Hefðir þú hlegið? Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. desember 2017 07:00 Dropinn holar steininn. Mátt hins smáa má aldrei vanmeta. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Reading og birtar voru í síðustu viku sýna að agnarsmáir dropar af fitu sem notuð er við matargerð geta haft áhrif á veðurfar. Þegar fitan fer út í andrúmsloftið við steikingu myndast flóknar efnasamsetningar sem draga til sín raka svo úr verða heilu skýin.Skuggi smánarEn það er ekki aðeins bókstaflegt andrúmsloft jarðar sem tekur nú stakkaskiptum heldur einnig hið óeiginlega. Konur um heim allan, af öllum stéttum, í öllum starfsgreinum og á öllum aldri hafa undanfarna mánuði deilt sögum af áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Sú staðreynd að konur verði fyrir áreitni vegna kynferðis kom fáum á óvart. Fjöldi atvikanna hefur hins vegar orðið til þess að andrúmsloftið er skyndilega snarbreytt. Margt smátt gerir eitt stórt. Það sem áður var ógæfa einnar konu, harmur sem hún bar í hljóði, er nú hluti drungaskýs sem varpar skugga smánar yfir samfélagið allt.Svipt sjálfsvirðingunniÍ upphafi vikunnar deildu íslenskar konur í sviðslistum og kvikmyndagerð dæmum af kynbundnu misrétti og kynferðislegri áreitni sem þær höfðu orðið fyrir. Leikkona ein sagði söguna af því þegar karlkyns leikstjóri gantaðist með að hún væri lauslát drusla fyrir framan leikhópinn sem hún starfaði í. Hann kallaði hana Almannagjá. Þótt konan væri í sambandi og kærastinn hennar væri hluti af hópnum þorðu viðstaddir ekki annað en að hlæja. Þar með talinn kærastinn. „Mig langaði að hverfa ofan í gólfið,“ skrifaði leikkonan. „Fannst ég algerlega svipt sjálfsvirðingunni fyrir framan vinnufélagana.“ Það sem kemur á óvart þegar sögurnar eru skoðaðar er hversu oft áreitnin á sér stað fyrir opnum tjöldum. Erfitt er að halda því fram að um sé að ræða vandamál sem þrifist hafi bak við luktar dyr og enginn hafi vitað af. Vitnin voru mýmörg og þrjótarnir oft svo afkastamiklir að konur voru sérstaklega varaðar við þeim – rétt eins og það væri kvennanna að passa sig á þeim en ekki misindismannanna að láta þær í friði. Hefði ég hlegið? Hefðir þú hlegið? Það er auðvelt að svara spurningunni neitandi þegar um er að ræða ímyndaðar aðstæður. En ekkert okkar veit hvernig við bregðumst við þegar á hólminn er komið.Limur í pósti„Ég hugsa mjög oft til stelpnanna sem nú eru fullorðnar konur og hvernig þær hafa unnið úr þessu. Hvort það sé mitt að biðjast fyrirgefningar.“ Svo skrifar kona sem gerðist aðstoðarleikstjóri hjá gamalreyndum leikstjóra sem hafði orð á sér fyrir að niðurlægja leikara. Í viðleitni sinni til að standa sig vel í nýja starfinu sagðist konan hafa hjálpað „þessum leikstjóra við að ná fram vilja sínum og niðurlægja og fara yfir mörk annarra“. Konur eru klipnar og á þeim er þuklað. Þær eru niðurlægðar, kallaðar feitar, ljótar, sætar og ríðilegar. Agnúast er út í laun þeirra sem gjarnan eru sögð allt of há, jafnvel þótt stráklingur sem nýhættur er með bleiu fái greidd hærri laun. Konur fá sendar myndir af getnaðarlimum samstarfsmanna í tölvupósti. Konum er refsað í starfi taki þær viðreynslum illa. Og loks: Konur eru teknar með valdi, þeim er nauðgað. Eitt er ljóst: Sökin er alltaf gerandans. En: Vandamálið liggur víðar. Það liggur hjá okkur, það liggur hjá samfélaginu öllu. Við erum ekki meðsek – en við erum meðvirk. Við hlæjum að klúryrðum dónalega leikstjórans; ekki vegna þess að okkur finnist hann fyndinn heldur af misráðinni kurteisi eða ótta við að verða sjálf fórnarlömb hans ef við gerum það ekki. Við spilum með – eins og aðstoðarleikstjórinn – til að bjarga eigin skinni. Í krafti fjöldans er nú loks hlustað á konur. Í krafti fjöldans getum við stöðvað þá dónakarla, durga og ofbeldismenn sem vaða uppi. Það sem við þurfum að gera er að hætta að líta undan. Því til að illskan hafi yfirhöndina þarf ekki annað til en að gott fólk aðhafist ekkert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun
Dropinn holar steininn. Mátt hins smáa má aldrei vanmeta. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Reading og birtar voru í síðustu viku sýna að agnarsmáir dropar af fitu sem notuð er við matargerð geta haft áhrif á veðurfar. Þegar fitan fer út í andrúmsloftið við steikingu myndast flóknar efnasamsetningar sem draga til sín raka svo úr verða heilu skýin.Skuggi smánarEn það er ekki aðeins bókstaflegt andrúmsloft jarðar sem tekur nú stakkaskiptum heldur einnig hið óeiginlega. Konur um heim allan, af öllum stéttum, í öllum starfsgreinum og á öllum aldri hafa undanfarna mánuði deilt sögum af áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Sú staðreynd að konur verði fyrir áreitni vegna kynferðis kom fáum á óvart. Fjöldi atvikanna hefur hins vegar orðið til þess að andrúmsloftið er skyndilega snarbreytt. Margt smátt gerir eitt stórt. Það sem áður var ógæfa einnar konu, harmur sem hún bar í hljóði, er nú hluti drungaskýs sem varpar skugga smánar yfir samfélagið allt.Svipt sjálfsvirðingunniÍ upphafi vikunnar deildu íslenskar konur í sviðslistum og kvikmyndagerð dæmum af kynbundnu misrétti og kynferðislegri áreitni sem þær höfðu orðið fyrir. Leikkona ein sagði söguna af því þegar karlkyns leikstjóri gantaðist með að hún væri lauslát drusla fyrir framan leikhópinn sem hún starfaði í. Hann kallaði hana Almannagjá. Þótt konan væri í sambandi og kærastinn hennar væri hluti af hópnum þorðu viðstaddir ekki annað en að hlæja. Þar með talinn kærastinn. „Mig langaði að hverfa ofan í gólfið,“ skrifaði leikkonan. „Fannst ég algerlega svipt sjálfsvirðingunni fyrir framan vinnufélagana.“ Það sem kemur á óvart þegar sögurnar eru skoðaðar er hversu oft áreitnin á sér stað fyrir opnum tjöldum. Erfitt er að halda því fram að um sé að ræða vandamál sem þrifist hafi bak við luktar dyr og enginn hafi vitað af. Vitnin voru mýmörg og þrjótarnir oft svo afkastamiklir að konur voru sérstaklega varaðar við þeim – rétt eins og það væri kvennanna að passa sig á þeim en ekki misindismannanna að láta þær í friði. Hefði ég hlegið? Hefðir þú hlegið? Það er auðvelt að svara spurningunni neitandi þegar um er að ræða ímyndaðar aðstæður. En ekkert okkar veit hvernig við bregðumst við þegar á hólminn er komið.Limur í pósti„Ég hugsa mjög oft til stelpnanna sem nú eru fullorðnar konur og hvernig þær hafa unnið úr þessu. Hvort það sé mitt að biðjast fyrirgefningar.“ Svo skrifar kona sem gerðist aðstoðarleikstjóri hjá gamalreyndum leikstjóra sem hafði orð á sér fyrir að niðurlægja leikara. Í viðleitni sinni til að standa sig vel í nýja starfinu sagðist konan hafa hjálpað „þessum leikstjóra við að ná fram vilja sínum og niðurlægja og fara yfir mörk annarra“. Konur eru klipnar og á þeim er þuklað. Þær eru niðurlægðar, kallaðar feitar, ljótar, sætar og ríðilegar. Agnúast er út í laun þeirra sem gjarnan eru sögð allt of há, jafnvel þótt stráklingur sem nýhættur er með bleiu fái greidd hærri laun. Konur fá sendar myndir af getnaðarlimum samstarfsmanna í tölvupósti. Konum er refsað í starfi taki þær viðreynslum illa. Og loks: Konur eru teknar með valdi, þeim er nauðgað. Eitt er ljóst: Sökin er alltaf gerandans. En: Vandamálið liggur víðar. Það liggur hjá okkur, það liggur hjá samfélaginu öllu. Við erum ekki meðsek – en við erum meðvirk. Við hlæjum að klúryrðum dónalega leikstjórans; ekki vegna þess að okkur finnist hann fyndinn heldur af misráðinni kurteisi eða ótta við að verða sjálf fórnarlömb hans ef við gerum það ekki. Við spilum með – eins og aðstoðarleikstjórinn – til að bjarga eigin skinni. Í krafti fjöldans er nú loks hlustað á konur. Í krafti fjöldans getum við stöðvað þá dónakarla, durga og ofbeldismenn sem vaða uppi. Það sem við þurfum að gera er að hætta að líta undan. Því til að illskan hafi yfirhöndina þarf ekki annað til en að gott fólk aðhafist ekkert.