Spegla sig í lífsreynslu hinna 9. desember 2017 09:30 Skilyrðislaus vinátta, traust og væntumþykja mynduðust á milli þessara ungu kvenna í sjálfshjálparhópi Stígamóta. Frá vinstri eru Árdís, Elísa, Viktoría Dögg og Elín Hulda. MYND/ERNIR Samkennd, trúnaður og sjálfsstyrking eru rauði þráðurinn í sjálfshjálparhópum Stígamóta. Hér er rætt við fjórar ungar konur sem bundnar eru órjúfanlegu trausti og vinaböndum eftir að hafa unnið saman í sjálfshjálparhópi í kjölfar kynferðisofbeldis. „Ég áttaði mig loks almennilega á að ég er ekki ein að ganga í gegnum þetta helvíti,“ segir Viktoría Dögg Ragnarsdóttir, yngst í einum af sjálfshjálparhópum Stígamóta. Traustið og skilningurinn hafi reynst henni dýrmætt veganesti. „Í hópnum vorum við allar á sama stað og höfðum skilning á hvernig það er að reyna að leita ráða hjá þeim sem ekki hafa lent í kynferðisofbeldi. Því skipti sköpum að heyra sögur frá hinum stelpunum og finna að maður var ekki einn,“ segir Viktoría sem fann sig eins og litla systur í hópi góðra systra í sjálfshjálparhópnum. „Skilyrðislaus vináttan sem myndaðist er ómetanleg og traustið og væntumþykjan hefur verið mér rosalega hjálpleg. Mér líður eins og þær hinar séu stóru systur mínar sem passa upp á mig, sama hvað á bjátar í lífinu.“ Viktoría er að tala um Árdísi Leifsdóttur, Elínu Huldu Harðardóttur, Elísu Elínardóttur og Elsu Dögg Lárusdóttur sem deilt hafa með henni sárri reynslu af kynferðisofbeldi. Þær kynntust í sjálfshjálparhópi sem eru mikilvægir í starfsemi Stígamóta. Í þeim koma brotaþolar saman til að sækja sér styrk til að takast á við vandamál sem rekja má til afleiðinga kynferðisofbeldis. Með þátttöku í hópastarfi er einangrun rofin og þátttakendur veita hver öðrum stuðning. Samkennd og trúnaður ríkir í samskiptum, en rauði þráðurinn er sjálfsstyrking. „Samstaðan og samlíðanin fannst mér mikilvægust í sjálfshjálparhópnum,“ segir Árdís. „Þótt reynsla okkar væri ekki nákvæmlega eins voru afleiðingarnar þær sömu. Því var mikilsvert að finna að maður væri ekki einn. Þegar maður svo leggur öll spilin á borðið fyrir framan stelpur sem áður voru manni ókunnugar myndast ósjálfrátt órjúfanleg tengsl.“ Nú eru þrjú ár liðin síðan hópurinn kom saman en tengslin eru enn til staðar og verða það alltaf, að mati Árdísar. „Í hópnum gat ég loks losað mig við mikla skömm sem ég hafði kljáðst við. Það var mjög frelsandi að finna að maður er ekki einn um að finnast maður vera afbrigðilegur og ógeðslegur, og saman gátum við losað okkur við skömmina sem var alls ekki okkar,“ segir Árdís. Elísa Elínardóttir tekur í sama streng. „Í hópnum þurftum við aldrei að fela tilfinningar okkar eða setja upp grímu. Fyrir mig var þýðingarmikið að enginn dæmdi neinn. Við unnum úr okkar reynslu saman sem einstaklingar og höfðum ólíkar aðferðir við að lifa við þetta fyrst um sinn. Einnig fannst mér trúnaðurinn skipta mjög miklu og að læra að treysta upp á nýtt.“Erfitt að opna sig og grátaHver og einn einasti tími í sjálfshjálparhópnum var erfiður, að sögn Elínar Huldu Harðardóttur. „Það er ofboðslega erfitt að vinna með áföll sín í hverri einustu viku. Að grafa upp það sem maður hefur verið að reyna að grafa niður. Á sama tíma var hver einasti tími óskaplega gefandi og ég hefði ekki getað verið heppnari með stelpurnar sem lentu með mér í hópnum,“ segir Elín Hulda. „Erfiðast hafi verið að mæta í fyrsta tímann. „Mér fannst afar erfitt að opna mig, gráta og leyfa mér að finna til. Fyrir mig var líka mjög erfitt að treysta og tala upphátt um lífsreynslu mína, en líka að hlusta á reynslu stelpnanna. Þó fann ég strax mikinn létti að koma þessu frá mér.“ Undir þetta tekur Árdís. „Mér fannst erfiðast að heyra hvað nákvæmlega kom fyrir þessar yndislegu stelpur og hvernig afleiðingarnar fyrir þær voru því það á enginn skilið að brotið sé svona á þeim.“ Það reyndi mest á Viktoríu Dögg að tala opinberlega um ofbeldið við hinar og heyra sögur þeirra í smáatriðum. „Að tala upphátt og ítarlega um það sem kom fyrir mig var rosalega erfitt. Áður hafði ég bara gefið skýrslu til að kæra viðkomandi. En ellegar hefði ég bara getað skrifað á blað allan hryllinginn sem hann gerði mér, sem voru já heilar ellefu blaðsíður.“Þær Árdís, Elísa, Viktoría Dögg og Elín Hulda eru sammála um að þeim hafi létt við að geta talað um reynslu sína við konur sem höfðu líka upplifað kynferðisofbeldi.MYND/ERNIRLéttir að mega segja alltÁrdís var einnig í einstaklingsviðtölum um vandamál sín og afleiðingar ofbeldisins sem hún varð fyrir. „Í sjálfshjálparhópnum var hins vegar farið skipulega yfir ýmsa þætti sem tengdust afleiðingum ofbeldisins, skref í átt að bata og fleira gagnlegt. Þar heyrði ég hinar stelpurnar líka tala um reynslu sína og tilfinningar sem ég gat tengt við en hafði ekki talað um áður. Sumt af því vissi ég hreinlega ekki að ég væri að díla við, né að væri að hrjá mig, en svo var líka sumt sem ég hafði ekki þorað að tala um vegna mikillar skammar. Að heyra aðra tala um um það var mikill léttir,“ segir Árdís. Elísa lærði að treysta öðrum fyrir sjálfri sér og reynslu sinni í sjálfshjálparhópi Stígamóta. „Ég fékk staðfestingu á því að ég væri ekki ein að glíma við afleiðingar ofbeldis. Bati okkar allra varð mjög samstíga; við gátum sagt hvað sem er og þá var alltaf einhver í hópnum sem tengdi.“ Viktoría Dögg var líka í einstaklingsviðtölum og sjálfshjálparhóp því henni þótti þægilegra að geta bæði verið ein með sínum ráðgjafa og svo með stelpunum. „Í einstaklingsviðtölum var einblínt á mig eina, bataferil minn og uppbyggingu á sjálfri mér, en í hópnum vorum við að hjálpa hver annarri að læra að lifa með þessu og þeirri staðreynd að þetta gerðist. Þar gat ég alltaf rætt við aðrar stelpur sem höfðu líka upplifað kynferðisofbeldi. Sem hópur munum við alltaf vera til staðar hver fyrir aðra; ef eitthvað amar að eða angrar mann.“ Sjálfshjálparhópurinn hjálpaði Elínu Huldu að vinna með afleiðingar áfalla. „Það er skrýtið hvernig maður tengir við sögur og reynslu hinna í hópnum. Stundum segir ein eitthvað um það sem hún er að upplifa og gæti allt eins verið að tala út frá manns eigin huga. Maður nær að spegla sig í hinum stelpunum. Við það myndast ótrúlega mikið traust og tenging á milli allra í hópnum. Það er allt annað að sitja einn með ráðgjafa sínum en að sitja með fjórum öðrum stelpum og tveimur leiðbeinendum að tala um ákveðið þema í hverjum tíma.“Kæra sendir skýr skilaboðViktoría Dögg er sem fyrr segir yngst í sjálfshjálparhópnum. Hún vildi kæra gerandann í kynferðisbrotamáli sínu til að ná fram réttlæti fyrir sína hönd. „Hann tók frá mér verðmætan tíma, vináttu og lífsviljann; allan þann tíma sem fór, og fer enn, í að byggja mig upp á ný til að geta elskað mig sjálfa aftur. Ég vildi að hann þyrfti að horfast í augu við það sem hann gerði mér. Það var talið að mál mitt væri sterkt vegna þess hversu ung ég var, og að eitthvað yrði gert í þessu máli, en það var fellt niður.“ Elín Hulda kærði seinni nauðgun af tveimur sem hún varð fyrir. „Það sat alltaf í mér að hafa ekki kært fyrri nauðgunina. Hvað hefði gerst ef ég hefði kært? Ég ákvað því að standa upp fyrir sjálfri mér og kæra seinni nauðgunina. Ég ætlaði ekki að leyfa honum að gera fleiri stelpum þetta og vildi senda honum skýr skilaboð um það sem hann gerði mér og hversu rangt það væri.“ Árdís var undir lögaldri þegar fyrra kynferðisofbeldið komst upp og Barnavernd kærði manninn. „Þegar seinna ofbeldið komst upp var ég nýorðin sjálfráða og ákvað að kæra það ekki. Málið var það flókið og ég svo ung að ég gerði það ekki.“ Elísa kærði fyrrverandi sambýlismann sinn fyrir andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. „Hann braut hrikalega á mér og ætti að þurfa að taka út refsingu fyrir það. Horfast í augu við sjálfan sig vitandi að hann getur ekki hagað sér svona án afleiðinga. Svona ómenni þarf hreinlega að taka úr umferð. Lendi önnur kona í sömu reynslu og ég gerði með þessum manni mun alltaf vera til á skrá hvað hann gerði mér, og vonandi mun það hjálpa þeirri konu að stíga fram og kæra.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu 9. desember 2017. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira
Samkennd, trúnaður og sjálfsstyrking eru rauði þráðurinn í sjálfshjálparhópum Stígamóta. Hér er rætt við fjórar ungar konur sem bundnar eru órjúfanlegu trausti og vinaböndum eftir að hafa unnið saman í sjálfshjálparhópi í kjölfar kynferðisofbeldis. „Ég áttaði mig loks almennilega á að ég er ekki ein að ganga í gegnum þetta helvíti,“ segir Viktoría Dögg Ragnarsdóttir, yngst í einum af sjálfshjálparhópum Stígamóta. Traustið og skilningurinn hafi reynst henni dýrmætt veganesti. „Í hópnum vorum við allar á sama stað og höfðum skilning á hvernig það er að reyna að leita ráða hjá þeim sem ekki hafa lent í kynferðisofbeldi. Því skipti sköpum að heyra sögur frá hinum stelpunum og finna að maður var ekki einn,“ segir Viktoría sem fann sig eins og litla systur í hópi góðra systra í sjálfshjálparhópnum. „Skilyrðislaus vináttan sem myndaðist er ómetanleg og traustið og væntumþykjan hefur verið mér rosalega hjálpleg. Mér líður eins og þær hinar séu stóru systur mínar sem passa upp á mig, sama hvað á bjátar í lífinu.“ Viktoría er að tala um Árdísi Leifsdóttur, Elínu Huldu Harðardóttur, Elísu Elínardóttur og Elsu Dögg Lárusdóttur sem deilt hafa með henni sárri reynslu af kynferðisofbeldi. Þær kynntust í sjálfshjálparhópi sem eru mikilvægir í starfsemi Stígamóta. Í þeim koma brotaþolar saman til að sækja sér styrk til að takast á við vandamál sem rekja má til afleiðinga kynferðisofbeldis. Með þátttöku í hópastarfi er einangrun rofin og þátttakendur veita hver öðrum stuðning. Samkennd og trúnaður ríkir í samskiptum, en rauði þráðurinn er sjálfsstyrking. „Samstaðan og samlíðanin fannst mér mikilvægust í sjálfshjálparhópnum,“ segir Árdís. „Þótt reynsla okkar væri ekki nákvæmlega eins voru afleiðingarnar þær sömu. Því var mikilsvert að finna að maður væri ekki einn. Þegar maður svo leggur öll spilin á borðið fyrir framan stelpur sem áður voru manni ókunnugar myndast ósjálfrátt órjúfanleg tengsl.“ Nú eru þrjú ár liðin síðan hópurinn kom saman en tengslin eru enn til staðar og verða það alltaf, að mati Árdísar. „Í hópnum gat ég loks losað mig við mikla skömm sem ég hafði kljáðst við. Það var mjög frelsandi að finna að maður er ekki einn um að finnast maður vera afbrigðilegur og ógeðslegur, og saman gátum við losað okkur við skömmina sem var alls ekki okkar,“ segir Árdís. Elísa Elínardóttir tekur í sama streng. „Í hópnum þurftum við aldrei að fela tilfinningar okkar eða setja upp grímu. Fyrir mig var þýðingarmikið að enginn dæmdi neinn. Við unnum úr okkar reynslu saman sem einstaklingar og höfðum ólíkar aðferðir við að lifa við þetta fyrst um sinn. Einnig fannst mér trúnaðurinn skipta mjög miklu og að læra að treysta upp á nýtt.“Erfitt að opna sig og grátaHver og einn einasti tími í sjálfshjálparhópnum var erfiður, að sögn Elínar Huldu Harðardóttur. „Það er ofboðslega erfitt að vinna með áföll sín í hverri einustu viku. Að grafa upp það sem maður hefur verið að reyna að grafa niður. Á sama tíma var hver einasti tími óskaplega gefandi og ég hefði ekki getað verið heppnari með stelpurnar sem lentu með mér í hópnum,“ segir Elín Hulda. „Erfiðast hafi verið að mæta í fyrsta tímann. „Mér fannst afar erfitt að opna mig, gráta og leyfa mér að finna til. Fyrir mig var líka mjög erfitt að treysta og tala upphátt um lífsreynslu mína, en líka að hlusta á reynslu stelpnanna. Þó fann ég strax mikinn létti að koma þessu frá mér.“ Undir þetta tekur Árdís. „Mér fannst erfiðast að heyra hvað nákvæmlega kom fyrir þessar yndislegu stelpur og hvernig afleiðingarnar fyrir þær voru því það á enginn skilið að brotið sé svona á þeim.“ Það reyndi mest á Viktoríu Dögg að tala opinberlega um ofbeldið við hinar og heyra sögur þeirra í smáatriðum. „Að tala upphátt og ítarlega um það sem kom fyrir mig var rosalega erfitt. Áður hafði ég bara gefið skýrslu til að kæra viðkomandi. En ellegar hefði ég bara getað skrifað á blað allan hryllinginn sem hann gerði mér, sem voru já heilar ellefu blaðsíður.“Þær Árdís, Elísa, Viktoría Dögg og Elín Hulda eru sammála um að þeim hafi létt við að geta talað um reynslu sína við konur sem höfðu líka upplifað kynferðisofbeldi.MYND/ERNIRLéttir að mega segja alltÁrdís var einnig í einstaklingsviðtölum um vandamál sín og afleiðingar ofbeldisins sem hún varð fyrir. „Í sjálfshjálparhópnum var hins vegar farið skipulega yfir ýmsa þætti sem tengdust afleiðingum ofbeldisins, skref í átt að bata og fleira gagnlegt. Þar heyrði ég hinar stelpurnar líka tala um reynslu sína og tilfinningar sem ég gat tengt við en hafði ekki talað um áður. Sumt af því vissi ég hreinlega ekki að ég væri að díla við, né að væri að hrjá mig, en svo var líka sumt sem ég hafði ekki þorað að tala um vegna mikillar skammar. Að heyra aðra tala um um það var mikill léttir,“ segir Árdís. Elísa lærði að treysta öðrum fyrir sjálfri sér og reynslu sinni í sjálfshjálparhópi Stígamóta. „Ég fékk staðfestingu á því að ég væri ekki ein að glíma við afleiðingar ofbeldis. Bati okkar allra varð mjög samstíga; við gátum sagt hvað sem er og þá var alltaf einhver í hópnum sem tengdi.“ Viktoría Dögg var líka í einstaklingsviðtölum og sjálfshjálparhóp því henni þótti þægilegra að geta bæði verið ein með sínum ráðgjafa og svo með stelpunum. „Í einstaklingsviðtölum var einblínt á mig eina, bataferil minn og uppbyggingu á sjálfri mér, en í hópnum vorum við að hjálpa hver annarri að læra að lifa með þessu og þeirri staðreynd að þetta gerðist. Þar gat ég alltaf rætt við aðrar stelpur sem höfðu líka upplifað kynferðisofbeldi. Sem hópur munum við alltaf vera til staðar hver fyrir aðra; ef eitthvað amar að eða angrar mann.“ Sjálfshjálparhópurinn hjálpaði Elínu Huldu að vinna með afleiðingar áfalla. „Það er skrýtið hvernig maður tengir við sögur og reynslu hinna í hópnum. Stundum segir ein eitthvað um það sem hún er að upplifa og gæti allt eins verið að tala út frá manns eigin huga. Maður nær að spegla sig í hinum stelpunum. Við það myndast ótrúlega mikið traust og tenging á milli allra í hópnum. Það er allt annað að sitja einn með ráðgjafa sínum en að sitja með fjórum öðrum stelpum og tveimur leiðbeinendum að tala um ákveðið þema í hverjum tíma.“Kæra sendir skýr skilaboðViktoría Dögg er sem fyrr segir yngst í sjálfshjálparhópnum. Hún vildi kæra gerandann í kynferðisbrotamáli sínu til að ná fram réttlæti fyrir sína hönd. „Hann tók frá mér verðmætan tíma, vináttu og lífsviljann; allan þann tíma sem fór, og fer enn, í að byggja mig upp á ný til að geta elskað mig sjálfa aftur. Ég vildi að hann þyrfti að horfast í augu við það sem hann gerði mér. Það var talið að mál mitt væri sterkt vegna þess hversu ung ég var, og að eitthvað yrði gert í þessu máli, en það var fellt niður.“ Elín Hulda kærði seinni nauðgun af tveimur sem hún varð fyrir. „Það sat alltaf í mér að hafa ekki kært fyrri nauðgunina. Hvað hefði gerst ef ég hefði kært? Ég ákvað því að standa upp fyrir sjálfri mér og kæra seinni nauðgunina. Ég ætlaði ekki að leyfa honum að gera fleiri stelpum þetta og vildi senda honum skýr skilaboð um það sem hann gerði mér og hversu rangt það væri.“ Árdís var undir lögaldri þegar fyrra kynferðisofbeldið komst upp og Barnavernd kærði manninn. „Þegar seinna ofbeldið komst upp var ég nýorðin sjálfráða og ákvað að kæra það ekki. Málið var það flókið og ég svo ung að ég gerði það ekki.“ Elísa kærði fyrrverandi sambýlismann sinn fyrir andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. „Hann braut hrikalega á mér og ætti að þurfa að taka út refsingu fyrir það. Horfast í augu við sjálfan sig vitandi að hann getur ekki hagað sér svona án afleiðinga. Svona ómenni þarf hreinlega að taka úr umferð. Lendi önnur kona í sömu reynslu og ég gerði með þessum manni mun alltaf vera til á skrá hvað hann gerði mér, og vonandi mun það hjálpa þeirri konu að stíga fram og kæra.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu 9. desember 2017.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira