„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur í dag Visir/Jóhann K. Jóhannsson Eigandi Kosts telur að verslunarrisinn Costco hafi nýtt sér viðskiptagögn verslunarinnar í viðskiptum þeirra á milli til þess að átta sig markaðinum hér áður en verslunarkeðjan hóf rekstur hér á landi. Kostur hefur orðið undir í samkeppninni og verður versluninni lokað. Koma verslunarrisans Costco á markað hér á landi hefur haft víðtæk áhrif. Til að mynda hefur hlutabréfaverð í Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, lækkað um ríflega 30%. Það var sagt frá því í október að verslunin Víðir væri til sölu og í gær var tilkynnt að versluninni Kosti yrði lokað. Jón Gerald Sullenberger stofnaði og opnaði verslunina fyrir átta árum. En með vöruúrvalinu var lögð áhersla á amerískar gæðavörur sem seldar voru í stórum pakkningum til að ná fram stærðarhagkvæmni. Verslunin kynnti meðal annars vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco. Þegar tilkynnt var um komu Costco á markaðinn var Jón bjartsýnn en hann átti ekki von á hvernig verslunarmódelinu yrði hagað og bætir við að vörur sem verslunarkeðjan býður séu mikið niðurgreiddar, jafnvel langt undir kostnaðarverði. „Við keppum engan veginn við þetta. Við getum ekki keppt við svona risa sem niðurgreiðir markaðinn. Ég tel að markaðurinn á eftir að breytast mjög mikið næstu mánuði. Við gátum ekki keppt við þá á markaðnum hérna,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts. Jón segir að ákvörðunin með að loka versluninni hafi verið afar erfið. „Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Gríðarlega erfitt gagnvart starfsfólkinu okkar. Það er fullt af starfsfólki búið að vera hjá okkur frá við opnuðum búðina. Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Sú ákvörðun að segja öllum upp korter í jól,“ segir Jón. Þrjátíu og sjö kom til með að vinna vinnuna þegar búðin lokar en Jón segir að reynt hafi verið með öllum mætti að endurskipuleggja viðskiptamódelið en það hafi svo hafi reynst óraunhæft. Hann segir að í raun hafi Kostur byrjað markaðssetningu Costco á Íslandi með því að kynna vörur verslunarkeðjunnar og verið grandalaus þegar verslunarrisinn nýtti sér viðskiptagögn Kosts til þess að átta sig á markaðnum hér.Hvernig kemur þú fjárhagslega út úr þessu? „Það á eftir að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Jón.Ertu sár? „Sár? Þetta er barnið okkar og við erum búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Jón. Tengdar fréttir Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Eigandi Kosts telur að verslunarrisinn Costco hafi nýtt sér viðskiptagögn verslunarinnar í viðskiptum þeirra á milli til þess að átta sig markaðinum hér áður en verslunarkeðjan hóf rekstur hér á landi. Kostur hefur orðið undir í samkeppninni og verður versluninni lokað. Koma verslunarrisans Costco á markað hér á landi hefur haft víðtæk áhrif. Til að mynda hefur hlutabréfaverð í Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, lækkað um ríflega 30%. Það var sagt frá því í október að verslunin Víðir væri til sölu og í gær var tilkynnt að versluninni Kosti yrði lokað. Jón Gerald Sullenberger stofnaði og opnaði verslunina fyrir átta árum. En með vöruúrvalinu var lögð áhersla á amerískar gæðavörur sem seldar voru í stórum pakkningum til að ná fram stærðarhagkvæmni. Verslunin kynnti meðal annars vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco. Þegar tilkynnt var um komu Costco á markaðinn var Jón bjartsýnn en hann átti ekki von á hvernig verslunarmódelinu yrði hagað og bætir við að vörur sem verslunarkeðjan býður séu mikið niðurgreiddar, jafnvel langt undir kostnaðarverði. „Við keppum engan veginn við þetta. Við getum ekki keppt við svona risa sem niðurgreiðir markaðinn. Ég tel að markaðurinn á eftir að breytast mjög mikið næstu mánuði. Við gátum ekki keppt við þá á markaðnum hérna,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts. Jón segir að ákvörðunin með að loka versluninni hafi verið afar erfið. „Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Gríðarlega erfitt gagnvart starfsfólkinu okkar. Það er fullt af starfsfólki búið að vera hjá okkur frá við opnuðum búðina. Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Sú ákvörðun að segja öllum upp korter í jól,“ segir Jón. Þrjátíu og sjö kom til með að vinna vinnuna þegar búðin lokar en Jón segir að reynt hafi verið með öllum mætti að endurskipuleggja viðskiptamódelið en það hafi svo hafi reynst óraunhæft. Hann segir að í raun hafi Kostur byrjað markaðssetningu Costco á Íslandi með því að kynna vörur verslunarkeðjunnar og verið grandalaus þegar verslunarrisinn nýtti sér viðskiptagögn Kosts til þess að átta sig á markaðnum hér.Hvernig kemur þú fjárhagslega út úr þessu? „Það á eftir að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Jón.Ertu sár? „Sár? Þetta er barnið okkar og við erum búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Jón.
Tengdar fréttir Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14