Gunnar stendur í horni Bjarkanna: "Alltaf séð fyrir mér að Bjarki Ómars nái langt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 19:30 Gunnar Nelson, besti og fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, er á leiðinni til Lundúna á stórt bardagakvöld um helgina en að þessu sinni stendur hann fyrir utan búrið. Gunnar verður þeim Bjarka Þór Pálssyni og Bjarka Ómarssyni til halds og trausts á FightStar 13-bardagakvöldinu í Lundúnum og mun standa í horninu þeirra á meðan bardaganum stendur. Bjarki Þór er að verja léttvigtarbeltið sitt sem hann vann í október en Bjarki Ómarsson er að berjast í fyrsta sinn sem atvinnumaður. „Ég er búinn að æfa með þessum strákum lengi og það er mjög gaman að fara með þeim út, aðstoða þá og vera í horninu hjá þeim. Það er bara vonandi að maður geti hjálpað þeim eitthvað í horninu á meðan bardaganum stendur. Ég held að þeir eigi eftir að standa sig með prýði. Þeir eru fjórir að fara að keppa og ég spái þeim öllum sigri,“ segir Gunnar. Bjarki Þór verður 5-0 á atvinnumannaferlinum, búinn að vinna belti og verja það ef hann sigrar í Lundúnum á morgun. Ætti það ekki að færa hann ofar í sportinu? „Mér finnst það mjög líklegt. Þetta er mjög stór bardagi fyrir Bjarka. Ég hugsa að eftir þennan bardaga þá fari hann að leitast eftir aðeins stærra sviði og að sama skapi fara aðeins stærri sambönd að sækjast eftir kröftum hans,“ segir Gunnar. Bjarki Ómarsson, oftast kallaður The Kid, er einn af efnilegustu bardagamönnum heims. Beðið hefur verið eftir fyrsta atvinnumannabardaganum hans með mikilli eftirvæntingu. Bjarki á sérstakan stað í hjarta Gunnars. „Hann er búinn að vera hjá okkur síðan að hann var krakki og alltaf verið hrikalega efnilegur. Ég hef alltaf hlakkað til að sjá hann keppa. Ég hef alltaf séð fyrir mér að hann myndi ná langt, alveg frá því að hann var krakki,“ segir GunnaR Nelson. Auk Bjarkanna munu þeir Ingþór Örn Valdimarsson, Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen keppa sem áhugamenn á bardagakvöldinu. Alla fréttina úr kvöldféttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45 Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira
Gunnar Nelson, besti og fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, er á leiðinni til Lundúna á stórt bardagakvöld um helgina en að þessu sinni stendur hann fyrir utan búrið. Gunnar verður þeim Bjarka Þór Pálssyni og Bjarka Ómarssyni til halds og trausts á FightStar 13-bardagakvöldinu í Lundúnum og mun standa í horninu þeirra á meðan bardaganum stendur. Bjarki Þór er að verja léttvigtarbeltið sitt sem hann vann í október en Bjarki Ómarsson er að berjast í fyrsta sinn sem atvinnumaður. „Ég er búinn að æfa með þessum strákum lengi og það er mjög gaman að fara með þeim út, aðstoða þá og vera í horninu hjá þeim. Það er bara vonandi að maður geti hjálpað þeim eitthvað í horninu á meðan bardaganum stendur. Ég held að þeir eigi eftir að standa sig með prýði. Þeir eru fjórir að fara að keppa og ég spái þeim öllum sigri,“ segir Gunnar. Bjarki Þór verður 5-0 á atvinnumannaferlinum, búinn að vinna belti og verja það ef hann sigrar í Lundúnum á morgun. Ætti það ekki að færa hann ofar í sportinu? „Mér finnst það mjög líklegt. Þetta er mjög stór bardagi fyrir Bjarka. Ég hugsa að eftir þennan bardaga þá fari hann að leitast eftir aðeins stærra sviði og að sama skapi fara aðeins stærri sambönd að sækjast eftir kröftum hans,“ segir Gunnar. Bjarki Ómarsson, oftast kallaður The Kid, er einn af efnilegustu bardagamönnum heims. Beðið hefur verið eftir fyrsta atvinnumannabardaganum hans með mikilli eftirvæntingu. Bjarki á sérstakan stað í hjarta Gunnars. „Hann er búinn að vera hjá okkur síðan að hann var krakki og alltaf verið hrikalega efnilegur. Ég hef alltaf hlakkað til að sjá hann keppa. Ég hef alltaf séð fyrir mér að hann myndi ná langt, alveg frá því að hann var krakki,“ segir GunnaR Nelson. Auk Bjarkanna munu þeir Ingþór Örn Valdimarsson, Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen keppa sem áhugamenn á bardagakvöldinu. Alla fréttina úr kvöldféttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45 Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira
Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45
Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45