Aston Martin til sölu Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 13:44 Aston Martin DB11. Eigendur breska sportbílaframleiðandans Aston Martin hefur leitað til fjárfestingabankans Lazard til að undirbúa skráningu Aston Martin á hlutabréfamarkað eða sölu í heilu lagi. Núverandi eigendur Aston Martin eru frá Kuwait ásamt ítölskum fjárfestingasjóði. Þessir aðilar hyggjast nú losa um fjárfestingu sína og hagnast á því ágæta gengi sem Aston Martin nýtur nú. Virði Aston Martin er nú metið á 2 til 3 milljarða punda, eða 280 til 420 milljarðar króna. Fjárfestarnir frá Kuwait eiga 54,5% í Aston Martin, ítalski fjárfestingasjóðurinn 37,5%, Daimler Benz 5% og aðrir eigendur alls 3%. Loksins er farið að ganga vel hjá Aston Martin og fyrirtækið mun skila hagnaði í fyrsta sinn í ár síðan 2010. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent
Eigendur breska sportbílaframleiðandans Aston Martin hefur leitað til fjárfestingabankans Lazard til að undirbúa skráningu Aston Martin á hlutabréfamarkað eða sölu í heilu lagi. Núverandi eigendur Aston Martin eru frá Kuwait ásamt ítölskum fjárfestingasjóði. Þessir aðilar hyggjast nú losa um fjárfestingu sína og hagnast á því ágæta gengi sem Aston Martin nýtur nú. Virði Aston Martin er nú metið á 2 til 3 milljarða punda, eða 280 til 420 milljarðar króna. Fjárfestarnir frá Kuwait eiga 54,5% í Aston Martin, ítalski fjárfestingasjóðurinn 37,5%, Daimler Benz 5% og aðrir eigendur alls 3%. Loksins er farið að ganga vel hjá Aston Martin og fyrirtækið mun skila hagnaði í fyrsta sinn í ár síðan 2010.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent