Rannveig Rist segir að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2017 21:00 Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi. VÍSIR/GVA Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar aðfaranótt 5. ágúst árið 2009. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið en um nóttina höfðu verið unnin skemmdarverk á heimili Rannveigar í Garðabæ. Málningu var skvett á íbúðarhúsið og þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn þann 5. ágúst skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Sjá einnig: Rannveig særð í andliti eftir sýruárás„Ég opnaði bílinn vegna þess að hann var allur út í einhverju, það var svona eins og lakkið væri að hluta til uppleyst, en það var allt þurrt svo við sáum ekki strax að þetta væri sýra. Ég opnaði bílinn og í hurðarfalsinu var greinilega vatn, þannig að það var vatnsblönduð sýra sem var í falsinu, það komu dropar í andlitið á mér og ég fékk sár af þeim. Ég var heppin að fá þá ekki í augun. En ég fékk sár í andlitið sem ég átti í dálítið lengi, þannig að þetta var býsna alvarleg árás,“ segir Rannveig í samtali við RÚV um árásina. Hún telur að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni en Rio Tinto telji þetta alvarlegustu árás sem gerð hafi verið á starfsmann þess á Vesturlöndum frá upphafi. Börnin heima þegar árásin átti sér staðStefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi eftir atvikið árið 2009 að málið væri litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Á þessum tíma hafði lögreglan til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk höfðu verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Hún kærði þann úrskurð en það var líka látið niður falla. Rannveig segir að fjölskyldan hafi verið í sumarfríi þegar skemmdarverkin og árásin áttu sér stað og voru börnin hennar tvö á heimilinu, það yngra átta ára. Rannveig segir að málið hafi fengið mjög á fjölskylduna en búið var að mála veggina um nóttina þar sem börnin sváfu og utan á húsið var málað: „Hér býr illvirki.“Almennur ótti í þjóðfélaginuHún furðar sig á því að enginn hafi mótmælt því að slíkar árásir hafi verið gerðar hér á landi en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Það hafi svo verið stór samkoma á Íslandi nokkrum árum síðar þar sem var verið að mótmæla sýruárásum í fjarlægum löndum. „Mér finnst raunverulega bara almennt í þjóðfélaginu að það stóð enginn upp gegn þessu, þeim tókst þessum aðilum sem voru þarna að verki í þessum hömlulausu aðgerðum að hræða ansi marga. Þannig að lögreglan og alþingismenn og þeir sem hefðu átt að bregðast við og standa upp við svona þorðu því ekki af ótta við að lenda í svona sjálfir. Mér fannst vera almennur ótti í þjóðfélaginu og menn lögðu ekki í málið. Vegna þess að það er mjög skrýtið að svona árás skuli ekki vera tekin mjög föstum tökum og alvarlega." Rannveig segir við RÚV að hún fagni #MeToo umræðunni sem núna er í gangi og segir hana þarfa og tímabæra. „Ég held að það sé ágætt að menn átti sig á því að það er alveg kominn tími á að konur séu meðhöndlaðar með sama hætti og karlmenn. Ég ætla ekki að óska körlunum að þeir séu meðhöndlaðir með sama hætti og konur." MeToo Tengdar fréttir Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar aðfaranótt 5. ágúst árið 2009. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið en um nóttina höfðu verið unnin skemmdarverk á heimili Rannveigar í Garðabæ. Málningu var skvett á íbúðarhúsið og þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn þann 5. ágúst skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Sjá einnig: Rannveig særð í andliti eftir sýruárás„Ég opnaði bílinn vegna þess að hann var allur út í einhverju, það var svona eins og lakkið væri að hluta til uppleyst, en það var allt þurrt svo við sáum ekki strax að þetta væri sýra. Ég opnaði bílinn og í hurðarfalsinu var greinilega vatn, þannig að það var vatnsblönduð sýra sem var í falsinu, það komu dropar í andlitið á mér og ég fékk sár af þeim. Ég var heppin að fá þá ekki í augun. En ég fékk sár í andlitið sem ég átti í dálítið lengi, þannig að þetta var býsna alvarleg árás,“ segir Rannveig í samtali við RÚV um árásina. Hún telur að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni en Rio Tinto telji þetta alvarlegustu árás sem gerð hafi verið á starfsmann þess á Vesturlöndum frá upphafi. Börnin heima þegar árásin átti sér staðStefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi eftir atvikið árið 2009 að málið væri litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Á þessum tíma hafði lögreglan til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk höfðu verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Hún kærði þann úrskurð en það var líka látið niður falla. Rannveig segir að fjölskyldan hafi verið í sumarfríi þegar skemmdarverkin og árásin áttu sér stað og voru börnin hennar tvö á heimilinu, það yngra átta ára. Rannveig segir að málið hafi fengið mjög á fjölskylduna en búið var að mála veggina um nóttina þar sem börnin sváfu og utan á húsið var málað: „Hér býr illvirki.“Almennur ótti í þjóðfélaginuHún furðar sig á því að enginn hafi mótmælt því að slíkar árásir hafi verið gerðar hér á landi en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Það hafi svo verið stór samkoma á Íslandi nokkrum árum síðar þar sem var verið að mótmæla sýruárásum í fjarlægum löndum. „Mér finnst raunverulega bara almennt í þjóðfélaginu að það stóð enginn upp gegn þessu, þeim tókst þessum aðilum sem voru þarna að verki í þessum hömlulausu aðgerðum að hræða ansi marga. Þannig að lögreglan og alþingismenn og þeir sem hefðu átt að bregðast við og standa upp við svona þorðu því ekki af ótta við að lenda í svona sjálfir. Mér fannst vera almennur ótti í þjóðfélaginu og menn lögðu ekki í málið. Vegna þess að það er mjög skrýtið að svona árás skuli ekki vera tekin mjög föstum tökum og alvarlega." Rannveig segir við RÚV að hún fagni #MeToo umræðunni sem núna er í gangi og segir hana þarfa og tímabæra. „Ég held að það sé ágætt að menn átti sig á því að það er alveg kominn tími á að konur séu meðhöndlaðar með sama hætti og karlmenn. Ég ætla ekki að óska körlunum að þeir séu meðhöndlaðir með sama hætti og konur."
MeToo Tengdar fréttir Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15
#MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30