Ford íhugar að hætta sölu bíla víða í S-Ameríku Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 09:41 Einn af útsölustöðum Ford í S-Ameríku. Þrettán síðustu ársfjórðunga hefur verið tap af sölu bíla Ford í S-Ameríku. Þessari staðreynd finnst ráðamönnum Ford í Detroit erfitt að kyngja og íhuga fyrir vikið að draga bíla sína af markaði í þeim löndum álfunnar sem verst gengur. Ekki er víst að Ford muni draga sig af þessum svæðum nema tímabundið, eða uns efnahagsástand þar lagast. Það gæti verið ansi stór biti fyrir Ford að draga sig alfarið af markaði í álfunni, en slæmt stjórnmálalegt og efnahagslegt ástand víða í löndum S-Ameríku gerir starfsemi Ford þar víða lítt áhugaverða og engu fyrirtæki finnst eðlilegt að horfa uppá svo viðvarandi taprekstur sem þar fer fram. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hefur Ford tapað 61 milljarði króna á starfseminni í S-Ameríku og tapið var enn meira í fyrra á sama tíma. General Motors hætti allri sölu bíla sinna í Venezuela á þessu ári. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent
Þrettán síðustu ársfjórðunga hefur verið tap af sölu bíla Ford í S-Ameríku. Þessari staðreynd finnst ráðamönnum Ford í Detroit erfitt að kyngja og íhuga fyrir vikið að draga bíla sína af markaði í þeim löndum álfunnar sem verst gengur. Ekki er víst að Ford muni draga sig af þessum svæðum nema tímabundið, eða uns efnahagsástand þar lagast. Það gæti verið ansi stór biti fyrir Ford að draga sig alfarið af markaði í álfunni, en slæmt stjórnmálalegt og efnahagslegt ástand víða í löndum S-Ameríku gerir starfsemi Ford þar víða lítt áhugaverða og engu fyrirtæki finnst eðlilegt að horfa uppá svo viðvarandi taprekstur sem þar fer fram. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hefur Ford tapað 61 milljarði króna á starfseminni í S-Ameríku og tapið var enn meira í fyrra á sama tíma. General Motors hætti allri sölu bíla sinna í Venezuela á þessu ári.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent