Saab 9-3 rafmagnsbílar rúlla af böndunum Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2017 10:50 Saab 9-3 frá NEVS er nú rafmagnsbíll með 300 km drægni. National Electric Vehicle Sweden sem keypti eignir sænska bílaframleiðandans Saab árið 2012 hefur nú hafið framleiðslu Saab 9-3 bílsins aftur. Þessi 9-3 bílar eru frábrugnir framleiðslunni hjá gamla Saab að því leiti að nú eru þeir knúnir rafmagnsmótorum. National Electric Vehicle Sweden er kínverskt-sænskt fyrirtæki og verksmiðja fyrirtækisins er staðsett í Kína. Framleiðslugeta hennar í fyrstu er 50.000 bílar á ári, en hún verður brátt stækkuð og mun þá geta framleitt 200.000 bíla á ári. Saab 9-3 bíllinn var kynntur árið 2002 og því er um ansi gamlan bíl að ræða en engu að síður hefur fyrirtækið reitt sig á þennan sígilda bíl. Hann er nú með rafhlöðum sem duga til 300 kílómetra aksturs. Bíllinn er nokkuð vel búinn, meðal annars með smartphone tengingum, innbyggðu WiFi og lofthreinsibúnaði sem hreinsar 99% af mengandi loftögnum, sem reyndar veitir ekki af í þeim skertu loftgæðum sem víða má finna í Kína. NEVS segir að fyrirtækið hafi þegar fengið 150.000 bíla pöntun frá Panda New Energy sem hyggst bjóða þá bíla til leigu. Er sá kaupsamningur að virði 1.250 milljarða króna. NEVS hyggst bjóða bíla sína í völdum borgum í Evrópu árið 2020 og þá til leigu. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent
National Electric Vehicle Sweden sem keypti eignir sænska bílaframleiðandans Saab árið 2012 hefur nú hafið framleiðslu Saab 9-3 bílsins aftur. Þessi 9-3 bílar eru frábrugnir framleiðslunni hjá gamla Saab að því leiti að nú eru þeir knúnir rafmagnsmótorum. National Electric Vehicle Sweden er kínverskt-sænskt fyrirtæki og verksmiðja fyrirtækisins er staðsett í Kína. Framleiðslugeta hennar í fyrstu er 50.000 bílar á ári, en hún verður brátt stækkuð og mun þá geta framleitt 200.000 bíla á ári. Saab 9-3 bíllinn var kynntur árið 2002 og því er um ansi gamlan bíl að ræða en engu að síður hefur fyrirtækið reitt sig á þennan sígilda bíl. Hann er nú með rafhlöðum sem duga til 300 kílómetra aksturs. Bíllinn er nokkuð vel búinn, meðal annars með smartphone tengingum, innbyggðu WiFi og lofthreinsibúnaði sem hreinsar 99% af mengandi loftögnum, sem reyndar veitir ekki af í þeim skertu loftgæðum sem víða má finna í Kína. NEVS segir að fyrirtækið hafi þegar fengið 150.000 bíla pöntun frá Panda New Energy sem hyggst bjóða þá bíla til leigu. Er sá kaupsamningur að virði 1.250 milljarða króna. NEVS hyggst bjóða bíla sína í völdum borgum í Evrópu árið 2020 og þá til leigu.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent