„Jæja?... hvað er svo að frétta?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 07:00 Ef það er eitt sem má ekki klikka við matarborðið klukkan 18.00 á aðfangadag eru það samræðurnar. Það er hætt við því þegar fólk er búið að vera í jólastressi í nokkra daga og vikur að undirbúa allt og gestgjafinn á fullu að elda og gera klárt að sumir upplifi hreinlega spennufall þegar maturinn er mættur á borðið. Það er fátt verra en að vera mættur í sínu fínasta pússi að borða dýrindis mat og heyra frá einhverjum: „Jæja?… hvað er svo að frétta?“ eftir þrúgandi þögn á meðan fyrsti bitinn er tekinn. Þess vegna er ekki úr vegi að fara yfir svona það helsta sem hægt er að ræða um við jólaborðið eða aðallega hvernig hlutirnir eru ræddir því það skiptir máli. Helstu málefnin eru auðvitað nýja ríkisstjórnin og HM í Rússlandi. Varið ykkur þó á því að fara of djúpt í pólitískar samræður. Þær má geyma til páska. Pælið meira bara í fólkinu sjálfu og hvernig það kemur fyrir. Það eru í raun allir Framsóknarmenn þegar kemur að jólaborðinu. Það horfa bara allir á miðjuna þar sem steikin bíður. „Á svo að fara til Rússlands?“ verður væntanlega spurning ársins á aðfangadag en passið ykkur þar. Það verða vafalítið mjög margir sem gefa sér eða öðrum miða á leiki og/eða flug til Rússlands. Nú eða loforð um slíkt. Ekki því vera að pína það upp úr fólki við matarborðið. Betra er að tala um hversu spennandi þetta er og hversu gaman það verður að mæta Messi. Nú ef allt fer í þrot og þagnirnar verða of margar og þrúgandi má alltaf líta út um gluggann og segja: „Það á víst að fara að kólna.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun
Ef það er eitt sem má ekki klikka við matarborðið klukkan 18.00 á aðfangadag eru það samræðurnar. Það er hætt við því þegar fólk er búið að vera í jólastressi í nokkra daga og vikur að undirbúa allt og gestgjafinn á fullu að elda og gera klárt að sumir upplifi hreinlega spennufall þegar maturinn er mættur á borðið. Það er fátt verra en að vera mættur í sínu fínasta pússi að borða dýrindis mat og heyra frá einhverjum: „Jæja?… hvað er svo að frétta?“ eftir þrúgandi þögn á meðan fyrsti bitinn er tekinn. Þess vegna er ekki úr vegi að fara yfir svona það helsta sem hægt er að ræða um við jólaborðið eða aðallega hvernig hlutirnir eru ræddir því það skiptir máli. Helstu málefnin eru auðvitað nýja ríkisstjórnin og HM í Rússlandi. Varið ykkur þó á því að fara of djúpt í pólitískar samræður. Þær má geyma til páska. Pælið meira bara í fólkinu sjálfu og hvernig það kemur fyrir. Það eru í raun allir Framsóknarmenn þegar kemur að jólaborðinu. Það horfa bara allir á miðjuna þar sem steikin bíður. „Á svo að fara til Rússlands?“ verður væntanlega spurning ársins á aðfangadag en passið ykkur þar. Það verða vafalítið mjög margir sem gefa sér eða öðrum miða á leiki og/eða flug til Rússlands. Nú eða loforð um slíkt. Ekki því vera að pína það upp úr fólki við matarborðið. Betra er að tala um hversu spennandi þetta er og hversu gaman það verður að mæta Messi. Nú ef allt fer í þrot og þagnirnar verða of margar og þrúgandi má alltaf líta út um gluggann og segja: „Það á víst að fara að kólna.“
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun