„Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því“ 1. desember 2017 19:30 Snæbjörn opnar sig á Facebook. Vísir / Ernir „Strákar! Ég veit alveg að margir okkar hafa orðið fyrir allskonar áreiti frá konum þegar við stöndum á sviði eða í kringum þá vinnu. En í allra góðra vætta nafni, ekki nota það sem einhvers konar mótrök eða argjúment í umræðu undanfarinna daga og vikna,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, meðlimur Skálmaldar og starfsmaður Pipar/TBWA, í einlægum pistli á Facebook-síðu sinni. Göngum umræðuna til enda Pistillinn kemur í kjölfar mikillar umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ýmissa stétta. Margir lokaðir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem konur opna sig um sína reynslu og hefur kassamerkið #metoo tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og vikur. Sjá einnig: Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Snæbjörn höfðar til karlmanna í pistli sínum og hvetur þá til að taka umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og horfa í eigin barm. „Umræðan núna snýst um þá afstöðu sem komin er upp milli karla og kvenna þar sem þær hafa lent undir vegna þess að við höfum með yfirgangi rúllað yfir þær. Göngum þá umræðu til enda, horfum allir í eigin barm og förum yfir stöðu okkar, gjörðir og skoðanir í stað þess að benda á það sem mögulega er gert á okkar hluta.“ Sjá einnig: Efnir til strákahittings og leitar leiða til að brjótast úr viðjum íþyngjandi kynhlutverka „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur“ Snæbjörn segist hugsanlega hafa gerst sekur um það að særa aðra í kringum sig í gegnum tíðina, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur, ég hef alltaf vitað það og jafnvel gengist upp í því. Ég á mér fá tabú í lífinu og læt allt flakka. Ég get þó sem betur fer sagt með góðri samvisku að ég ætla mér aldrei illt og horfi aldrei viljandi niður á fólk sem ég tala við. En þessi umræða, og samtöl við konur og karla kringum hana, hefur vissulega opnað augu mín fyrir mörgu sem ég sá ekki áður. Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því. Mér þykir það afar leitt og þarf að huga að því hverju ég þarf að breyta í mínu fari,“ skrifar Snæbjörn og bætir við. „Ég held að við getum allir bætt okkur. Gerum það í sameiningu, allir sem einn. Í kjölfarið getum við svo haldið áfram að tala um alla hina hlutina sem hægt er að bæta.“Pistil Snæbjörns má sjá hér fyrir neðan: MeToo Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Menning Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Fleiri fréttir Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Sjá meira
„Strákar! Ég veit alveg að margir okkar hafa orðið fyrir allskonar áreiti frá konum þegar við stöndum á sviði eða í kringum þá vinnu. En í allra góðra vætta nafni, ekki nota það sem einhvers konar mótrök eða argjúment í umræðu undanfarinna daga og vikna,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, meðlimur Skálmaldar og starfsmaður Pipar/TBWA, í einlægum pistli á Facebook-síðu sinni. Göngum umræðuna til enda Pistillinn kemur í kjölfar mikillar umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ýmissa stétta. Margir lokaðir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem konur opna sig um sína reynslu og hefur kassamerkið #metoo tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og vikur. Sjá einnig: Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Snæbjörn höfðar til karlmanna í pistli sínum og hvetur þá til að taka umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og horfa í eigin barm. „Umræðan núna snýst um þá afstöðu sem komin er upp milli karla og kvenna þar sem þær hafa lent undir vegna þess að við höfum með yfirgangi rúllað yfir þær. Göngum þá umræðu til enda, horfum allir í eigin barm og förum yfir stöðu okkar, gjörðir og skoðanir í stað þess að benda á það sem mögulega er gert á okkar hluta.“ Sjá einnig: Efnir til strákahittings og leitar leiða til að brjótast úr viðjum íþyngjandi kynhlutverka „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur“ Snæbjörn segist hugsanlega hafa gerst sekur um það að særa aðra í kringum sig í gegnum tíðina, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur, ég hef alltaf vitað það og jafnvel gengist upp í því. Ég á mér fá tabú í lífinu og læt allt flakka. Ég get þó sem betur fer sagt með góðri samvisku að ég ætla mér aldrei illt og horfi aldrei viljandi niður á fólk sem ég tala við. En þessi umræða, og samtöl við konur og karla kringum hana, hefur vissulega opnað augu mín fyrir mörgu sem ég sá ekki áður. Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því. Mér þykir það afar leitt og þarf að huga að því hverju ég þarf að breyta í mínu fari,“ skrifar Snæbjörn og bætir við. „Ég held að við getum allir bætt okkur. Gerum það í sameiningu, allir sem einn. Í kjölfarið getum við svo haldið áfram að tala um alla hina hlutina sem hægt er að bæta.“Pistil Snæbjörns má sjá hér fyrir neðan:
MeToo Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Menning Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Fleiri fréttir Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”