Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2017 19:45 Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. Andstæðingur Bjarka Þórs að þessu sinni er Steve O‘Keefe en sá er reyndur og hefur meðal annars barist við Conor McGregor en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Íranum eins og flestir. „Hann virkar mjög góður. Er með svart belti í jörðinni sem og í tækvondó. Bara öllum bardagaíþróttum sem hægt er að vera með svart belti í held ég,“ segir Bjarki Þór. „Hann hefur farið gegn þeim bestu úti eins og Conor en reyndar tapað fyrir þeim. Ég býst við ótrúlega góðum bardaga. Ég spái því að ég hengi hann í annarri lotu. Ég ætla aðeins að marinera hann fyrst eins og Bubbi sagði.“Hann verður frá 4-2 eftir laugardaginn Bjarki Ómarsson er að fara að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga en það hafa margir beðið eftir því að hann stígi stóra skrefið á sínum ferli og nú er loksins komið að því. „Ég er ekkert að horfa á þetta öðruvísi en þegar ég var að keppa sem áhugamaður. Ég ætla alla leið og þessi bardagi er ekkert öðruvísi en hinir,“ segir Bjarki en hann fær andstæðing sem er reynslumeiri en hann. „Hann er búinn með fimm bardaga og er 4-1. Hann verður aftur á móti 4-2 næsta laugardag. Það er bara svoleiðis. Ég held að þetta verði önnur lota. Ég prufa mig aðeins í fyrstu lotu og svo klára ég hann í annarri.“ Bjarkarnir nota ekki skírnarnafnið sitt á erlendri grundu og eru ekkert að lenda í því að fólk ruglist á þeim. „Þegar við erum úti þá er ég Thor en hann er Bjarki The Kid,“ segir Bjarki Þór en hefur hann ekkert rætt það við viðskiptajöfurinn Björgólf Thor sem notar líka Thor erlendis? „Jú, við vorum eitthvað að ræða þetta um daginn,“ segir Bjarki Þór og hlær. Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan. MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. Andstæðingur Bjarka Þórs að þessu sinni er Steve O‘Keefe en sá er reyndur og hefur meðal annars barist við Conor McGregor en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Íranum eins og flestir. „Hann virkar mjög góður. Er með svart belti í jörðinni sem og í tækvondó. Bara öllum bardagaíþróttum sem hægt er að vera með svart belti í held ég,“ segir Bjarki Þór. „Hann hefur farið gegn þeim bestu úti eins og Conor en reyndar tapað fyrir þeim. Ég býst við ótrúlega góðum bardaga. Ég spái því að ég hengi hann í annarri lotu. Ég ætla aðeins að marinera hann fyrst eins og Bubbi sagði.“Hann verður frá 4-2 eftir laugardaginn Bjarki Ómarsson er að fara að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga en það hafa margir beðið eftir því að hann stígi stóra skrefið á sínum ferli og nú er loksins komið að því. „Ég er ekkert að horfa á þetta öðruvísi en þegar ég var að keppa sem áhugamaður. Ég ætla alla leið og þessi bardagi er ekkert öðruvísi en hinir,“ segir Bjarki en hann fær andstæðing sem er reynslumeiri en hann. „Hann er búinn með fimm bardaga og er 4-1. Hann verður aftur á móti 4-2 næsta laugardag. Það er bara svoleiðis. Ég held að þetta verði önnur lota. Ég prufa mig aðeins í fyrstu lotu og svo klára ég hann í annarri.“ Bjarkarnir nota ekki skírnarnafnið sitt á erlendri grundu og eru ekkert að lenda í því að fólk ruglist á þeim. „Þegar við erum úti þá er ég Thor en hann er Bjarki The Kid,“ segir Bjarki Þór en hefur hann ekkert rætt það við viðskiptajöfurinn Björgólf Thor sem notar líka Thor erlendis? „Jú, við vorum eitthvað að ræða þetta um daginn,“ segir Bjarki Þór og hlær. Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan.
MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira