AMG 10% af sölu Benz vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 10:14 Aldrei hafa AMG bílar Mercedes Benz verið eins vinsælir og nú. Af öllum þeim Mercedes Benz bílum sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum í ár eru 10% þeirra frá kraftabíladeildinni AMG. Þetta hlutfall í fyrra var 6,8% í fyrra og hefur vaxið um heil 50% á milli ára. Alls hafa selst 30.116 AMG bílar Mercerdes Benz í ár af 302.043 bíla heildarsölu Benz í ár þar í landi. Þetta er óvenju hátt hlutfall og hærra en víðast hvar í heiminum þar sem Mercedes Benz bílar eru til sölu. Þessar tölur eru frá lokum nóvember mánaðar og því virðist stefna í hátt í 330.000 bíla sölu hjá Benz vestanhafs í ár og af þeim verði hátt í 33.000 bílar af AMG gerð. AMG bílar Mercedes Benz eru mjög dýrir bílar og því er AMG deildin farin að skaffa Benz umtalsvert hátt hlutfall af tekjum Benz í þessum heimshluta. Það er helst góð sala í AMG 43 í bílunum C-Class, E-Class, GLC, GLE og SLC sem hefur hýft hlutfall AMG svo hátt upp í ár. Í þessum bílum er 362 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Það hefur einnig hjálpað mikið til hve Mercedes Benz býður margar bílgerðir sínar í AMG útfærslu og hefur þeim farið hratt fjölgandi undanfarið. Audi og BMW hafa fetað sömu slóð og Benz með því að fjölga S og RS gerðum í tilfelli Audi og M gerðum í tilfelli BMW og fer hlutfallið af heildarsölu einnig vaxandi hjá þessum þýsku lúxusbílaframleiðendum. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent
Af öllum þeim Mercedes Benz bílum sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum í ár eru 10% þeirra frá kraftabíladeildinni AMG. Þetta hlutfall í fyrra var 6,8% í fyrra og hefur vaxið um heil 50% á milli ára. Alls hafa selst 30.116 AMG bílar Mercerdes Benz í ár af 302.043 bíla heildarsölu Benz í ár þar í landi. Þetta er óvenju hátt hlutfall og hærra en víðast hvar í heiminum þar sem Mercedes Benz bílar eru til sölu. Þessar tölur eru frá lokum nóvember mánaðar og því virðist stefna í hátt í 330.000 bíla sölu hjá Benz vestanhafs í ár og af þeim verði hátt í 33.000 bílar af AMG gerð. AMG bílar Mercedes Benz eru mjög dýrir bílar og því er AMG deildin farin að skaffa Benz umtalsvert hátt hlutfall af tekjum Benz í þessum heimshluta. Það er helst góð sala í AMG 43 í bílunum C-Class, E-Class, GLC, GLE og SLC sem hefur hýft hlutfall AMG svo hátt upp í ár. Í þessum bílum er 362 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Það hefur einnig hjálpað mikið til hve Mercedes Benz býður margar bílgerðir sínar í AMG útfærslu og hefur þeim farið hratt fjölgandi undanfarið. Audi og BMW hafa fetað sömu slóð og Benz með því að fjölga S og RS gerðum í tilfelli Audi og M gerðum í tilfelli BMW og fer hlutfallið af heildarsölu einnig vaxandi hjá þessum þýsku lúxusbílaframleiðendum.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent