„Á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt" Jóhann K. Jóhannsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 2. desember 2017 18:45 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag. Vísir/Stöð 2 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki verði farið í frekari einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins og ætlar hún að láta gera úttekt á einkarekstri síðustu ára. Útgjöld til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum á meðan útgjöld til opinbera kerfisins hafa nær staðið í stað. Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að útgjöld ríkisins til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og sjálfstætt starfandi lækna jukust um 40 prósent milli áranna 2007 og 2016 á sama tíma og útgjöld til opinbera kerfisins stóðu nánast í stað. Birgir Jakobsson landlæknir hefur margsinnis bent á að opinbera kerfið hafi verið svelt á sama tíma og framlög til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafi verið aukin. „Einkarekstur sem er fjármagnaður af ríkinu hann þróast áfram nánast stjórnlaust vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,“ sagði Birgir Jakobsson, landlæknir í kvöldfréttum Stöðvar 2, 20. apríl síðastliðinn. Í öðru viðtali, 9. október síðastliðinn, sagði Birgir þetta einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2; „Aukning á einkarekstri hefur raunverulega stýrst af framboði á sérgreinalæknum en hefur lítið stuðst við þarfagreiningar á þörfum sjúklinga.“ Vinstri græn sem nú leiða ríkisstjórnina höfðu miklar áhyggjur af auknum einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Það kemur því á óvart að í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á draga eigi úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Eitt af því fyrsta sem að ég mun gera í ráðuneytinu er að fá ítarlega úttekt á stöðu þessara einkavæðingarmála undanfarin ár þannig að við vitum nákvæmlega á hvaða stað við erum í raun og veru stödd," sagði Svandís. Heilbrigðisráðherra ætar að gefa sér tíma í þá yfirferð. „Það er alveg ljóst að á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt, enda er þessi stjórnarsáttmáli, hann snýst fyrst og fremst um það að efla almenna kerfið. Snýst um það að styrkja jafna rétt til öflunar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu og svo framvegis, þannig að það rímar ágætlega saman,“ sagði Svandís. Fjárlög næsta árs verða unnin hratt og Svandís ætlar að leggja fram tillögur á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag um aukin fjárframlög til ríkisrekna heilbrigðiskerfisins. Tengdar fréttir Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki verði farið í frekari einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins og ætlar hún að láta gera úttekt á einkarekstri síðustu ára. Útgjöld til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum á meðan útgjöld til opinbera kerfisins hafa nær staðið í stað. Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að útgjöld ríkisins til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og sjálfstætt starfandi lækna jukust um 40 prósent milli áranna 2007 og 2016 á sama tíma og útgjöld til opinbera kerfisins stóðu nánast í stað. Birgir Jakobsson landlæknir hefur margsinnis bent á að opinbera kerfið hafi verið svelt á sama tíma og framlög til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafi verið aukin. „Einkarekstur sem er fjármagnaður af ríkinu hann þróast áfram nánast stjórnlaust vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,“ sagði Birgir Jakobsson, landlæknir í kvöldfréttum Stöðvar 2, 20. apríl síðastliðinn. Í öðru viðtali, 9. október síðastliðinn, sagði Birgir þetta einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2; „Aukning á einkarekstri hefur raunverulega stýrst af framboði á sérgreinalæknum en hefur lítið stuðst við þarfagreiningar á þörfum sjúklinga.“ Vinstri græn sem nú leiða ríkisstjórnina höfðu miklar áhyggjur af auknum einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Það kemur því á óvart að í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á draga eigi úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Eitt af því fyrsta sem að ég mun gera í ráðuneytinu er að fá ítarlega úttekt á stöðu þessara einkavæðingarmála undanfarin ár þannig að við vitum nákvæmlega á hvaða stað við erum í raun og veru stödd," sagði Svandís. Heilbrigðisráðherra ætar að gefa sér tíma í þá yfirferð. „Það er alveg ljóst að á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt, enda er þessi stjórnarsáttmáli, hann snýst fyrst og fremst um það að efla almenna kerfið. Snýst um það að styrkja jafna rétt til öflunar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu og svo framvegis, þannig að það rímar ágætlega saman,“ sagði Svandís. Fjárlög næsta árs verða unnin hratt og Svandís ætlar að leggja fram tillögur á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag um aukin fjárframlög til ríkisrekna heilbrigðiskerfisins.
Tengdar fréttir Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45