Ford ætlar að selja bíla á Alibaba Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2017 11:47 Bílasjálfsöluturn eins og Ford ætlar að setja upp í Kína. Í dag mun Ford undirrita samning við netverslunarsíðuna Alibaba í Kína og mun í kjölfarið hefja sölu bíla sinna á síðunni í Kína. Þessir bílar verða afhentir hjá hefðbundnum Ford sölustöðum í Kína og verða þeir þjónustaðir frá þessum sölustöðum. Ford hefur ekki gengið vel í sölu bíla sinna í Kína að undanförnu og er þessi ráðstöfun liður í því að bæta þar um. Sala Ford bíla í Kína nam 938.570 bílum á fyrstu 10 mánuðum ársins og minnkaði salan um 5% á milli ára. Á meðan jókst salan hjá keppinautnum General Motors um 2,2% og alls seldi GM 3,13 milljónir bíla á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Salan hjá GM er því ríflega þreföld á við Ford í Kína. Ford hyggst líka selja bíla sína í einskonar sjálfsala þar sem bílarnir verða sjáanlegir í háreistum sjálfsölublokkum eins og sést hér á myndinni. Það mun því ekki skorta á frumlegheitin í sölu Ford bíla í Kína á næstunni, en hvort það muni duga til að auka söluna mun tíminn einn leiða í ljós. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent
Í dag mun Ford undirrita samning við netverslunarsíðuna Alibaba í Kína og mun í kjölfarið hefja sölu bíla sinna á síðunni í Kína. Þessir bílar verða afhentir hjá hefðbundnum Ford sölustöðum í Kína og verða þeir þjónustaðir frá þessum sölustöðum. Ford hefur ekki gengið vel í sölu bíla sinna í Kína að undanförnu og er þessi ráðstöfun liður í því að bæta þar um. Sala Ford bíla í Kína nam 938.570 bílum á fyrstu 10 mánuðum ársins og minnkaði salan um 5% á milli ára. Á meðan jókst salan hjá keppinautnum General Motors um 2,2% og alls seldi GM 3,13 milljónir bíla á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Salan hjá GM er því ríflega þreföld á við Ford í Kína. Ford hyggst líka selja bíla sína í einskonar sjálfsala þar sem bílarnir verða sjáanlegir í háreistum sjálfsölublokkum eins og sést hér á myndinni. Það mun því ekki skorta á frumlegheitin í sölu Ford bíla í Kína á næstunni, en hvort það muni duga til að auka söluna mun tíminn einn leiða í ljós.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent