Björn Ingi sakaður um bílstuld Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2017 15:56 Sveinn Andri segir Ómar bæði hóta Birni Inga og þjófkenna. Og áskilur sér fullan rétt til að kæra á móti. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarformaður Pressunnar, krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi eigandi fyrirtækisins, skili bíl Pressunnar. Verði hann ekki við því ætlar hann að tilkynna bílinn stolinn. Ekki á af Birni Inga að ganga og er hart að honum sótt. Fréttablaðið greindi til dæmis frá því að stjórnin hafi kært hann fyrir fjárdrátt og nú bætist þetta við, sem verður að teljast lítilræði í því samhengi. Einn bíll til eða frá hefur hingað til í forstjórasamningum talist nokkuð sem vart tekur því að nefna. Björn Ingi greinir sjálfur frá þessu á Facebooksíðu sinni. Að honum hafi borist skilaboð þessa efnis frá Ómari, að skila „skila bifreið sem var á sínum tíma hluti af launakjörum mínum. Lögmaður minn sýndi Ómari strax fram á að ég hefði fyrir nokkru tekið yfir leigusamning bifreiðarinnar og væri greiðandi að henni. Þá fékk hann þau ótrúlegu svör að hún yrði tilkynnt stolin yrði henni ekki skilað til Pressunnar!“Sveinn Andri svarar Ómari fullum hálsi Björn Ingi leggur jafnframt fram svar lögmanns hans, Sveins Andra Sveinssonar, til Ómars og þar er svarað fullum hálsi. Ljóst er að Sveinn ber takmarkaða virðingu fyrir Ómari, sá er tónninn: „Þú veizt að aðeins leigutaki fær sendan greiðsluseðil. Á þessum reikningi kemur fram að verið er að rukka leigu fyrir bifreiðina. Viðskiptanúmer er kt Björn Inga. Þarf að stafa þetta ofan í þig? Þú verður að eiga það við þig hvort að þú sendir tilhæfulausa kæru til lögreglunnar. Mínir umbj munu þá um hæl senda kæru fyrir rangar sakargiftir, enda um skýrt ásetningsbrot að ræða.“Segir Ómar hóta Birni Inga og þjófkenna Og seinn kom viðbót við færslu Björns Inga svohljóðandi, enn er vitnað í Svein Andra: „Sæll Ómar Þér er hér með tilkynnt að Björn ingi hefur afhent Örmum þessa ágætu bifreið og fengið aðra. Hann áskilur sér áfram allan rétt til þess að leggja fram kæru á hendur þér vegna þessarar háttsemi, þar sem þú ehfur bæði haft í hótunum við hann og þjófkennt hann. Ég fæ ekki séð að þessar æfingar þínar hafi skilað miklu fyrir þetta félag, Pressunar ehf, en hverra hagsmuna þú ert að gæta er líka bærilega þokukennt. Sveinn Andri Sveinsson hrl“Uppfært16:40Var að sjálfsögðu með bílinn í leyfisleysi Vísir ræddi við Ómar um málið og í hans huga þá fer hér ekkert á milli mála. „Björn Ingi hvarf af launaskrá fyrirtækisins fyrir nokkru síðan og ef bíllinn var hluti af launakjörum hans þá bar honum væntanlega að skila honum þá þegar. Ef ekki, þá hefði honum í síðasta lagi borið skylda til að skila honum þegar hann hvarf frá stjórn fyrirtækisins með formlegum hætti 24. nóvember. Umræddur lánssamningur var gerður í nafni Pressunnar. Vissulega hafði Björn Ingi reynt að fá í gegn nafnabreytingu á samningnum en ekki orðið kápan úr því klæðinu. Þar af leiðandi var hann að sjálfsögðu með bílinn í leyfisleysi og bar að skila honum,“ segir Ómar. Bíllinn sem um ræðir er Land Rover Discovery af dýrustu tegund, árgerð 2015. „Fólk getur spurt sig þessarar spurningar: Ef Björn Ingi hafði rétt til að hafa bílinn, af hverju er hann búinn að skila honum?“ segir Ómar og telur það segja allt sem segja þarf. Og bætir því við að það sé ekkert sem bendir til þess að Björn Ingi hafi greitt bifreiðahlunnindi af þessum bíl. Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarformaður Pressunnar, krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi eigandi fyrirtækisins, skili bíl Pressunnar. Verði hann ekki við því ætlar hann að tilkynna bílinn stolinn. Ekki á af Birni Inga að ganga og er hart að honum sótt. Fréttablaðið greindi til dæmis frá því að stjórnin hafi kært hann fyrir fjárdrátt og nú bætist þetta við, sem verður að teljast lítilræði í því samhengi. Einn bíll til eða frá hefur hingað til í forstjórasamningum talist nokkuð sem vart tekur því að nefna. Björn Ingi greinir sjálfur frá þessu á Facebooksíðu sinni. Að honum hafi borist skilaboð þessa efnis frá Ómari, að skila „skila bifreið sem var á sínum tíma hluti af launakjörum mínum. Lögmaður minn sýndi Ómari strax fram á að ég hefði fyrir nokkru tekið yfir leigusamning bifreiðarinnar og væri greiðandi að henni. Þá fékk hann þau ótrúlegu svör að hún yrði tilkynnt stolin yrði henni ekki skilað til Pressunnar!“Sveinn Andri svarar Ómari fullum hálsi Björn Ingi leggur jafnframt fram svar lögmanns hans, Sveins Andra Sveinssonar, til Ómars og þar er svarað fullum hálsi. Ljóst er að Sveinn ber takmarkaða virðingu fyrir Ómari, sá er tónninn: „Þú veizt að aðeins leigutaki fær sendan greiðsluseðil. Á þessum reikningi kemur fram að verið er að rukka leigu fyrir bifreiðina. Viðskiptanúmer er kt Björn Inga. Þarf að stafa þetta ofan í þig? Þú verður að eiga það við þig hvort að þú sendir tilhæfulausa kæru til lögreglunnar. Mínir umbj munu þá um hæl senda kæru fyrir rangar sakargiftir, enda um skýrt ásetningsbrot að ræða.“Segir Ómar hóta Birni Inga og þjófkenna Og seinn kom viðbót við færslu Björns Inga svohljóðandi, enn er vitnað í Svein Andra: „Sæll Ómar Þér er hér með tilkynnt að Björn ingi hefur afhent Örmum þessa ágætu bifreið og fengið aðra. Hann áskilur sér áfram allan rétt til þess að leggja fram kæru á hendur þér vegna þessarar háttsemi, þar sem þú ehfur bæði haft í hótunum við hann og þjófkennt hann. Ég fæ ekki séð að þessar æfingar þínar hafi skilað miklu fyrir þetta félag, Pressunar ehf, en hverra hagsmuna þú ert að gæta er líka bærilega þokukennt. Sveinn Andri Sveinsson hrl“Uppfært16:40Var að sjálfsögðu með bílinn í leyfisleysi Vísir ræddi við Ómar um málið og í hans huga þá fer hér ekkert á milli mála. „Björn Ingi hvarf af launaskrá fyrirtækisins fyrir nokkru síðan og ef bíllinn var hluti af launakjörum hans þá bar honum væntanlega að skila honum þá þegar. Ef ekki, þá hefði honum í síðasta lagi borið skylda til að skila honum þegar hann hvarf frá stjórn fyrirtækisins með formlegum hætti 24. nóvember. Umræddur lánssamningur var gerður í nafni Pressunnar. Vissulega hafði Björn Ingi reynt að fá í gegn nafnabreytingu á samningnum en ekki orðið kápan úr því klæðinu. Þar af leiðandi var hann að sjálfsögðu með bílinn í leyfisleysi og bar að skila honum,“ segir Ómar. Bíllinn sem um ræðir er Land Rover Discovery af dýrustu tegund, árgerð 2015. „Fólk getur spurt sig þessarar spurningar: Ef Björn Ingi hafði rétt til að hafa bílinn, af hverju er hann búinn að skila honum?“ segir Ómar og telur það segja allt sem segja þarf. Og bætir því við að það sé ekkert sem bendir til þess að Björn Ingi hafi greitt bifreiðahlunnindi af þessum bíl.
Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00