Slökkviliðsmenn gagnrýna Sprengjugengið í þætti Ævars vísindamanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2017 14:25 Í þáttinn mættu tvær ungar konur frá Sprengjugengi Háskóla Íslands. Þær bleyttu í bómull með eldfimum vökva og kveiktu í með þeim afleiðingum að talsverður eldur skapaðist innandyra. Skjáskot af RÚV Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði Vestmannaeyja eru ekki ánægðir með eitt innslagið í annars fræðandi og skemmtilegum þætti Ævars vísindamanns á RÚV en í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu slökkviliðsins gagnrýndu þeir „Sprengjugengið“ svokallaða frá Háskóla Íslands. Þátturinn reyndist gamall og var hann endursýndur í dag. Ævar Þór Benediktsson er þakklátur fyrir góða og réttmæta ábendingu. Í þáttinn mættu tvær ungar konur frá Sprengjugengi Háskóla Íslands. Þær bleyttu í bómull með eldfimum vökva og kveiktu í með þeim afleiðingum að talsverður eldur skapaðist innandyra. Á Facebooksíðu Slökkviliðs Vestmannaeyja er varað við því að börnum sé kennt að fikta með eld og eldfim efni og þá er það auk þess gagnrýnt að konurnar hafi ekki haft sýnilegar varúðarráðstafanir eins og eldvarnateppi og slökkvitæki. Í stöðuuppfærslunni segir einnig að betur hefði farið á að vara börnin við því að gera þetta heima hjá sér. Stöðuuppfærslan endar á því að þættirnir Ævars vísindamanns séu bæði fræðandi og skemmtilegir en að þeir vilji ekki að innslag á borð við þetta sé haft fyrir börnum í skipulagðri barnadagskrá. Það bjóði hættunni heim. Jón Pétursson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis og formaður fagdeildar slökkviliðsmanna innan Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, segir í samtali við Vísi að hann hafi horft á þáttinn í heild sinni og þótt hann sérlega fræðandi og skemmtilegur. „Við erum nýbúnir að horfa á allan þáttinn og þátturinn sem slíkur er mjög skemmtilegur. Umfjöllunarefni mjög fræðandi og skemmtilegt en þetta eina tiltekna atriði finnst mér slæmt og nú tala ég fyrir mig. Ég tala bara sem slökkviliðsmaður, búinn að vera í starfinu í tæp þrjátíu og fjögur ár og sinni líka forvarnarfræðslu og þetta er ekki gott innlegg,“ segir Jón sem brýnir fyrir börnum að allt fikt með eld sé varhugavert.Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður er þakklátur fyrir góða ábendingu en eldvarnarmál eru í góðu lagi í nýju þáttaröðinni.vísir/vilhelmÆvar Þór Benediktsson sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða gamlan þátt. “Þetta er þáttur sem er tveggja ára gamall eða eitthvað svoleiðis og ég sá bara í morgun að það var verið að endursýna hann. Þetta er bara algjörlega satt og rétt,“ segir Ævar sem þakkar fyrir góða og réttmæta ábendingu slökkviliðsmannanna. „Þegar við tökum upp erum við að sjálfsögðu með öll öryggistæki innan handar og það eru okkar mistök að hafa þau ekki í mynd og að sjálfsögðu á að fara varlega og ég þakka fyrir þessa ábendingu og við pössum okkur að vanda okkur betur næst. Þetta er bara rétt hjá þeim,“ segir Ævar sem segir þættina í nýju þáttaröðinni vera með öðrum hætti. Í þeim séu slökkvitæki sýnileg á borðinu og börnin eru vöruð við því að fikta með eld. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði Vestmannaeyja eru ekki ánægðir með eitt innslagið í annars fræðandi og skemmtilegum þætti Ævars vísindamanns á RÚV en í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu slökkviliðsins gagnrýndu þeir „Sprengjugengið“ svokallaða frá Háskóla Íslands. Þátturinn reyndist gamall og var hann endursýndur í dag. Ævar Þór Benediktsson er þakklátur fyrir góða og réttmæta ábendingu. Í þáttinn mættu tvær ungar konur frá Sprengjugengi Háskóla Íslands. Þær bleyttu í bómull með eldfimum vökva og kveiktu í með þeim afleiðingum að talsverður eldur skapaðist innandyra. Á Facebooksíðu Slökkviliðs Vestmannaeyja er varað við því að börnum sé kennt að fikta með eld og eldfim efni og þá er það auk þess gagnrýnt að konurnar hafi ekki haft sýnilegar varúðarráðstafanir eins og eldvarnateppi og slökkvitæki. Í stöðuuppfærslunni segir einnig að betur hefði farið á að vara börnin við því að gera þetta heima hjá sér. Stöðuuppfærslan endar á því að þættirnir Ævars vísindamanns séu bæði fræðandi og skemmtilegir en að þeir vilji ekki að innslag á borð við þetta sé haft fyrir börnum í skipulagðri barnadagskrá. Það bjóði hættunni heim. Jón Pétursson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis og formaður fagdeildar slökkviliðsmanna innan Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, segir í samtali við Vísi að hann hafi horft á þáttinn í heild sinni og þótt hann sérlega fræðandi og skemmtilegur. „Við erum nýbúnir að horfa á allan þáttinn og þátturinn sem slíkur er mjög skemmtilegur. Umfjöllunarefni mjög fræðandi og skemmtilegt en þetta eina tiltekna atriði finnst mér slæmt og nú tala ég fyrir mig. Ég tala bara sem slökkviliðsmaður, búinn að vera í starfinu í tæp þrjátíu og fjögur ár og sinni líka forvarnarfræðslu og þetta er ekki gott innlegg,“ segir Jón sem brýnir fyrir börnum að allt fikt með eld sé varhugavert.Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður er þakklátur fyrir góða ábendingu en eldvarnarmál eru í góðu lagi í nýju þáttaröðinni.vísir/vilhelmÆvar Þór Benediktsson sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða gamlan þátt. “Þetta er þáttur sem er tveggja ára gamall eða eitthvað svoleiðis og ég sá bara í morgun að það var verið að endursýna hann. Þetta er bara algjörlega satt og rétt,“ segir Ævar sem þakkar fyrir góða og réttmæta ábendingu slökkviliðsmannanna. „Þegar við tökum upp erum við að sjálfsögðu með öll öryggistæki innan handar og það eru okkar mistök að hafa þau ekki í mynd og að sjálfsögðu á að fara varlega og ég þakka fyrir þessa ábendingu og við pössum okkur að vanda okkur betur næst. Þetta er bara rétt hjá þeim,“ segir Ævar sem segir þættina í nýju þáttaröðinni vera með öðrum hætti. Í þeim séu slökkvitæki sýnileg á borðinu og börnin eru vöruð við því að fikta með eld.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira