Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2017 22:13 Fjöldi ásakana um kynferðisofbeldi og áreitni hafa komið fram í garð Harvey Weinstein undanfarna mánuði. Vísir/AFP Zelda Perkins, fyrrverandi aðstoðarkona bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, vill að breskum lögum verði breytt eftir að þau komu í veg fyrir að hún greindi frá því að hann hefði reynt að nauðga samstarfskonu hennar fyrir tæpum tuttugu árum. Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. Eins hefur verið greint frá því hvernig hann reyndi að koma í veg fyrir að ásakanirnar yrðu gerðar opinberar í gegnum tíðina. Perkins hætti hjá Miramax-kvikmyndaveri Weinstein í Bretlandi á 10. áratugnum í kjölfar þess að samstarfskona sakaði hann um nauðgun. Weinstein neitaði því. Perkins segir breska ríkisútvarpinu BBC að hún hafi viljað segja frá framferði Weinstein en lögfræðingar hafi sagt að hún hefði enga möguleika á því. Reyndi að nauðga yngri samstarfskonu í vinnuferð erlendisÍ kjölfarið skrifaði hún undir samkomulag um þagmælsku. Perkins segir nú að það hafi verið löglegt en siðlaust. Hún vill að breskum lögum um slík samkomulag verði breytt. Lögin geri nú valdamiklu fólki kleift að fela kynferðisárásir og áreitni. Sjálf segir hún að Weinstein hafi ógnað henni „tilfinningalega og sálfræðilega“ í þau þrjú ár sem hún vann fyrir hann. Hann hafi þó aldrei hótað henni líkamlega. Það hafi verið í ferð erlendis sem yngri samstarfskona hafi leitað til hennar í uppnámi og sagt að Weinstein hefði reynt að nauðga sér. Perkins segir að hún hafi talið sér skylt að bregðast við. Samstarfskonan hafi verið í áfalli og óttast afleiðingarnar fyrir sig. Lögfræðingar sem þær höfðu samband við hafi eindregið ráðlagt þeim að fara ekki lengra með málið enda hefðu þær úr litlu að moða þar sem þær hefðu ekki leitað til lögreglunnar í landinu þar sem árásin átti sér stað. Skjalið „rjúkandi byssa“Í staðinn var þeim ráðlagt að stefna Weinstein sjálfar. Þær umleitanir enduðu með því að Perkins skrifaði undir leynilegt samkomulag um þagmælsku. Svo leynilegt var það að Perkins mátti ekki eiga skriflegt afrit af því heldur aðeins skoða það undir eftirliti. Henni voru greiddir 125.000 dollarar sem hún telur hafa verið fyrir þögn sína. Hún hefur þagað í nítján ár um málið. Perkins telur að samkomulagið hafi verið svo leynilegt vegna þess að í því er að finna ákvæði um að Weinstein leiti sér hjálpar. Skjalið sé í reynd „rjúkandi byssa“. „Ef þú ert með samkomulag sem einhver hefur skrifað undir sem segir að hann fari í meðferð, að hann verði rekinn frá eigin fyrirtæki ef einhver annar setur fram ásökun í kjölfarið, að það verði að setja mannauðsstefnu um kynferðisáreitni hjá fyrirtækinu, þá er nokkuð ljóst að eitthvað er að,“ segir Perkins við BBC. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Zelda Perkins, fyrrverandi aðstoðarkona bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, vill að breskum lögum verði breytt eftir að þau komu í veg fyrir að hún greindi frá því að hann hefði reynt að nauðga samstarfskonu hennar fyrir tæpum tuttugu árum. Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. Eins hefur verið greint frá því hvernig hann reyndi að koma í veg fyrir að ásakanirnar yrðu gerðar opinberar í gegnum tíðina. Perkins hætti hjá Miramax-kvikmyndaveri Weinstein í Bretlandi á 10. áratugnum í kjölfar þess að samstarfskona sakaði hann um nauðgun. Weinstein neitaði því. Perkins segir breska ríkisútvarpinu BBC að hún hafi viljað segja frá framferði Weinstein en lögfræðingar hafi sagt að hún hefði enga möguleika á því. Reyndi að nauðga yngri samstarfskonu í vinnuferð erlendisÍ kjölfarið skrifaði hún undir samkomulag um þagmælsku. Perkins segir nú að það hafi verið löglegt en siðlaust. Hún vill að breskum lögum um slík samkomulag verði breytt. Lögin geri nú valdamiklu fólki kleift að fela kynferðisárásir og áreitni. Sjálf segir hún að Weinstein hafi ógnað henni „tilfinningalega og sálfræðilega“ í þau þrjú ár sem hún vann fyrir hann. Hann hafi þó aldrei hótað henni líkamlega. Það hafi verið í ferð erlendis sem yngri samstarfskona hafi leitað til hennar í uppnámi og sagt að Weinstein hefði reynt að nauðga sér. Perkins segir að hún hafi talið sér skylt að bregðast við. Samstarfskonan hafi verið í áfalli og óttast afleiðingarnar fyrir sig. Lögfræðingar sem þær höfðu samband við hafi eindregið ráðlagt þeim að fara ekki lengra með málið enda hefðu þær úr litlu að moða þar sem þær hefðu ekki leitað til lögreglunnar í landinu þar sem árásin átti sér stað. Skjalið „rjúkandi byssa“Í staðinn var þeim ráðlagt að stefna Weinstein sjálfar. Þær umleitanir enduðu með því að Perkins skrifaði undir leynilegt samkomulag um þagmælsku. Svo leynilegt var það að Perkins mátti ekki eiga skriflegt afrit af því heldur aðeins skoða það undir eftirliti. Henni voru greiddir 125.000 dollarar sem hún telur hafa verið fyrir þögn sína. Hún hefur þagað í nítján ár um málið. Perkins telur að samkomulagið hafi verið svo leynilegt vegna þess að í því er að finna ákvæði um að Weinstein leiti sér hjálpar. Skjalið sé í reynd „rjúkandi byssa“. „Ef þú ert með samkomulag sem einhver hefur skrifað undir sem segir að hann fari í meðferð, að hann verði rekinn frá eigin fyrirtæki ef einhver annar setur fram ásökun í kjölfarið, að það verði að setja mannauðsstefnu um kynferðisáreitni hjá fyrirtækinu, þá er nokkuð ljóst að eitthvað er að,“ segir Perkins við BBC.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“