Flokkarnir ætla að taka höndum saman í framhaldi af MeToo-byltingunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2017 20:00 Stjórnmálaflokkarnir ætla að taka höndum saman og vinna í sameiningu að verklagi til að bregðast við kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna. Me too-byltingin var til umræðu á Alþingi í dag og forsætisráðherra kynnti stefnu Stjórnarráðsins í þessum efnum fyrir ríkisstjórn í morgun. Nokkur hundruð íslenskar stjórnmálakonur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna í lok nóvember og deildu sögum af reynslu sinni. Þær sendu jafnframt frá sér áskorun þar sem kallað er eftir því að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu og setji sér viðbragðsreglur. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna eru nú að ræða hvernig flokkarnir geti í sameiningu mótað sér verklagsreglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Öllum flokkum verður boðið að taka þátt og hefst samtalið að öllum líkindum eftir áramót. Þá kynnti Katrín Jakobsdóttir stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökum á þessu máli í stjórnsýslunni eins og bara alls staðar annars staðar í samfélaginu,“ segir Katrín. Hún lagði það til við ríkisstjórn að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði reglulegar kannanir í hverju ráðuneyti á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni og það tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli. Þá vonast hún til þess að í framhaldinu verði sambærileg ferli tekin upp í undirstofnunum og víðsvegar um stjórnsýsluna. „Það er stefnan og þarna skiptir auðvitað máli að ráðuneytin gangi á undan með góðu fordæmi.“ MeToo Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir ætla að taka höndum saman og vinna í sameiningu að verklagi til að bregðast við kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna. Me too-byltingin var til umræðu á Alþingi í dag og forsætisráðherra kynnti stefnu Stjórnarráðsins í þessum efnum fyrir ríkisstjórn í morgun. Nokkur hundruð íslenskar stjórnmálakonur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna í lok nóvember og deildu sögum af reynslu sinni. Þær sendu jafnframt frá sér áskorun þar sem kallað er eftir því að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu og setji sér viðbragðsreglur. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna eru nú að ræða hvernig flokkarnir geti í sameiningu mótað sér verklagsreglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Öllum flokkum verður boðið að taka þátt og hefst samtalið að öllum líkindum eftir áramót. Þá kynnti Katrín Jakobsdóttir stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökum á þessu máli í stjórnsýslunni eins og bara alls staðar annars staðar í samfélaginu,“ segir Katrín. Hún lagði það til við ríkisstjórn að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði reglulegar kannanir í hverju ráðuneyti á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni og það tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli. Þá vonast hún til þess að í framhaldinu verði sambærileg ferli tekin upp í undirstofnunum og víðsvegar um stjórnsýsluna. „Það er stefnan og þarna skiptir auðvitað máli að ráðuneytin gangi á undan með góðu fordæmi.“
MeToo Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira