Björk vann World Touring Car Championship Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2017 10:57 Björk fagnar titli sínum eftir lokakeppnina í Qatar. Já, hann heitir Björk, reyndar Thed Björk og á líklega fátt sameigilegt með hinni ástsælu söngkona okkar Íslendinga, Björk Guðmundsdóttur. Björk er sænskur keppnisökumaður og hann vann á dögunum WTCC keppnisröðina, eða World Touring Car Championship en í þeirri keppnisröð er keppt 20 sinnum á hverju tímabili á 10 keppnisstöðum í jafn mörgum löndum. Tvær keppnir fara semsagt fram á hverjum keppnisstað og hafði Björk sigur í tveimur þeirra en sýndi mjög stöðugan akstur og var oftast á meðal efstu manna. Hann safnaði 283,5 stigum á nýliðnu keppnistímabili, en næsti keppandi á eftir honum náði 255 stigum en það var Norbert Michelisz frá Ungverjalandi. Björk er fyrsti Svíinn sem hefur sigur í WTCC keppnisröðinni, en Björk ók á Volvo S60 Polestar touring bíl fyrir liðið Cyan Racing. Cyan Racing hafði einnig sigur í ár meðal keppnisliða. Á flestum þekktum bílavefjum heimsins sem greint hafa frá sigri Björk í WTCC er mikið gantast með það að sigurvegarinn í ár heiti sama nafni og Björk okkar Guðmundsdóttir og sýnir það best hversu þekkt nafn hún er í tónlistarheiminum.Keppnisbíll Björk í WTCC. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent
Já, hann heitir Björk, reyndar Thed Björk og á líklega fátt sameigilegt með hinni ástsælu söngkona okkar Íslendinga, Björk Guðmundsdóttur. Björk er sænskur keppnisökumaður og hann vann á dögunum WTCC keppnisröðina, eða World Touring Car Championship en í þeirri keppnisröð er keppt 20 sinnum á hverju tímabili á 10 keppnisstöðum í jafn mörgum löndum. Tvær keppnir fara semsagt fram á hverjum keppnisstað og hafði Björk sigur í tveimur þeirra en sýndi mjög stöðugan akstur og var oftast á meðal efstu manna. Hann safnaði 283,5 stigum á nýliðnu keppnistímabili, en næsti keppandi á eftir honum náði 255 stigum en það var Norbert Michelisz frá Ungverjalandi. Björk er fyrsti Svíinn sem hefur sigur í WTCC keppnisröðinni, en Björk ók á Volvo S60 Polestar touring bíl fyrir liðið Cyan Racing. Cyan Racing hafði einnig sigur í ár meðal keppnisliða. Á flestum þekktum bílavefjum heimsins sem greint hafa frá sigri Björk í WTCC er mikið gantast með það að sigurvegarinn í ár heiti sama nafni og Björk okkar Guðmundsdóttir og sýnir það best hversu þekkt nafn hún er í tónlistarheiminum.Keppnisbíll Björk í WTCC.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent