Stafrænt ofbeldi eltir fólk út lífið 9. desember 2017 11:00 Júlía Birgisdóttir vill auka skilning á stafrænu kynferðisofbeldi. MYND/ERNIR Júlía Birgisdóttir vill auka skilning á því hvað felst í stafrænu kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Myndband var tekið upp af henni án hennar vitundar og samþykkis og sett í umferð. Hún segir stafrænt kynferðisofbeldi elta fólk út lífið. Netið gleymi engu. "Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhver tekur upp, dreifir eða skoðar kynferðislegt myndefni í óþökk og án samþykkis þess sem er á því. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að þegar það dreifir eða skoðar slíkt myndefni er það gerandi,“ segir Júlía Birgisdóttir en hún hefur verið ötul talskona gegn stafrænu ofbeldi eftir að hafa upplifað það á eigin skinni. Hún segir að ólíkt mörgu öðru ofbeldi endurtaki stafrænt ofbeldi sig í hvert skipti sem einhver dreifir efninu og einnig þegar það er skoðað. Ofbeldið er því viðvarandi út lífið og getur dúkkað upp á hvaða tímapunkti sem er. „Fólk skilur ekki að þetta er ofbeldi því í mörgum tilfellum var fólk samþykkt myndatökunni eða sendi sjálft af sér mynd til einhvers sem það treysti, en það þýðir ekki samþykki fyrir dreifingu. Skilningur er að aukast á því hvað þetta hefur miklar afleiðingar og að það er ekki bara eitthvert flipp að senda nektarmynd. Dreifing á slíku myndefni gerir fólk algjörlega varnarlaust og afleiðingarnar eru miklar,“ segir Júlía. Myndband af henni var tekið upp, án hennar vitundar, og hafði verið í dreifingu í tvö ár þegar hún frétti af því. „Áhrifin sem þetta hafði á mig voru rosaleg og afleiðingarnar eins og af öðru kynferðisofbeldi. Mikill ótti, áfallastreituröskun, kvíði og þunglyndi. Þegar ég komst að tilvist myndbandsins skildi ég ekki af hverju þetta hafði svona slæm áhrif á mig. Ég vissi ekki hvert ég átti að leita. Ég vildi ekki að þetta myndi fréttast og stóð því algerlega ein. Þessi tegund ofbeldis er svo ný með nútímatækni en aðgengi að þjónustu er orðið mun betra og má nefna Bjarkarhlíð sem er fyrir þolendur ofbeldis og Stígamót.“ Júlía segir mikilvægt að stafrænt ofbeldi sé viðurkennt sem slíkt. Orðið „hefndarklám“ eigi ekki að vera til. „Að flokka þetta sem einhvers konar undirflokk af klámi er eins og tala um nauðgun sem tegund af kynlífi. Sú skoðun er sem betur fer á undanhaldi að þolendur stafræns ofbeldis geti sjálfum sér um kennt. Mikilvægt er að fólk skilji hvers vegna þolendur ofbeldis kjósa að stíga fram. Það er ekki til þess að fá vorkunn heldur til þess að vekja athygli á alvarlegu vandamáli. Það er vissulega ekki auðvelt að stíga fram en það er nauðsynlegt. Fólk gerir það til þess að skapa umræðu, auka vitund og skilning á erfiðum málum og knýja fram breytingar.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
Júlía Birgisdóttir vill auka skilning á því hvað felst í stafrænu kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Myndband var tekið upp af henni án hennar vitundar og samþykkis og sett í umferð. Hún segir stafrænt kynferðisofbeldi elta fólk út lífið. Netið gleymi engu. "Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhver tekur upp, dreifir eða skoðar kynferðislegt myndefni í óþökk og án samþykkis þess sem er á því. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að þegar það dreifir eða skoðar slíkt myndefni er það gerandi,“ segir Júlía Birgisdóttir en hún hefur verið ötul talskona gegn stafrænu ofbeldi eftir að hafa upplifað það á eigin skinni. Hún segir að ólíkt mörgu öðru ofbeldi endurtaki stafrænt ofbeldi sig í hvert skipti sem einhver dreifir efninu og einnig þegar það er skoðað. Ofbeldið er því viðvarandi út lífið og getur dúkkað upp á hvaða tímapunkti sem er. „Fólk skilur ekki að þetta er ofbeldi því í mörgum tilfellum var fólk samþykkt myndatökunni eða sendi sjálft af sér mynd til einhvers sem það treysti, en það þýðir ekki samþykki fyrir dreifingu. Skilningur er að aukast á því hvað þetta hefur miklar afleiðingar og að það er ekki bara eitthvert flipp að senda nektarmynd. Dreifing á slíku myndefni gerir fólk algjörlega varnarlaust og afleiðingarnar eru miklar,“ segir Júlía. Myndband af henni var tekið upp, án hennar vitundar, og hafði verið í dreifingu í tvö ár þegar hún frétti af því. „Áhrifin sem þetta hafði á mig voru rosaleg og afleiðingarnar eins og af öðru kynferðisofbeldi. Mikill ótti, áfallastreituröskun, kvíði og þunglyndi. Þegar ég komst að tilvist myndbandsins skildi ég ekki af hverju þetta hafði svona slæm áhrif á mig. Ég vissi ekki hvert ég átti að leita. Ég vildi ekki að þetta myndi fréttast og stóð því algerlega ein. Þessi tegund ofbeldis er svo ný með nútímatækni en aðgengi að þjónustu er orðið mun betra og má nefna Bjarkarhlíð sem er fyrir þolendur ofbeldis og Stígamót.“ Júlía segir mikilvægt að stafrænt ofbeldi sé viðurkennt sem slíkt. Orðið „hefndarklám“ eigi ekki að vera til. „Að flokka þetta sem einhvers konar undirflokk af klámi er eins og tala um nauðgun sem tegund af kynlífi. Sú skoðun er sem betur fer á undanhaldi að þolendur stafræns ofbeldis geti sjálfum sér um kennt. Mikilvægt er að fólk skilji hvers vegna þolendur ofbeldis kjósa að stíga fram. Það er ekki til þess að fá vorkunn heldur til þess að vekja athygli á alvarlegu vandamáli. Það er vissulega ekki auðvelt að stíga fram en það er nauðsynlegt. Fólk gerir það til þess að skapa umræðu, auka vitund og skilning á erfiðum málum og knýja fram breytingar.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira