Líkurnar á stríði við Norður-Kóreu fara vaxandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2017 09:44 Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast geta skotið eldflaug með kjarnorkusprengju á meginland Bandaríkjanna. Vísir/AFP Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir að möguleikinn á stríði við Norður-Kóreu fari vaxandi dag frá degi en að hernaðaraðgerðir séu ekki eina lausnin. Bandaríkjaher skoðar nú að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi á vesturströnd Bandaríkjanna til að verjast hugsanlegri ógn frá Norður-Kóreu. Spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur stigmagnast undanfarin misseri vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna stjórnvalda í Pjongjang. Eldflaugatilraunirnar héldu áfram í vikunni eftir tveggja mánaða hlé. Nú segir HR McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að Hvíta húsið keppist við að taka á hættunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það eru leiðir til að taka á þessu vandamál aðrar en stríðsátök en þetta er kapphlaup vegna þess að hann er að færast nær og nær og það er ekki mikill tími til stefnu,“ sagði McMaster um Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu á viðburði í Kaliforníu. Ráðgjafinn vill að Kínverjar axli ábyrgð, meðal annars með því að koma á algeru olíuviðskiptabanni á Norður-Kóreu til að gera stjórnvöldum þar erfitt að fylla á eldflaugar sínar.Reuters-fréttastofan segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið leiti nú að stöðum á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir eldflaugavarnir. Það sé áríðandi í ljósi hraðra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að langdrægar eldflaugar þeirra geti náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir að möguleikinn á stríði við Norður-Kóreu fari vaxandi dag frá degi en að hernaðaraðgerðir séu ekki eina lausnin. Bandaríkjaher skoðar nú að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi á vesturströnd Bandaríkjanna til að verjast hugsanlegri ógn frá Norður-Kóreu. Spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur stigmagnast undanfarin misseri vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna stjórnvalda í Pjongjang. Eldflaugatilraunirnar héldu áfram í vikunni eftir tveggja mánaða hlé. Nú segir HR McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að Hvíta húsið keppist við að taka á hættunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það eru leiðir til að taka á þessu vandamál aðrar en stríðsátök en þetta er kapphlaup vegna þess að hann er að færast nær og nær og það er ekki mikill tími til stefnu,“ sagði McMaster um Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu á viðburði í Kaliforníu. Ráðgjafinn vill að Kínverjar axli ábyrgð, meðal annars með því að koma á algeru olíuviðskiptabanni á Norður-Kóreu til að gera stjórnvöldum þar erfitt að fylla á eldflaugar sínar.Reuters-fréttastofan segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið leiti nú að stöðum á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir eldflaugavarnir. Það sé áríðandi í ljósi hraðra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að langdrægar eldflaugar þeirra geti náð til meginlands Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39