Flott útspil Kia í smájeppaflokki Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 15:30 Kia Stonic má fá í mörgum skemmtilegum litaútfærslum með öðrum lit á þaki. Reynsluakstur - Kia StonicNú á örskömmum tíma fjölgar um þrjá litla jepplinga sem velja má um umfram þá sem fyrir voru á markaði, svo sem Nissan Juke, Mazda CX-3 og Renault Captur. Þetta eru bílarnir Kia Stonic, Hyundai Kona og Volkswagen T-Roc. Þeir falla allir í þann flokk bíla sem fer mest vaxandi í sölu í heiminum í dag, sem virðist nánast öskra á litla og sæta jepplinga. Þessir bílar falla í B-stærðarflokk jepplinga sem seljast í 1,1 milljón eintaka bara í Evrópu í ár og spáð er að verði stærsti einstaki flokkur bíla árið 2020. Kia Stonic er fyrr kynntur á Íslandi en Hyundai Kona, en bílablaðamönnum var boðið að kynna sér Kia Stonic í Berlin fyrir skömmu. Kia Stonic og Hyundai Kona eru í raun systurbílar, enda á Hyundai stóran hlut í Kia fyrirtækinu. En það sem meira máli skiptir þá er Kia Stonic enn fremur systurbíll Kia Rio, er á sama undirvagni og hann, með sömu vélar og margt annað sameiginlegt. Það er reyndar fremur góðar fréttir hvað varðar Stonic því Rio er einfaldlega mjög góður bíll. Það sem þeir eiga þó ekki sameiginlegt er veghæðin, en Kia Stonic er óvenjuhár frá vegi og með lægsta punkt 18,3 cm frá götu. Það hentar mjög vel hér á landi snjóa og ófærðar. Það má þó ekki skilja það sem svo að hér sé komið torfærutröll, en Stonic kemur aðeins framhjóladrifinn. Ekki klikkar SchreyerEnn eina ferðina kemur úr smiðju Kia, eða öllu heldur aðalhönnuðarins Peter Schreyer, fallegur bíll með öll hlutföll í lagi. Stonic er skemmtilega teiknaður og fyrir ýmsu er hugsað með hönnun hans. Hann er með óvenju langt húdd fyrir lítinn jeppling að vera og það gerir hann kraftalegri og sportlegri. Hann er með annarskonar lit á þaki og það villir auganu sýn á þann hátt að bíllinn virðist lægri og meira í ætt við sportbíla. Hann er með breiðan og tilkomumikinn framenda og afturendinn flottur með fremur stóra hlífðarplötu neðst sem bendir til getu hans í vegleysum. Hliðarsvipurinn er með sterkum afgerandi línum og sportlegheitin skína af honum þrátt fyrir hve hátt hann stendur á vegi. Að innan er Stonic ansi laglegur þó eitthvað beri á fremur ódýru plasti, eitthvað sem allir bílarnir í þessum flokki bera og skýrir kannski best út hve ódýrir þeir eru. Innréttingin er eiginlega sú sama og í Rio, sem er að mörgu leiti sniðugt þar sem ekki þarf fyrir vikið að leggja í þann kostnað að endurhanna þennan bíl frá upphafi og gerir hann ódýrari fyrir vikið. Ekki ókunn formúla þar. Sætin eru þægileg og veita mikinn stuðning og falleg eru þau að auki. Rými í aftursætum er nægt til að duga fullorðnum en skottrými er ekki ýkja stórt, eða 352 lítrar. Hafa verður þó í huga að vart er hægt að gera betur í B-stærðarflokki jepplinga. Sem fyrr virðist allt vel smíðað og á réttum stað fyrir ökumann, en smíðagæði Kia eru á þeim stalli að fyrirtækið veitir 7 ára ábyrgð á bílnum, það mesta meðal bílasmiða. Kaupendur Kia bíla hafa það eðlilega mikið í huga. Þrælmögnuð 1,0 lítra og 120 hestafla vélAlmennt er jepplingar í B-stærðarflokki ekki þekktastir fyrir ómótstæðilega akstursgetu, þar fara litlir bílar á stultum og sú formúla bendir hreint ekki til þess að eðlisfræðin vinni með þeim. Kia Stonic er þó einn þeirra bíla í flokknum sem skemmtilegast er að aka og hann er einstaklega lipur í borgarumferð og vel hæfur á vegum þar sem hraðar má aka. Þar sem bíllinn er fremur harður í fjöðrun er engin sérstök ástæða til að velja á hann sem stærsta álfelgur því slíkt kemur niður á mýktinni með minni barða til aðstoðar. Líklega er hann bara bestur á minnstu felgunum sem bjóðast, þ.e. 15 tommu. Vélarkostirnir í Stonic er fjórir, þrjár bensínvélar frá 84 til 120 hestafla og 1,6 lítra og 110 hestafla dísilvél. Það skrítnasta við bensínvélarnar er að sú aflmesta þeirra er með minnsta sprengirýmið, eða aðeins 1,0 lítra. Þar fer þrususkemmtileg vél sem hendir bílnum vel áfram. Líklega er helst hægt að mæla með henni, en margir munu samt örugglega kjósa líka dísilvélina, sem togar mjög vel. Hinar bensínvélarnar eru 1,2 lítra og 84 hestöfl og 1,4 lítra og 100 hestöfl. Í fyrstu er Stonic aðeins í boði beinskiptur með 6 gírum, nema með 1,2 lítra bensínvélinni en þá er hann 5 gíra. Kia mun svo kynna sjálfskiptingu í bílinn á næsta ári. Engin sérstök ástæða er að bíða eftir henni þar sem bílar í þessum stærðarflokki eru hvað skemmtilegastir beinskiptir. Merkilega vel búinnKia Stonic er merkilega vel búinn bíll fyrir lítinn pening og sem dæmi er 7 tommu aðgerðaskjár með Apple CarPlay og Android Auto, hitastýrð miðstöð, bílastæðastýring og Bluetooth staðalbúnaður og þá er upptalningin rétt hafin. Fullkomið stöðugleikakerfi og brekkuaðstoð er það einnig og svo má kaupa aukalega sjálfvirka hemlun, blindpunktsaðvörun og syfjuvara, sem og fleiri öryggis- og aðstoðarkerfi. Með Kia Stonic er kominn fagur bíll með fullt af kostum á flottu verði, en hann þarf að glíma við síharnandi samkeppni, því allir vildu Lilju kveðið hafa í þessum sístækkandi flokki bíla. Hann mun þó standast þá samkeppni. Kostir: Útlit, 1,0 l. bensínvélin, búnaður, verð Ókostir: Skottrými, efnisnotkun í innanrými 1,0 lítra bensínvél, 120 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 115 g/km CO2 Hröðun: 10,3 sek. Hámarkshraði: 184 km/klst Verð frá: 3.140.777 kr. Umboð: AskjaYtri litur bílins er einnig færður inn í innréttingu hans.Snotur innrétting og frískleg og sætin sérlega lagleg.Dísilvélin er 110 hestöfl og togar ágætlega.Fínasta skottrými í annars nettum bíl.Sportlegur í akstri og fimur.Laglegur á alla kanta.Fimur í borgum sem á þjóðvegunum.Kia Stonic við Brandenborgarhliðið í Berlín. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent
Reynsluakstur - Kia StonicNú á örskömmum tíma fjölgar um þrjá litla jepplinga sem velja má um umfram þá sem fyrir voru á markaði, svo sem Nissan Juke, Mazda CX-3 og Renault Captur. Þetta eru bílarnir Kia Stonic, Hyundai Kona og Volkswagen T-Roc. Þeir falla allir í þann flokk bíla sem fer mest vaxandi í sölu í heiminum í dag, sem virðist nánast öskra á litla og sæta jepplinga. Þessir bílar falla í B-stærðarflokk jepplinga sem seljast í 1,1 milljón eintaka bara í Evrópu í ár og spáð er að verði stærsti einstaki flokkur bíla árið 2020. Kia Stonic er fyrr kynntur á Íslandi en Hyundai Kona, en bílablaðamönnum var boðið að kynna sér Kia Stonic í Berlin fyrir skömmu. Kia Stonic og Hyundai Kona eru í raun systurbílar, enda á Hyundai stóran hlut í Kia fyrirtækinu. En það sem meira máli skiptir þá er Kia Stonic enn fremur systurbíll Kia Rio, er á sama undirvagni og hann, með sömu vélar og margt annað sameiginlegt. Það er reyndar fremur góðar fréttir hvað varðar Stonic því Rio er einfaldlega mjög góður bíll. Það sem þeir eiga þó ekki sameiginlegt er veghæðin, en Kia Stonic er óvenjuhár frá vegi og með lægsta punkt 18,3 cm frá götu. Það hentar mjög vel hér á landi snjóa og ófærðar. Það má þó ekki skilja það sem svo að hér sé komið torfærutröll, en Stonic kemur aðeins framhjóladrifinn. Ekki klikkar SchreyerEnn eina ferðina kemur úr smiðju Kia, eða öllu heldur aðalhönnuðarins Peter Schreyer, fallegur bíll með öll hlutföll í lagi. Stonic er skemmtilega teiknaður og fyrir ýmsu er hugsað með hönnun hans. Hann er með óvenju langt húdd fyrir lítinn jeppling að vera og það gerir hann kraftalegri og sportlegri. Hann er með annarskonar lit á þaki og það villir auganu sýn á þann hátt að bíllinn virðist lægri og meira í ætt við sportbíla. Hann er með breiðan og tilkomumikinn framenda og afturendinn flottur með fremur stóra hlífðarplötu neðst sem bendir til getu hans í vegleysum. Hliðarsvipurinn er með sterkum afgerandi línum og sportlegheitin skína af honum þrátt fyrir hve hátt hann stendur á vegi. Að innan er Stonic ansi laglegur þó eitthvað beri á fremur ódýru plasti, eitthvað sem allir bílarnir í þessum flokki bera og skýrir kannski best út hve ódýrir þeir eru. Innréttingin er eiginlega sú sama og í Rio, sem er að mörgu leiti sniðugt þar sem ekki þarf fyrir vikið að leggja í þann kostnað að endurhanna þennan bíl frá upphafi og gerir hann ódýrari fyrir vikið. Ekki ókunn formúla þar. Sætin eru þægileg og veita mikinn stuðning og falleg eru þau að auki. Rými í aftursætum er nægt til að duga fullorðnum en skottrými er ekki ýkja stórt, eða 352 lítrar. Hafa verður þó í huga að vart er hægt að gera betur í B-stærðarflokki jepplinga. Sem fyrr virðist allt vel smíðað og á réttum stað fyrir ökumann, en smíðagæði Kia eru á þeim stalli að fyrirtækið veitir 7 ára ábyrgð á bílnum, það mesta meðal bílasmiða. Kaupendur Kia bíla hafa það eðlilega mikið í huga. Þrælmögnuð 1,0 lítra og 120 hestafla vélAlmennt er jepplingar í B-stærðarflokki ekki þekktastir fyrir ómótstæðilega akstursgetu, þar fara litlir bílar á stultum og sú formúla bendir hreint ekki til þess að eðlisfræðin vinni með þeim. Kia Stonic er þó einn þeirra bíla í flokknum sem skemmtilegast er að aka og hann er einstaklega lipur í borgarumferð og vel hæfur á vegum þar sem hraðar má aka. Þar sem bíllinn er fremur harður í fjöðrun er engin sérstök ástæða til að velja á hann sem stærsta álfelgur því slíkt kemur niður á mýktinni með minni barða til aðstoðar. Líklega er hann bara bestur á minnstu felgunum sem bjóðast, þ.e. 15 tommu. Vélarkostirnir í Stonic er fjórir, þrjár bensínvélar frá 84 til 120 hestafla og 1,6 lítra og 110 hestafla dísilvél. Það skrítnasta við bensínvélarnar er að sú aflmesta þeirra er með minnsta sprengirýmið, eða aðeins 1,0 lítra. Þar fer þrususkemmtileg vél sem hendir bílnum vel áfram. Líklega er helst hægt að mæla með henni, en margir munu samt örugglega kjósa líka dísilvélina, sem togar mjög vel. Hinar bensínvélarnar eru 1,2 lítra og 84 hestöfl og 1,4 lítra og 100 hestöfl. Í fyrstu er Stonic aðeins í boði beinskiptur með 6 gírum, nema með 1,2 lítra bensínvélinni en þá er hann 5 gíra. Kia mun svo kynna sjálfskiptingu í bílinn á næsta ári. Engin sérstök ástæða er að bíða eftir henni þar sem bílar í þessum stærðarflokki eru hvað skemmtilegastir beinskiptir. Merkilega vel búinnKia Stonic er merkilega vel búinn bíll fyrir lítinn pening og sem dæmi er 7 tommu aðgerðaskjár með Apple CarPlay og Android Auto, hitastýrð miðstöð, bílastæðastýring og Bluetooth staðalbúnaður og þá er upptalningin rétt hafin. Fullkomið stöðugleikakerfi og brekkuaðstoð er það einnig og svo má kaupa aukalega sjálfvirka hemlun, blindpunktsaðvörun og syfjuvara, sem og fleiri öryggis- og aðstoðarkerfi. Með Kia Stonic er kominn fagur bíll með fullt af kostum á flottu verði, en hann þarf að glíma við síharnandi samkeppni, því allir vildu Lilju kveðið hafa í þessum sístækkandi flokki bíla. Hann mun þó standast þá samkeppni. Kostir: Útlit, 1,0 l. bensínvélin, búnaður, verð Ókostir: Skottrými, efnisnotkun í innanrými 1,0 lítra bensínvél, 120 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 115 g/km CO2 Hröðun: 10,3 sek. Hámarkshraði: 184 km/klst Verð frá: 3.140.777 kr. Umboð: AskjaYtri litur bílins er einnig færður inn í innréttingu hans.Snotur innrétting og frískleg og sætin sérlega lagleg.Dísilvélin er 110 hestöfl og togar ágætlega.Fínasta skottrými í annars nettum bíl.Sportlegur í akstri og fimur.Laglegur á alla kanta.Fimur í borgum sem á þjóðvegunum.Kia Stonic við Brandenborgarhliðið í Berlín.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent