísku jiu-jitsu og hnefaleikum. Ég kom því með sterkan grunn sem þurfti að púsla saman í MMA,“ segir okkar maður en hann ætlar sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum.Ætlar alla leið „Ég ætla bara að slaka á núna og svo ákveða næsta skref hjá mér. Lokamarkmið hjá mér að fara alla leið og það hefur alltaf verið þannig. UFC eða Bellator. Það eru líka stór samtök hérna úti í Barein og það var flott sýning hjá þeim. Ég er búinn að skapa mér nafn núna og hver veit nema mér verði boðið aftur út hingað.“ Grindvíkingurinn er búinn að næla sér í mikla reynslu á þessu móti og líka í því að tala við fjölmiðla sem er fylgifiskur þess að ná árangri. Hann þurfti að mæta á blaðamannafundi og fannst það mjög erfitt. „Það var eiginlega erfiðara en að berjast. Mér hefur sjaldan liðið eins óþægilega. Þarna var ég kominn út fyrir þægindarammann minn,“ segir Björn Lúkas og hlær en það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum. MMA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Björn Lúkas Haraldsson fór á kostum á HM áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, sem kláraðist um nýliðna helgi í Barein. Þar fór Mjölnismaðurinn alla leið í úrslit í millivigtinni. Þar mætti hann Svíanum Khaled Laallam í úrslitum og varð að sætta sig við tap á dómaraúrskurði. Björn Lúkas flaug alla leið inn í úrslit en hann kláraði alla andstæðinga sína í fyrstu lotu áður en hann lenti í klóm Svíans. „Ég er alveg í skýjunum með þetta. Hef ekki verið í þessu sporti lengi, fékk stórt tækifæri og gæti ekki verið sáttari,“ segir hinn 22 ára gamli Björn Lúkas er íþróttadeild heyrði í honum eftir mótið. „Ég var ekki að búast við neinu sérstöku fyrir þetta mót. Renndi blint í sjóinn þannig séð og ætlaði bara að gera mitt besta. Þetta gekk svo bara ótrúlega vel hjá mér. Ég fór bara eftir flæðinu hverju sinni og er sterkur alls staðar þó svo ég hafi klárað flesta bardagana á armlás.“Svíinn var betri Eftir að hafa klárað fjóra bardaga á samtals sjö og hálfri mínútu kom að því að Björn Lúkas fór allar þrjár loturnar í úrslitabardaganum. „Mér fannst ég hafa unnið fyrstu lotuna þar sem ég reyndi stíft að klára bardagann. Svo tók hann seinni tvær loturnar. Helvíti sterkur og flottur gaur. Hann var bara betri þennan dag og átti skilið að vinna,“ segir Björn Lúkas auðmjúkur.Björn Lúkas í einum af sínum bardögum.mynd/Jorden Curran/ IMMAF„Nú veit ég hvar ég stend í þessum bransa. Ég á alveg heima meðal þeirra bestu. Ég mætti hingað með tvo bardaga á bakinu og sá fyrsti var fyrir hálfu ári. Nú veit ég að ég á fullt erindi í þetta.“ Þó svo Björn Lúkas sé ekki búinn að vera lengi í MMA þá kom hann inn í íþróttina með flottan bakgrunn. „Ég hef æft MMA í tvö ár en á undan því var ég í júdó, tækvondó, brasilísku jiu-jitsu og hnefaleikum. Ég kom því með sterkan grunn sem þurfti að púsla saman í MMA,“ segir okkar maður en hann ætlar sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum.Ætlar alla leið „Ég ætla bara að slaka á núna og svo ákveða næsta skref hjá mér. Lokamarkmið hjá mér að fara alla leið og það hefur alltaf verið þannig. UFC eða Bellator. Það eru líka stór samtök hérna úti í Barein og það var flott sýning hjá þeim. Ég er búinn að skapa mér nafn núna og hver veit nema mér verði boðið aftur út hingað.“ Grindvíkingurinn er búinn að næla sér í mikla reynslu á þessu móti og líka í því að tala við fjölmiðla sem er fylgifiskur þess að ná árangri. Hann þurfti að mæta á blaðamannafundi og fannst það mjög erfitt. „Það var eiginlega erfiðara en að berjast. Mér hefur sjaldan liðið eins óþægilega. Þarna var ég kominn út fyrir þægindarammann minn,“ segir Björn Lúkas og hlær en það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum.
MMA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira