Allt fyrir alla Hörður Ægisson skrifar 1. desember 2017 07:00 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar tekur við þegar efnahagsstaða Íslands hefur sjaldan verið betri í lýðveldissögunni. Sáttmáli stjórnarinnar, sem virðist ekki á því að stundum sé minna betra en sáttmálinn er settur fram í skjali sem telur 40 blaðsíður, ber þess augljós merki. Stjórnin hyggst nýta sér efnahagsuppsveifluna til að auka enn ríkisútgjöld en á sama tíma er áformað að lækka að einhverju marki skatta á heimili og fyrirtæki. Með öðrum orðum er stefnt að því að gera allt fyrir alla. Slíkt var viðbúið með hliðsjón af því að ríkisstjórnin er mynduð á grunni málamiðlunar þriggja flokka sem spanna allt pólitíska litrófið. Ekkert er minnst á ráðdeild og sparnað í rekstri ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Margt ágætt er auðvitað hins vegar að finna í stjórnarsáttmálanum. Lækka á tryggingagjald og tekjuskatt til að tryggja farsæla niðurstöðu í komandi kjaraviðræðum. Þá verður stofnaður Þjóðarsjóður utan um arð af auðlindum, þar sem byrjað verður á orkuauðlindum, en hlutverk hans verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Í stað þess að horfa aðeins til arðs af auðlindum mætti ganga lengra og skoða að ráðstafa hluta af gjaldeyrisforða Seðlabankans inn í slíkan sjóð. Fagna ber þeirri áherslu sem lögð er á hvers konar nýsköpun – orðið kemur átján sinnum fyrir í sáttmálanum – en meðal annars á að afnema þak á endurgreiðslu kostnaðar vegna rannsókna og þróunar og efla nýsköpun á öllum skólastigum. Ísland hefur í þeim málum verið eftirbátur annarra ríkja en stóran hluta hagvaxtar á Vesturlöndum má rekja til rannsókna og þróunar. Níu árum eftir fjármálaáfallið er nánast allt bankakerfið í fangi ríkissjóðs. Þessi staða er einsdæmi á Vesturlöndum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Áður en slík skref verða tekin á að vinna hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Sú stefnumörkun er ágæt, svo langt sem hún nær. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem er að stórum hluta í eigu ríkisins og rekið með of mikið eigið fé – felur í sér slæma meðferð á fjármunum. Tíminn vinnur hér ekki með stjórnvöldum en bankar standa frammi fyrir gerbreyttu umhverfi með uppgangi fjártæknifyrirtækja og aukinni samkeppni í greiðsluþjónustu. Ríkið er ekki rétti aðilinn til að leiða bankana í gegnum þessar breytingar sem kunna að óbreyttu að rýra verulega verðmæti þeirra. Þótt ríkisstjórnin taki við á góðæristímum, þá bíða hennar þess vegna margar áskoranir. Opinber hagstjórn, ekki hvað síst stefnan í ríkisfjármálum, og niðurstaða kjarasamninga á vinnumarkaði mun ráða úrslitum um hvort það takist að verja efnahagslegan stöðugleika og um leið þá fordæmalausu kaupmáttaraukningu sem náðst hefur á undanförnum árum. Áform um að skila mun minni afgangi á fjárlögum næsta árs hjálpa þar ekki til og minnka líkur á að vextir lækki frekar. Aukin ríkisútgjöld og uppnám á vinnumarkaði getur því hæglega stefnt efnahagsárangrinum í hættu með þekktum afleiðingum. Stærsta verkefni nýrrar stjórnar verður að koma í veg fyrir að sú atburðarás – gengislækkun, aukin verðbólga og hærri vextir – endurtaki sig. Það er ekkert víst að þetta klikki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar tekur við þegar efnahagsstaða Íslands hefur sjaldan verið betri í lýðveldissögunni. Sáttmáli stjórnarinnar, sem virðist ekki á því að stundum sé minna betra en sáttmálinn er settur fram í skjali sem telur 40 blaðsíður, ber þess augljós merki. Stjórnin hyggst nýta sér efnahagsuppsveifluna til að auka enn ríkisútgjöld en á sama tíma er áformað að lækka að einhverju marki skatta á heimili og fyrirtæki. Með öðrum orðum er stefnt að því að gera allt fyrir alla. Slíkt var viðbúið með hliðsjón af því að ríkisstjórnin er mynduð á grunni málamiðlunar þriggja flokka sem spanna allt pólitíska litrófið. Ekkert er minnst á ráðdeild og sparnað í rekstri ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Margt ágætt er auðvitað hins vegar að finna í stjórnarsáttmálanum. Lækka á tryggingagjald og tekjuskatt til að tryggja farsæla niðurstöðu í komandi kjaraviðræðum. Þá verður stofnaður Þjóðarsjóður utan um arð af auðlindum, þar sem byrjað verður á orkuauðlindum, en hlutverk hans verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Í stað þess að horfa aðeins til arðs af auðlindum mætti ganga lengra og skoða að ráðstafa hluta af gjaldeyrisforða Seðlabankans inn í slíkan sjóð. Fagna ber þeirri áherslu sem lögð er á hvers konar nýsköpun – orðið kemur átján sinnum fyrir í sáttmálanum – en meðal annars á að afnema þak á endurgreiðslu kostnaðar vegna rannsókna og þróunar og efla nýsköpun á öllum skólastigum. Ísland hefur í þeim málum verið eftirbátur annarra ríkja en stóran hluta hagvaxtar á Vesturlöndum má rekja til rannsókna og þróunar. Níu árum eftir fjármálaáfallið er nánast allt bankakerfið í fangi ríkissjóðs. Þessi staða er einsdæmi á Vesturlöndum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Áður en slík skref verða tekin á að vinna hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Sú stefnumörkun er ágæt, svo langt sem hún nær. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem er að stórum hluta í eigu ríkisins og rekið með of mikið eigið fé – felur í sér slæma meðferð á fjármunum. Tíminn vinnur hér ekki með stjórnvöldum en bankar standa frammi fyrir gerbreyttu umhverfi með uppgangi fjártæknifyrirtækja og aukinni samkeppni í greiðsluþjónustu. Ríkið er ekki rétti aðilinn til að leiða bankana í gegnum þessar breytingar sem kunna að óbreyttu að rýra verulega verðmæti þeirra. Þótt ríkisstjórnin taki við á góðæristímum, þá bíða hennar þess vegna margar áskoranir. Opinber hagstjórn, ekki hvað síst stefnan í ríkisfjármálum, og niðurstaða kjarasamninga á vinnumarkaði mun ráða úrslitum um hvort það takist að verja efnahagslegan stöðugleika og um leið þá fordæmalausu kaupmáttaraukningu sem náðst hefur á undanförnum árum. Áform um að skila mun minni afgangi á fjárlögum næsta árs hjálpa þar ekki til og minnka líkur á að vextir lækki frekar. Aukin ríkisútgjöld og uppnám á vinnumarkaði getur því hæglega stefnt efnahagsárangrinum í hættu með þekktum afleiðingum. Stærsta verkefni nýrrar stjórnar verður að koma í veg fyrir að sú atburðarás – gengislækkun, aukin verðbólga og hærri vextir – endurtaki sig. Það er ekkert víst að þetta klikki.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun