Jaguar XE setur hraðamet á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2017 09:44 Jaguar XE Project 8. Jaguar framleiðir sérútgáfu af XE bíl sínum sem ber nafnið Project 8 og verður hann aðeins framleiddur í 300 eintökum. Bíllinn var prófaður á Nürburgring brautinni þýsku í vikunni og þar gerði hann sér lítið fyrir og sló hraðametið á meðal fjögurra sæta “saloon”-bíla og náði hann tímanum 7:21,23 mínútur. Til þess hafði hann reyndar talsvert afl því 5,0 lítra V8 vélin undir húddi hans er 600 hestöfl og er því þessi bíll öflugasta götulöglega framleiðslugerð Jaguar. Jaguar XE Project 8 er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 322 km/klst. Kaupendur Jaguar XE Project 8 geta valið um það að fá bílinn tveggja sæta og uppsettan fyrir brautarakstur eða sem fjögurra sæta götubíl. Kaupendur hans á meginlandi Evrópu geta fengið hann með stýrinu vinstra megin. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent
Jaguar framleiðir sérútgáfu af XE bíl sínum sem ber nafnið Project 8 og verður hann aðeins framleiddur í 300 eintökum. Bíllinn var prófaður á Nürburgring brautinni þýsku í vikunni og þar gerði hann sér lítið fyrir og sló hraðametið á meðal fjögurra sæta “saloon”-bíla og náði hann tímanum 7:21,23 mínútur. Til þess hafði hann reyndar talsvert afl því 5,0 lítra V8 vélin undir húddi hans er 600 hestöfl og er því þessi bíll öflugasta götulöglega framleiðslugerð Jaguar. Jaguar XE Project 8 er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 322 km/klst. Kaupendur Jaguar XE Project 8 geta valið um það að fá bílinn tveggja sæta og uppsettan fyrir brautarakstur eða sem fjögurra sæta götubíl. Kaupendur hans á meginlandi Evrópu geta fengið hann með stýrinu vinstra megin.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent