Stórir alþjóðlegir aðilar hafa lýst yfir áhuga á United Silicon Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. desember 2017 19:45 Aðþjóðlegir fjárfestar hafa sýnt áhuga á rekstri United Silicon í Helguvík en áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins var samþykkt í héraðsdómi í dag. Starfsfólki hefur fækkað um fjórðung frá því slökkt var á ljósbogaofni kísilversins í byrjun september. Rekstur kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík hefur nú verið stopp frá því slökkt var á ofni verksmiðjunnar 1. september síðastliðinn. Frá 14. ágúst hefur rekstur félagsins verið í greiðslustöðvun en 20. september gekk stærsti lánveitandi kísilversins, Arion banki og fimm aðrir lífeyrissjóðir að veðum sínum og yfirtóku 98,13 prósent af hlutafé verksmiðjunnar. Með því voru Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi verksmiðjunnar og hollenska fyrirtækið Bit Fondel gert eignalaust. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins hefur verið með um átta milljarða útistandandi við félagið að með meðtöldum lánsloforðum og ábyrgðum og vegna stöðunnar þurfti bankinn að afskrifa að fullu 16,3% eignarhlut sinn í verksmiðjunni. Bankinn hefur fjármagnað rekstur verksmiðjunnar á greiðslustöðvunartímanum og er kostnaður hans á þeim tíma meiri en 600 milljónir. Í þeim kostnaði er meðal annars, endurbætur á verksmiðju sbr. kröfur yfirvalda, tæknileg úttekt Multiconsult á búnaði og loftgæðum, Bókhaldsrannsókn KPMG á rekstri félagsins og Lögfræðileg áreiðanleikakönnun lögmannsstofunnar LEX. „Þessi tími hefur verið nýttur til þess að vinna greinar og vinda ofan af ýmissi óreiðu sem þarna var,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon. Bókhaldsrannsóknin leiddi í ljós meint fjármunabrot Magnúsar Garðarssonar fyrrverandi forstjóra verksmiðjunnar og eru talin nema 500 milljónum. Meint brot voru kærð til héraðssaksóknara og eru þar í rannsókn. Greiðslustöðvun á rekstri United Silicon rann út í dag en stjórn félagsins hefur óskað eftir áframhaldandi greiðslustöðvun til 22. janúar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðsdómur samþykkti í dag áframhaldandi greiðslustöðvun en ljóst er að að áframhaldandi rekstur verksmiðjunnar á ábyrgð Arion banka hleypur á hundruðum milljóna. „Ég get ekki tjáð mig um þá tölu en ég get alveg viðurkennt að það eru háar upphæðir sem þarf til þess að koma henni í gott horf en þessar greiningar miða við það að þarna sé flest eins og best verður á kosið,“ segir Karen. Karen segir að á þessum tíma hafi fjárfestar sýnt verksmiðjunni áhuga. „Nú þegar þá hafa stórir alþjóðlegir aðilar lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Verðið á kísilmálmi hefur hækkað mikið að undanförnu þannig að vissulega gætu góð tækifæri falist í þessari verksmiðju,“ segir Karen. Tengdar fréttir Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00 Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06 Ekki hægt fullyrða hvaða efni veldur mikilli lykt frá verksmiðju United Silicon Niðurstöður mælinga Norsku loftrannsóknarstofnunarinnar á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum vegna kísilverksmiðju United Silicon liggja fyrir. 11. október 2017 13:49 Kísilverið kostar Arion banka um 200 milljónir á mánuði Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur numið um 200 milljónum í hverjum mánuði frá því að greiðslustöðvun hófst. Arion stendur undir kostnaðinum en framleiðsla kísilversins hefur legið niðri um langt skeið. 22. nóvember 2017 06:00 Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Aðþjóðlegir fjárfestar hafa sýnt áhuga á rekstri United Silicon í Helguvík en áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins var samþykkt í héraðsdómi í dag. Starfsfólki hefur fækkað um fjórðung frá því slökkt var á ljósbogaofni kísilversins í byrjun september. Rekstur kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík hefur nú verið stopp frá því slökkt var á ofni verksmiðjunnar 1. september síðastliðinn. Frá 14. ágúst hefur rekstur félagsins verið í greiðslustöðvun en 20. september gekk stærsti lánveitandi kísilversins, Arion banki og fimm aðrir lífeyrissjóðir að veðum sínum og yfirtóku 98,13 prósent af hlutafé verksmiðjunnar. Með því voru Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi verksmiðjunnar og hollenska fyrirtækið Bit Fondel gert eignalaust. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins hefur verið með um átta milljarða útistandandi við félagið að með meðtöldum lánsloforðum og ábyrgðum og vegna stöðunnar þurfti bankinn að afskrifa að fullu 16,3% eignarhlut sinn í verksmiðjunni. Bankinn hefur fjármagnað rekstur verksmiðjunnar á greiðslustöðvunartímanum og er kostnaður hans á þeim tíma meiri en 600 milljónir. Í þeim kostnaði er meðal annars, endurbætur á verksmiðju sbr. kröfur yfirvalda, tæknileg úttekt Multiconsult á búnaði og loftgæðum, Bókhaldsrannsókn KPMG á rekstri félagsins og Lögfræðileg áreiðanleikakönnun lögmannsstofunnar LEX. „Þessi tími hefur verið nýttur til þess að vinna greinar og vinda ofan af ýmissi óreiðu sem þarna var,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon. Bókhaldsrannsóknin leiddi í ljós meint fjármunabrot Magnúsar Garðarssonar fyrrverandi forstjóra verksmiðjunnar og eru talin nema 500 milljónum. Meint brot voru kærð til héraðssaksóknara og eru þar í rannsókn. Greiðslustöðvun á rekstri United Silicon rann út í dag en stjórn félagsins hefur óskað eftir áframhaldandi greiðslustöðvun til 22. janúar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðsdómur samþykkti í dag áframhaldandi greiðslustöðvun en ljóst er að að áframhaldandi rekstur verksmiðjunnar á ábyrgð Arion banka hleypur á hundruðum milljóna. „Ég get ekki tjáð mig um þá tölu en ég get alveg viðurkennt að það eru háar upphæðir sem þarf til þess að koma henni í gott horf en þessar greiningar miða við það að þarna sé flest eins og best verður á kosið,“ segir Karen. Karen segir að á þessum tíma hafi fjárfestar sýnt verksmiðjunni áhuga. „Nú þegar þá hafa stórir alþjóðlegir aðilar lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Verðið á kísilmálmi hefur hækkað mikið að undanförnu þannig að vissulega gætu góð tækifæri falist í þessari verksmiðju,“ segir Karen.
Tengdar fréttir Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00 Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06 Ekki hægt fullyrða hvaða efni veldur mikilli lykt frá verksmiðju United Silicon Niðurstöður mælinga Norsku loftrannsóknarstofnunarinnar á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum vegna kísilverksmiðju United Silicon liggja fyrir. 11. október 2017 13:49 Kísilverið kostar Arion banka um 200 milljónir á mánuði Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur numið um 200 milljónum í hverjum mánuði frá því að greiðslustöðvun hófst. Arion stendur undir kostnaðinum en framleiðsla kísilversins hefur legið niðri um langt skeið. 22. nóvember 2017 06:00 Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00
Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48
United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06
Ekki hægt fullyrða hvaða efni veldur mikilli lykt frá verksmiðju United Silicon Niðurstöður mælinga Norsku loftrannsóknarstofnunarinnar á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum vegna kísilverksmiðju United Silicon liggja fyrir. 11. október 2017 13:49
Kísilverið kostar Arion banka um 200 milljónir á mánuði Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur numið um 200 milljónum í hverjum mánuði frá því að greiðslustöðvun hófst. Arion stendur undir kostnaðinum en framleiðsla kísilversins hefur legið niðri um langt skeið. 22. nóvember 2017 06:00
Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24