Páfi nefndi Róhingja loks á nafn og hitti 16 flóttamenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Páfi hitti Róhingja í gær. Nordicphotos/AFP Frans páfi hitti sextán manna hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja í Bangladess í gær. Nefndi páfi þar loks nafn þjóðflokksins eftir að hafa sleppt því á meðan hann var í Mjanmar, þaðan sem Róhingjar hafa flúið í hundraða þúsunda tali frá því í ágúst. Á fundi sínum með Róhingjum í gær sagði páfi: „Í nafni allra þeirra sem hafa ofsótt ykkur, sært ykkur, vil ég biðjast fyrirgefningar. Ég biðla til ykkar stóru hjartna um að veita okkur þá fyrirgefningu sem við biðjum um.“ „Nærvera Guðs hér í dag kallast einnig Róhingjar,“ sagði páfi enn fremur. Ummælin voru ekki hluti af ræðu páfans heldur ákvað hann að segja þau á staðnum. Óháð félagasamtök, meðan annars mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International, gagnrýndu páfa harðlega fyrir að nota heitið ekki á meðan hann var í Mjanmar og hafa meðal annars sagt að þannig hefði Frans getað tekið einarða afstöðu gegn þeim ofsóknum sem herinn þar í landi og almennir borgarar beita Róhingja. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað um þjóðernishreinsanir í því samhengi. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, en 0,2 prósent Mjanmara eru meðlimir hennar, réð páfa frá því að nota heitið enda hafnar ríkisstjórn Mjanmar heitinu alfarið. Litið er á Róhingja sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og þeir kallaðir Bengalar, burtséð frá því að þeir hafi margir hverjir fæðst í Mjanmar. Charles Bo kardináli sagði páfa að ef hann myndi nefna Róhingja eða fjalla ítarlega um þjáningar þeirra í Rakhine-héraði hætti hann ekki bara á að kynda undir átökunum heldur einnig á að stefna hinum kristna minnihluta í landinu í hættu. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Frans páfi hitti sextán manna hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja í Bangladess í gær. Nefndi páfi þar loks nafn þjóðflokksins eftir að hafa sleppt því á meðan hann var í Mjanmar, þaðan sem Róhingjar hafa flúið í hundraða þúsunda tali frá því í ágúst. Á fundi sínum með Róhingjum í gær sagði páfi: „Í nafni allra þeirra sem hafa ofsótt ykkur, sært ykkur, vil ég biðjast fyrirgefningar. Ég biðla til ykkar stóru hjartna um að veita okkur þá fyrirgefningu sem við biðjum um.“ „Nærvera Guðs hér í dag kallast einnig Róhingjar,“ sagði páfi enn fremur. Ummælin voru ekki hluti af ræðu páfans heldur ákvað hann að segja þau á staðnum. Óháð félagasamtök, meðan annars mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International, gagnrýndu páfa harðlega fyrir að nota heitið ekki á meðan hann var í Mjanmar og hafa meðal annars sagt að þannig hefði Frans getað tekið einarða afstöðu gegn þeim ofsóknum sem herinn þar í landi og almennir borgarar beita Róhingja. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað um þjóðernishreinsanir í því samhengi. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, en 0,2 prósent Mjanmara eru meðlimir hennar, réð páfa frá því að nota heitið enda hafnar ríkisstjórn Mjanmar heitinu alfarið. Litið er á Róhingja sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og þeir kallaðir Bengalar, burtséð frá því að þeir hafi margir hverjir fæðst í Mjanmar. Charles Bo kardináli sagði páfa að ef hann myndi nefna Róhingja eða fjalla ítarlega um þjáningar þeirra í Rakhine-héraði hætti hann ekki bara á að kynda undir átökunum heldur einnig á að stefna hinum kristna minnihluta í landinu í hættu.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00