Sigmundur Davíð dregur stjórnarsáttmálann sundur og saman í háði Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2017 13:52 Sigmundur Davíð tætir nýjan stjórnarsáttmála í sig, telur hann hlálegt plagg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, þykir stjórnarsáttmálinn hvorki fugl né fiskur. Hann birtir sína útgáfu af honum á netinu, stytta og aðgengilega útgáfu að sögn, og fylgir henni úr hlaði með svohljóðandi skilaboðum á Facebooksíðu sinni: „Það eru víst enn um 10 dagar í að við fáum að sjá fjárlagafrumvarpið. Hvað er hægt að gera í millitíðinni? Til dæmis lesa stjórnarsáttmálann nokkrum sinnum. Ég veit að hann er dálítið langur og ekki endilega mjög skemmtilegur," skrifar Sigmundur og heldur áfram:Bæði hægri og vinstri „Hér er hins vegar að finna stytta og mjög aðgengilega útgáfu stjórnarsáttmálans ásamt skýringum. Gagnlegt skjal sem gott verður að hafa við höndina í vetur.“ Útlegging Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum er ískrandi háðsk og stórskemmtileg. Í inngangi segir: „Ríkisstjórnin er í senn hægri- og vinstri stjórn. Það á þó hvorki að valda hægri- né vinstrimönnum áhyggjum því stjórnin tekur við fullum hirslum fjár og hyggst nýta það.“Nefndir og aftur nefndir Reyndar þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á því að Sigmundi Davíð þykir stjórnarsáttmálinn algjör moðsuða og fjalli í raun ekki um neitt. Svo gripið sé niður í stjórnarsáttmálann að hætti Sigmundar Davíðs: „Ríkisstjórnin telur efnahagslegan styrk mikilvægan og mun stofna ýmis konar nefndir um málið en einnig taka við niðurstöðum fyrri nefnda. Þannig mun til dæmis nefnd um peningastefnu skila niðurstöðu um gjaldmiðilsmál sem nefndarmenn og landsmenn allir verða sammála um. Sú sameiginlega niðurstaða verður svo innleidd af ríkisstjórninni.“Allt gagnsætt og svoleiðis Á öðrum stað segir svo: „Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi fjármálakerfið er sú að hugsanlega verði mótuð stefna varðandi fjármálakerfið. Fyrst verður þó skrifuð hvítbók og talað um innihald hennar ef menn vilja. Svo verður þetta bara allt gagnsætt og skilvirkt og svoleiðis.“ Útgáfu Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum í heild sinni má svo finna hér. Tengdar fréttir Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45 Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, þykir stjórnarsáttmálinn hvorki fugl né fiskur. Hann birtir sína útgáfu af honum á netinu, stytta og aðgengilega útgáfu að sögn, og fylgir henni úr hlaði með svohljóðandi skilaboðum á Facebooksíðu sinni: „Það eru víst enn um 10 dagar í að við fáum að sjá fjárlagafrumvarpið. Hvað er hægt að gera í millitíðinni? Til dæmis lesa stjórnarsáttmálann nokkrum sinnum. Ég veit að hann er dálítið langur og ekki endilega mjög skemmtilegur," skrifar Sigmundur og heldur áfram:Bæði hægri og vinstri „Hér er hins vegar að finna stytta og mjög aðgengilega útgáfu stjórnarsáttmálans ásamt skýringum. Gagnlegt skjal sem gott verður að hafa við höndina í vetur.“ Útlegging Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum er ískrandi háðsk og stórskemmtileg. Í inngangi segir: „Ríkisstjórnin er í senn hægri- og vinstri stjórn. Það á þó hvorki að valda hægri- né vinstrimönnum áhyggjum því stjórnin tekur við fullum hirslum fjár og hyggst nýta það.“Nefndir og aftur nefndir Reyndar þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á því að Sigmundi Davíð þykir stjórnarsáttmálinn algjör moðsuða og fjalli í raun ekki um neitt. Svo gripið sé niður í stjórnarsáttmálann að hætti Sigmundar Davíðs: „Ríkisstjórnin telur efnahagslegan styrk mikilvægan og mun stofna ýmis konar nefndir um málið en einnig taka við niðurstöðum fyrri nefnda. Þannig mun til dæmis nefnd um peningastefnu skila niðurstöðu um gjaldmiðilsmál sem nefndarmenn og landsmenn allir verða sammála um. Sú sameiginlega niðurstaða verður svo innleidd af ríkisstjórninni.“Allt gagnsætt og svoleiðis Á öðrum stað segir svo: „Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi fjármálakerfið er sú að hugsanlega verði mótuð stefna varðandi fjármálakerfið. Fyrst verður þó skrifuð hvítbók og talað um innihald hennar ef menn vilja. Svo verður þetta bara allt gagnsætt og skilvirkt og svoleiðis.“ Útgáfu Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum í heild sinni má svo finna hér.
Tengdar fréttir Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45 Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45
Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15