Starfsmenn Vodafone eftir kaupin verða um 550 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2017 13:45 Björn Víglundsson, Stefán Sigurðsson og Ingibjörg Pálmadóttir á starfsmannafundi 365 í morgun. Vísir/Vilhelm Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, og Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365, ræddu við starfsmenn 365 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Skaftahlíð í morgun. Tilefnið var kaup Vodafone á stórum hluta 365 sem gengið var frá í gærkvöldi en um tíu milljarða króna viðskipti er að ræða.Allur hluti 365 færist yfir til Vodafone að frátöldu Fréttablaðinu og Glamour. Stöð 2, Bylgjan, X-ið, FM957, Vísir auk tilheyrandi auglýsinga- og áskriftardeilda færast yfir til Vodafone. Starf ritstjóra fréttahlutans sem fer undir hatt Vodafone, þ.e. Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, verður auglýst á næstunni. Mun Capacent sjá um ferlið. Þangað til verður Kristín Þorsteinsdóttir áfram aðalritstjóri allra miðla fram að ráðningu nýs ritstjóra. Eftir það verður hún útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins. Fréttablaðið mun á nýju ári setja í loftið nýjan vef, frettabladid.is. Efni úr Fréttablaðinu mun þó halda áfram að birtast á Vísi en samningur er þess efnis til tveggja ára. Sunna Karen Sigurþórsdóttir verður aðstoðarritstjóri á nýjum vef Fréttablaðsins. Björn Víglundsson verður framkvæmdastjóri nýs sviðs hjá Vodafone sem heitir Miðlar. Hann ræddi sömuleiðis við starfsfólk í höfuðstöðvum 365 í morgun. Fundur með starfsmönnum Vodafone fór fram í hádeginu. Starfsmenn hjá Vodafone eftir kaupin á stórum hluta 365 verður samanlagt um 550 manns eftir því sem fram kom í máli Stefáns í morgun. Starfsfólk mun ekki finna fyrir breytingum fyrr en á nýju ári. Stefnt er að því að öll starfsemi Vodafone verði á Suðurlandsbraut 8 innan tíðar.Eins og fram kemur í fréttinni er Vísir frá og með deginum í dag í eigu Vodafone. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00 Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24 Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). 9. október 2017 15:59 Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, og Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365, ræddu við starfsmenn 365 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Skaftahlíð í morgun. Tilefnið var kaup Vodafone á stórum hluta 365 sem gengið var frá í gærkvöldi en um tíu milljarða króna viðskipti er að ræða.Allur hluti 365 færist yfir til Vodafone að frátöldu Fréttablaðinu og Glamour. Stöð 2, Bylgjan, X-ið, FM957, Vísir auk tilheyrandi auglýsinga- og áskriftardeilda færast yfir til Vodafone. Starf ritstjóra fréttahlutans sem fer undir hatt Vodafone, þ.e. Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, verður auglýst á næstunni. Mun Capacent sjá um ferlið. Þangað til verður Kristín Þorsteinsdóttir áfram aðalritstjóri allra miðla fram að ráðningu nýs ritstjóra. Eftir það verður hún útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins. Fréttablaðið mun á nýju ári setja í loftið nýjan vef, frettabladid.is. Efni úr Fréttablaðinu mun þó halda áfram að birtast á Vísi en samningur er þess efnis til tveggja ára. Sunna Karen Sigurþórsdóttir verður aðstoðarritstjóri á nýjum vef Fréttablaðsins. Björn Víglundsson verður framkvæmdastjóri nýs sviðs hjá Vodafone sem heitir Miðlar. Hann ræddi sömuleiðis við starfsfólk í höfuðstöðvum 365 í morgun. Fundur með starfsmönnum Vodafone fór fram í hádeginu. Starfsmenn hjá Vodafone eftir kaupin á stórum hluta 365 verður samanlagt um 550 manns eftir því sem fram kom í máli Stefáns í morgun. Starfsfólk mun ekki finna fyrir breytingum fyrr en á nýju ári. Stefnt er að því að öll starfsemi Vodafone verði á Suðurlandsbraut 8 innan tíðar.Eins og fram kemur í fréttinni er Vísir frá og með deginum í dag í eigu Vodafone.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00 Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24 Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). 9. október 2017 15:59 Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00
Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24
Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). 9. október 2017 15:59