Alþjóðlegt samstarf mikilvægt 9. desember 2017 13:00 Guðrún segir gaman að ræða starf íslenskrar kvennahreyfingar erlendis. MYND/ANTON BRINK Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur starfað hjá samtökunum í átján ár. Á þeim tíma hefur hún og samstarfsfólk hennar ferðast til meira en 80 borga víða um heim. Guðrún segir að Stígamót séu í mjög góðu samstarfi við alþjóðasamtök. „Þessi samvinna er líklega mun meiri en margur hyggur,“ segir hún. „Okkur hefur verið boðið að taka þátt í fjölmörgum erlendum verkefnum og ráðstefnum og við höfum fengið tækifæri til að kynna starfsemi Stígamóta. Venjulega eru þessar ferðir greiddar af gestgjöfum sem er ánægjulegt þar sem Stígamót hafa ekki bolmagn til að greiða slíkar ferðir. Mér telst til að við höfum farið til meira en áttatíu borga víðsvegar um heiminn og sumar höfum við heimsótt oft. Við eigum fulltrúa í norrænum, evrópskum og alþjóðlegum samtökum og tökum þátt eftir bestu getu,“ útskýrir Guðrún og ítrekar að alþjóðlegt samstarf skipti miklu máli fyrir Stígamót. „Það er gaman að segja frá starfi íslenskrar kvennahreyfingar á erlendri grundu, ekki síst vegna þess að svo virðist sem íslenskar konur séu róttækari og noti óvenjulegri baráttuaðferðir en þekkist erlendis. Konur víða um heim súpa hveljur yfir því sem við getum gert en væri óhugsandi í þeirra löndum. Þar má nefna verkefnið okkar Stóru systur, þar sem konur settu inn vændisauglýsingar til að finna vændiskaupendur. Eða þegar við stofnuðum kampavínsklúbb til að benda á hvað væri í raun að gerast innandyra á slíkum stöðum. Við seldum tíu mínútna aðgang að konum fyrir 20 þúsund krónur. Þetta mál vakti athygli í fjölmiðlum, fékk mikla umfjöllun og umræðu. Með þessu náðum við eyrum fólks og stuttu síðar var þessum klúbbum lokað,“ greinir Guðrún frá og bendir á að lögreglan hefði fengið aukið fé til frekari rannsókna á þessu máli eftir að Stígamót bentu á það sem var að gerast. „Þeim þótti líka mjög áhugavert þegar við framleiddum karlanærbuxur með áletruninni „Ég tek ábyrgð“. Nú hafa svona nærbuxur verið framleiddar víða,“ segir Guðrún og bætir við að slíkar nærbuxur ættu allir karlar að eiga. „Oft höfum við kynnst stórmerkilegum konum sem við höfum svo boðið heim til þess að fleiri fái að njóta visku þeirra. Í hvert sinn sem við förum utan söfnum við nýrri þekkingu og reynslu sem vonandi endurspeglast í starfi okkar.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur starfað hjá samtökunum í átján ár. Á þeim tíma hefur hún og samstarfsfólk hennar ferðast til meira en 80 borga víða um heim. Guðrún segir að Stígamót séu í mjög góðu samstarfi við alþjóðasamtök. „Þessi samvinna er líklega mun meiri en margur hyggur,“ segir hún. „Okkur hefur verið boðið að taka þátt í fjölmörgum erlendum verkefnum og ráðstefnum og við höfum fengið tækifæri til að kynna starfsemi Stígamóta. Venjulega eru þessar ferðir greiddar af gestgjöfum sem er ánægjulegt þar sem Stígamót hafa ekki bolmagn til að greiða slíkar ferðir. Mér telst til að við höfum farið til meira en áttatíu borga víðsvegar um heiminn og sumar höfum við heimsótt oft. Við eigum fulltrúa í norrænum, evrópskum og alþjóðlegum samtökum og tökum þátt eftir bestu getu,“ útskýrir Guðrún og ítrekar að alþjóðlegt samstarf skipti miklu máli fyrir Stígamót. „Það er gaman að segja frá starfi íslenskrar kvennahreyfingar á erlendri grundu, ekki síst vegna þess að svo virðist sem íslenskar konur séu róttækari og noti óvenjulegri baráttuaðferðir en þekkist erlendis. Konur víða um heim súpa hveljur yfir því sem við getum gert en væri óhugsandi í þeirra löndum. Þar má nefna verkefnið okkar Stóru systur, þar sem konur settu inn vændisauglýsingar til að finna vændiskaupendur. Eða þegar við stofnuðum kampavínsklúbb til að benda á hvað væri í raun að gerast innandyra á slíkum stöðum. Við seldum tíu mínútna aðgang að konum fyrir 20 þúsund krónur. Þetta mál vakti athygli í fjölmiðlum, fékk mikla umfjöllun og umræðu. Með þessu náðum við eyrum fólks og stuttu síðar var þessum klúbbum lokað,“ greinir Guðrún frá og bendir á að lögreglan hefði fengið aukið fé til frekari rannsókna á þessu máli eftir að Stígamót bentu á það sem var að gerast. „Þeim þótti líka mjög áhugavert þegar við framleiddum karlanærbuxur með áletruninni „Ég tek ábyrgð“. Nú hafa svona nærbuxur verið framleiddar víða,“ segir Guðrún og bætir við að slíkar nærbuxur ættu allir karlar að eiga. „Oft höfum við kynnst stórmerkilegum konum sem við höfum svo boðið heim til þess að fleiri fái að njóta visku þeirra. Í hvert sinn sem við förum utan söfnum við nýrri þekkingu og reynslu sem vonandi endurspeglast í starfi okkar.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira